„Það var mikil geðshræring á heimilinu“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 11. september 2024 16:56 Brynhildur fann fyrst karlkyns könguló í vínberjaklasanum og henti henni í vaskinn án þess að pæla frekar í því. Eftir frekar grennslan fann hún síðan ekkjuna sjálfa. Grunlaus fjölskylda í Grafarvoginum fékk óvænta gesti í heimsókn í vikunni þegar eitruð könguló og maki hennar bárust inn á heimilið með vínberjaklasa. Köngulærnar reyndust vera af sömu undirtegund og svarta ekkjan. Dýraþjónusta Reykjavíkur birti færslu um köngulóna á Facebook. Þar segir að starfsmaður Dýraþjónustunnar hafi sótt könguló í Grafarvoginn þar sem hún hafði flust til fjölskyldu einnar með vínberjaklasa frá draumaríkinu Kaliforníu. „Köngulóin reyndist vera ein af undirtegundum hinnar goðsagnakenndu Svörtu ekkju, að öllum líkindum Nyrðri ekkja (Northern Black widow) sem á latínu nefnist Latrodectus variolous,“ segir í færslunni. Einnig kemur þar fram að köngulóin innihaldi afar öflugt taugaeitur sem hún gefi frá sér við bit. Það sé þó sjaldnast banvænt, þar sem magnið sé lítið, en afar sársaukafullt. Húsmóðirin gerði köngulóna að ekkju Brynhildur Helgadóttir, húsmóðir í Grafarvoginum, fann köngulóna þegar hún var að elda kvöldmatinn í gær. Hún var viss um að hin alræmda svarta ekkja væri komin í heimsókn. „Ég var að elda matinn og ætlaði að hafa vínber með salatinu. Ég er ekkert mjög dugleg að skola ávexti almennt þannig ég var ekkert búin að skola þau. Svo tek ég upp einn stilk og þá dettur úr könguló sem er alveg hvít á litinn,“ segir Brynhildur. Hún hafi séð að þetta væri ekki íslensk könguló, sýnt manninum sínum hana en síðan sturtaði henni ofan í vaskinn. Eftir á kom í ljós að um var að ræða karlkyns könguló og því hafi hún verið svo óvenjuleg á litin. „Þegar ég fer að skoða vínberin betur sé ég glitta í rassinn á þessari undirtegund af svörtu ekkjunni. Þau voru þá búin að hreiðra þarna um sig,“ segir hún um köngulóarfjölskylduna. Vonar að köngulóin verði skírð Brynhildur Brynhildur segir að hún hafi verið viss um að köngulóin væri sjálf svarta ekkjan þegar hún sá blettina á baki hennar. Dýraþjónustan hafi svo tilkynnt henni að um væri að ræða skylda tegund en ekki ekkjuna fræga. „Hún er svo auðþekkjanleg, þessir rauðu blettir voru eitthvað sem maður kveikti strax á. Þá panikkaði ég og hrópaði ÞETTA ER SVARTA EKKJAN,“ segir Brynhildur. „Það var mikil geðshræring á heimilinu af því við erum með tvö ung börn.“ Þau hjónin náðu á endanum að koma köngulónni í plasthólf og hringdu á dýraþjónustuna sem kom að sækja ekkjuna og egg hennar. Brynhildur segist þá hafa lagt fram sérstaka ósk. „Ég óskaði sérstaklega eftir því að hún yrði skírð í höfuðið á mér þegar þeir komu og náðu í hana. Ég vona innilega að hún verð skírð Brynhildur,“ segir Brynhildur um mögulega nöfnu sína. Dýr Matur Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Dýraþjónusta Reykjavíkur birti færslu um köngulóna á Facebook. Þar segir að starfsmaður Dýraþjónustunnar hafi sótt könguló í Grafarvoginn þar sem hún hafði flust til fjölskyldu einnar með vínberjaklasa frá draumaríkinu Kaliforníu. „Köngulóin reyndist vera ein af undirtegundum hinnar goðsagnakenndu Svörtu ekkju, að öllum líkindum Nyrðri ekkja (Northern Black widow) sem á latínu nefnist Latrodectus variolous,“ segir í færslunni. Einnig kemur þar fram að köngulóin innihaldi afar öflugt taugaeitur sem hún gefi frá sér við bit. Það sé þó sjaldnast banvænt, þar sem magnið sé lítið, en afar sársaukafullt. Húsmóðirin gerði köngulóna að ekkju Brynhildur Helgadóttir, húsmóðir í Grafarvoginum, fann köngulóna þegar hún var að elda kvöldmatinn í gær. Hún var viss um að hin alræmda svarta ekkja væri komin í heimsókn. „Ég var að elda matinn og ætlaði að hafa vínber með salatinu. Ég er ekkert mjög dugleg að skola ávexti almennt þannig ég var ekkert búin að skola þau. Svo tek ég upp einn stilk og þá dettur úr könguló sem er alveg hvít á litinn,“ segir Brynhildur. Hún hafi séð að þetta væri ekki íslensk könguló, sýnt manninum sínum hana en síðan sturtaði henni ofan í vaskinn. Eftir á kom í ljós að um var að ræða karlkyns könguló og því hafi hún verið svo óvenjuleg á litin. „Þegar ég fer að skoða vínberin betur sé ég glitta í rassinn á þessari undirtegund af svörtu ekkjunni. Þau voru þá búin að hreiðra þarna um sig,“ segir hún um köngulóarfjölskylduna. Vonar að köngulóin verði skírð Brynhildur Brynhildur segir að hún hafi verið viss um að köngulóin væri sjálf svarta ekkjan þegar hún sá blettina á baki hennar. Dýraþjónustan hafi svo tilkynnt henni að um væri að ræða skylda tegund en ekki ekkjuna fræga. „Hún er svo auðþekkjanleg, þessir rauðu blettir voru eitthvað sem maður kveikti strax á. Þá panikkaði ég og hrópaði ÞETTA ER SVARTA EKKJAN,“ segir Brynhildur. „Það var mikil geðshræring á heimilinu af því við erum með tvö ung börn.“ Þau hjónin náðu á endanum að koma köngulónni í plasthólf og hringdu á dýraþjónustuna sem kom að sækja ekkjuna og egg hennar. Brynhildur segist þá hafa lagt fram sérstaka ósk. „Ég óskaði sérstaklega eftir því að hún yrði skírð í höfuðið á mér þegar þeir komu og náðu í hana. Ég vona innilega að hún verð skírð Brynhildur,“ segir Brynhildur um mögulega nöfnu sína.
Dýr Matur Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira