„Það var mikil geðshræring á heimilinu“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 11. september 2024 16:56 Brynhildur fann fyrst karlkyns könguló í vínberjaklasanum og henti henni í vaskinn án þess að pæla frekar í því. Eftir frekar grennslan fann hún síðan ekkjuna sjálfa. Grunlaus fjölskylda í Grafarvoginum fékk óvænta gesti í heimsókn í vikunni þegar eitruð könguló og maki hennar bárust inn á heimilið með vínberjaklasa. Köngulærnar reyndust vera af sömu undirtegund og svarta ekkjan. Dýraþjónusta Reykjavíkur birti færslu um köngulóna á Facebook. Þar segir að starfsmaður Dýraþjónustunnar hafi sótt könguló í Grafarvoginn þar sem hún hafði flust til fjölskyldu einnar með vínberjaklasa frá draumaríkinu Kaliforníu. „Köngulóin reyndist vera ein af undirtegundum hinnar goðsagnakenndu Svörtu ekkju, að öllum líkindum Nyrðri ekkja (Northern Black widow) sem á latínu nefnist Latrodectus variolous,“ segir í færslunni. Einnig kemur þar fram að köngulóin innihaldi afar öflugt taugaeitur sem hún gefi frá sér við bit. Það sé þó sjaldnast banvænt, þar sem magnið sé lítið, en afar sársaukafullt. Húsmóðirin gerði köngulóna að ekkju Brynhildur Helgadóttir, húsmóðir í Grafarvoginum, fann köngulóna þegar hún var að elda kvöldmatinn í gær. Hún var viss um að hin alræmda svarta ekkja væri komin í heimsókn. „Ég var að elda matinn og ætlaði að hafa vínber með salatinu. Ég er ekkert mjög dugleg að skola ávexti almennt þannig ég var ekkert búin að skola þau. Svo tek ég upp einn stilk og þá dettur úr könguló sem er alveg hvít á litinn,“ segir Brynhildur. Hún hafi séð að þetta væri ekki íslensk könguló, sýnt manninum sínum hana en síðan sturtaði henni ofan í vaskinn. Eftir á kom í ljós að um var að ræða karlkyns könguló og því hafi hún verið svo óvenjuleg á litin. „Þegar ég fer að skoða vínberin betur sé ég glitta í rassinn á þessari undirtegund af svörtu ekkjunni. Þau voru þá búin að hreiðra þarna um sig,“ segir hún um köngulóarfjölskylduna. Vonar að köngulóin verði skírð Brynhildur Brynhildur segir að hún hafi verið viss um að köngulóin væri sjálf svarta ekkjan þegar hún sá blettina á baki hennar. Dýraþjónustan hafi svo tilkynnt henni að um væri að ræða skylda tegund en ekki ekkjuna fræga. „Hún er svo auðþekkjanleg, þessir rauðu blettir voru eitthvað sem maður kveikti strax á. Þá panikkaði ég og hrópaði ÞETTA ER SVARTA EKKJAN,“ segir Brynhildur. „Það var mikil geðshræring á heimilinu af því við erum með tvö ung börn.“ Þau hjónin náðu á endanum að koma köngulónni í plasthólf og hringdu á dýraþjónustuna sem kom að sækja ekkjuna og egg hennar. Brynhildur segist þá hafa lagt fram sérstaka ósk. „Ég óskaði sérstaklega eftir því að hún yrði skírð í höfuðið á mér þegar þeir komu og náðu í hana. Ég vona innilega að hún verð skírð Brynhildur,“ segir Brynhildur um mögulega nöfnu sína. Dýr Matur Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
Dýraþjónusta Reykjavíkur birti færslu um köngulóna á Facebook. Þar segir að starfsmaður Dýraþjónustunnar hafi sótt könguló í Grafarvoginn þar sem hún hafði flust til fjölskyldu einnar með vínberjaklasa frá draumaríkinu Kaliforníu. „Köngulóin reyndist vera ein af undirtegundum hinnar goðsagnakenndu Svörtu ekkju, að öllum líkindum Nyrðri ekkja (Northern Black widow) sem á latínu nefnist Latrodectus variolous,“ segir í færslunni. Einnig kemur þar fram að köngulóin innihaldi afar öflugt taugaeitur sem hún gefi frá sér við bit. Það sé þó sjaldnast banvænt, þar sem magnið sé lítið, en afar sársaukafullt. Húsmóðirin gerði köngulóna að ekkju Brynhildur Helgadóttir, húsmóðir í Grafarvoginum, fann köngulóna þegar hún var að elda kvöldmatinn í gær. Hún var viss um að hin alræmda svarta ekkja væri komin í heimsókn. „Ég var að elda matinn og ætlaði að hafa vínber með salatinu. Ég er ekkert mjög dugleg að skola ávexti almennt þannig ég var ekkert búin að skola þau. Svo tek ég upp einn stilk og þá dettur úr könguló sem er alveg hvít á litinn,“ segir Brynhildur. Hún hafi séð að þetta væri ekki íslensk könguló, sýnt manninum sínum hana en síðan sturtaði henni ofan í vaskinn. Eftir á kom í ljós að um var að ræða karlkyns könguló og því hafi hún verið svo óvenjuleg á litin. „Þegar ég fer að skoða vínberin betur sé ég glitta í rassinn á þessari undirtegund af svörtu ekkjunni. Þau voru þá búin að hreiðra þarna um sig,“ segir hún um köngulóarfjölskylduna. Vonar að köngulóin verði skírð Brynhildur Brynhildur segir að hún hafi verið viss um að köngulóin væri sjálf svarta ekkjan þegar hún sá blettina á baki hennar. Dýraþjónustan hafi svo tilkynnt henni að um væri að ræða skylda tegund en ekki ekkjuna fræga. „Hún er svo auðþekkjanleg, þessir rauðu blettir voru eitthvað sem maður kveikti strax á. Þá panikkaði ég og hrópaði ÞETTA ER SVARTA EKKJAN,“ segir Brynhildur. „Það var mikil geðshræring á heimilinu af því við erum með tvö ung börn.“ Þau hjónin náðu á endanum að koma köngulónni í plasthólf og hringdu á dýraþjónustuna sem kom að sækja ekkjuna og egg hennar. Brynhildur segist þá hafa lagt fram sérstaka ósk. „Ég óskaði sérstaklega eftir því að hún yrði skírð í höfuðið á mér þegar þeir komu og náðu í hana. Ég vona innilega að hún verð skírð Brynhildur,“ segir Brynhildur um mögulega nöfnu sína.
Dýr Matur Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira