„Það var mikil geðshræring á heimilinu“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 11. september 2024 16:56 Brynhildur fann fyrst karlkyns könguló í vínberjaklasanum og henti henni í vaskinn án þess að pæla frekar í því. Eftir frekar grennslan fann hún síðan ekkjuna sjálfa. Grunlaus fjölskylda í Grafarvoginum fékk óvænta gesti í heimsókn í vikunni þegar eitruð könguló og maki hennar bárust inn á heimilið með vínberjaklasa. Köngulærnar reyndust vera af sömu undirtegund og svarta ekkjan. Dýraþjónusta Reykjavíkur birti færslu um köngulóna á Facebook. Þar segir að starfsmaður Dýraþjónustunnar hafi sótt könguló í Grafarvoginn þar sem hún hafði flust til fjölskyldu einnar með vínberjaklasa frá draumaríkinu Kaliforníu. „Köngulóin reyndist vera ein af undirtegundum hinnar goðsagnakenndu Svörtu ekkju, að öllum líkindum Nyrðri ekkja (Northern Black widow) sem á latínu nefnist Latrodectus variolous,“ segir í færslunni. Einnig kemur þar fram að köngulóin innihaldi afar öflugt taugaeitur sem hún gefi frá sér við bit. Það sé þó sjaldnast banvænt, þar sem magnið sé lítið, en afar sársaukafullt. Húsmóðirin gerði köngulóna að ekkju Brynhildur Helgadóttir, húsmóðir í Grafarvoginum, fann köngulóna þegar hún var að elda kvöldmatinn í gær. Hún var viss um að hin alræmda svarta ekkja væri komin í heimsókn. „Ég var að elda matinn og ætlaði að hafa vínber með salatinu. Ég er ekkert mjög dugleg að skola ávexti almennt þannig ég var ekkert búin að skola þau. Svo tek ég upp einn stilk og þá dettur úr könguló sem er alveg hvít á litinn,“ segir Brynhildur. Hún hafi séð að þetta væri ekki íslensk könguló, sýnt manninum sínum hana en síðan sturtaði henni ofan í vaskinn. Eftir á kom í ljós að um var að ræða karlkyns könguló og því hafi hún verið svo óvenjuleg á litin. „Þegar ég fer að skoða vínberin betur sé ég glitta í rassinn á þessari undirtegund af svörtu ekkjunni. Þau voru þá búin að hreiðra þarna um sig,“ segir hún um köngulóarfjölskylduna. Vonar að köngulóin verði skírð Brynhildur Brynhildur segir að hún hafi verið viss um að köngulóin væri sjálf svarta ekkjan þegar hún sá blettina á baki hennar. Dýraþjónustan hafi svo tilkynnt henni að um væri að ræða skylda tegund en ekki ekkjuna fræga. „Hún er svo auðþekkjanleg, þessir rauðu blettir voru eitthvað sem maður kveikti strax á. Þá panikkaði ég og hrópaði ÞETTA ER SVARTA EKKJAN,“ segir Brynhildur. „Það var mikil geðshræring á heimilinu af því við erum með tvö ung börn.“ Þau hjónin náðu á endanum að koma köngulónni í plasthólf og hringdu á dýraþjónustuna sem kom að sækja ekkjuna og egg hennar. Brynhildur segist þá hafa lagt fram sérstaka ósk. „Ég óskaði sérstaklega eftir því að hún yrði skírð í höfuðið á mér þegar þeir komu og náðu í hana. Ég vona innilega að hún verð skírð Brynhildur,“ segir Brynhildur um mögulega nöfnu sína. Dýr Matur Mest lesið Farið yfir dóminn: Albert metinn trúverðugri en konan Innlent Albert sýknaður Innlent Greip til hnífs því hún óttaðist að sonurinn kæmi að sér látinni Innlent Engin niðurstaða á fundi Sjálfstæðisflokksins Innlent Bein útsending: „Óveður aldarinnar“ skellur á Flórída Erlent Þorði ekki að hringja í lögregluna eftir að hafa kveikt í sumarbústað Innlent Þyrlan kölluð út vegna tilkynningar um hvítabirni Innlent Lýsir hrottafengnu ofbeldi í Reykholti: Bundinn á meðan köldu vatni var bunað á hann Innlent Mikið tjón eftir að herbergið fylltist af vatni Innlent Erlendur ferðamaður fannst látinn við Stuðlagil Innlent Fleiri fréttir Örfáar raddir nýti sér Kveik sem vopn gegn skátum Vonast til að fleiri fái niðurgreiðslu á sprautunni Netverjar keppast við að tjá sig um fundinn Talið að snjór hafi villt um fyrir ferðamönnum Kornbændur á Suðurlandi bera sig vel Þyrlan kölluð út vegna tilkynningar um hvítabirni „Meðvituð um að það eru veikleikar í stjórnarsamstarfinu“ Hver er framtíð ríkisstjórnarinnar? Allir tónlistarkennararnir til í verkfall Þórarinn víkur sem formaður Sameykis Þurfi ekki skarpskyggni til að sjá krísuástandið Sjálfstæðisflokkurinn tilbúinn í kosningar Lýsir hrottafengnu ofbeldi í Reykholti: Bundinn á meðan köldu vatni var bunað á hann Engin niðurstaða á fundi Sjálfstæðisflokksins Dæmdur fyrir að nema eigið barn á brott Miður að misbrestur hafi orðið í þjónustu neyðarmóttökunnar Efla Hagstofuna í kjölfar talnaruglsins Grunar að veikindi flugáhafna tengist efni sem finnst í smurolíu Viðskiptalífið sérstaklega áhugasamt um að fylgja Höllu út „Grafalvarlegt mál“ ef af verkföllum verður „Þetta er allt komið í einhvern hrærigraut“ Ríkisstjórn í vanda stödd Þyrlan kölluð út vegna slyss en afturkölluð „Ég leyni því ekki að við erum í vanda stödd“ Halda íshellaferðum áfram þrátt fyrir að fá ekki leyfi Sjö vilja verða varaseðlabankastjóri Þögull sem gröfin um aðgerðir í öðrum framhaldsskóla Bein útsending: Nýir tímar í landbúnaði Greip til hnífs því hún óttaðist að sonurinn kæmi að sér látinni „Mönnum finnst að lögin eigi ekki að gilda þegar réttlæti þeirra er annað“ Sjá meira
Dýraþjónusta Reykjavíkur birti færslu um köngulóna á Facebook. Þar segir að starfsmaður Dýraþjónustunnar hafi sótt könguló í Grafarvoginn þar sem hún hafði flust til fjölskyldu einnar með vínberjaklasa frá draumaríkinu Kaliforníu. „Köngulóin reyndist vera ein af undirtegundum hinnar goðsagnakenndu Svörtu ekkju, að öllum líkindum Nyrðri ekkja (Northern Black widow) sem á latínu nefnist Latrodectus variolous,“ segir í færslunni. Einnig kemur þar fram að köngulóin innihaldi afar öflugt taugaeitur sem hún gefi frá sér við bit. Það sé þó sjaldnast banvænt, þar sem magnið sé lítið, en afar sársaukafullt. Húsmóðirin gerði köngulóna að ekkju Brynhildur Helgadóttir, húsmóðir í Grafarvoginum, fann köngulóna þegar hún var að elda kvöldmatinn í gær. Hún var viss um að hin alræmda svarta ekkja væri komin í heimsókn. „Ég var að elda matinn og ætlaði að hafa vínber með salatinu. Ég er ekkert mjög dugleg að skola ávexti almennt þannig ég var ekkert búin að skola þau. Svo tek ég upp einn stilk og þá dettur úr könguló sem er alveg hvít á litinn,“ segir Brynhildur. Hún hafi séð að þetta væri ekki íslensk könguló, sýnt manninum sínum hana en síðan sturtaði henni ofan í vaskinn. Eftir á kom í ljós að um var að ræða karlkyns könguló og því hafi hún verið svo óvenjuleg á litin. „Þegar ég fer að skoða vínberin betur sé ég glitta í rassinn á þessari undirtegund af svörtu ekkjunni. Þau voru þá búin að hreiðra þarna um sig,“ segir hún um köngulóarfjölskylduna. Vonar að köngulóin verði skírð Brynhildur Brynhildur segir að hún hafi verið viss um að köngulóin væri sjálf svarta ekkjan þegar hún sá blettina á baki hennar. Dýraþjónustan hafi svo tilkynnt henni að um væri að ræða skylda tegund en ekki ekkjuna fræga. „Hún er svo auðþekkjanleg, þessir rauðu blettir voru eitthvað sem maður kveikti strax á. Þá panikkaði ég og hrópaði ÞETTA ER SVARTA EKKJAN,“ segir Brynhildur. „Það var mikil geðshræring á heimilinu af því við erum með tvö ung börn.“ Þau hjónin náðu á endanum að koma köngulónni í plasthólf og hringdu á dýraþjónustuna sem kom að sækja ekkjuna og egg hennar. Brynhildur segist þá hafa lagt fram sérstaka ósk. „Ég óskaði sérstaklega eftir því að hún yrði skírð í höfuðið á mér þegar þeir komu og náðu í hana. Ég vona innilega að hún verð skírð Brynhildur,“ segir Brynhildur um mögulega nöfnu sína.
Dýr Matur Mest lesið Farið yfir dóminn: Albert metinn trúverðugri en konan Innlent Albert sýknaður Innlent Greip til hnífs því hún óttaðist að sonurinn kæmi að sér látinni Innlent Engin niðurstaða á fundi Sjálfstæðisflokksins Innlent Bein útsending: „Óveður aldarinnar“ skellur á Flórída Erlent Þorði ekki að hringja í lögregluna eftir að hafa kveikt í sumarbústað Innlent Þyrlan kölluð út vegna tilkynningar um hvítabirni Innlent Lýsir hrottafengnu ofbeldi í Reykholti: Bundinn á meðan köldu vatni var bunað á hann Innlent Mikið tjón eftir að herbergið fylltist af vatni Innlent Erlendur ferðamaður fannst látinn við Stuðlagil Innlent Fleiri fréttir Örfáar raddir nýti sér Kveik sem vopn gegn skátum Vonast til að fleiri fái niðurgreiðslu á sprautunni Netverjar keppast við að tjá sig um fundinn Talið að snjór hafi villt um fyrir ferðamönnum Kornbændur á Suðurlandi bera sig vel Þyrlan kölluð út vegna tilkynningar um hvítabirni „Meðvituð um að það eru veikleikar í stjórnarsamstarfinu“ Hver er framtíð ríkisstjórnarinnar? Allir tónlistarkennararnir til í verkfall Þórarinn víkur sem formaður Sameykis Þurfi ekki skarpskyggni til að sjá krísuástandið Sjálfstæðisflokkurinn tilbúinn í kosningar Lýsir hrottafengnu ofbeldi í Reykholti: Bundinn á meðan köldu vatni var bunað á hann Engin niðurstaða á fundi Sjálfstæðisflokksins Dæmdur fyrir að nema eigið barn á brott Miður að misbrestur hafi orðið í þjónustu neyðarmóttökunnar Efla Hagstofuna í kjölfar talnaruglsins Grunar að veikindi flugáhafna tengist efni sem finnst í smurolíu Viðskiptalífið sérstaklega áhugasamt um að fylgja Höllu út „Grafalvarlegt mál“ ef af verkföllum verður „Þetta er allt komið í einhvern hrærigraut“ Ríkisstjórn í vanda stödd Þyrlan kölluð út vegna slyss en afturkölluð „Ég leyni því ekki að við erum í vanda stödd“ Halda íshellaferðum áfram þrátt fyrir að fá ekki leyfi Sjö vilja verða varaseðlabankastjóri Þögull sem gröfin um aðgerðir í öðrum framhaldsskóla Bein útsending: Nýir tímar í landbúnaði Greip til hnífs því hún óttaðist að sonurinn kæmi að sér látinni „Mönnum finnst að lögin eigi ekki að gilda þegar réttlæti þeirra er annað“ Sjá meira