Niðurstaðan í máli Helga Magnúsar „á brúninni“ Kjartan Kjartansson skrifar 10. september 2024 19:02 Lára V. Júlíusdóttir, lögmaður, telur niðurstöðu ráðherra í máli Helga Magnúsar Gunnarssonar, vararíkissaksóknara (t.v.), ágæta en á brúninni. Vísir Ákvörðun dómsmálaráðherra um að víkja vararíkissaksóknara ekki úr starfi þrátt fyrir hegðun hans var á „brúninni“ að mati sérfræðings í vinnurétti. Ómögulegt sé að draga víðtækar ályktanir af niðurstöðunni fyrir opinbera starfsmenn almennt. Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra, ákvað að verða ekki við beiðni Sigríðar Friðjónsdóttur, ríkissaksóknara, um að víkja Helga Magnúsi Gunnarssyni, vararíkissaksóknara, tímabundið úr starfi vegna opinberrar tjáningar hans. Ráðherrann taldi ummæli sem Helgi Magnús viðhafði um innflytjendur, flóttafólk, tiltekin samtök og lögmann óviðeigandi, í ósamræmi við stöðu hans sem embættismanns og verið til þess fallin að draga úr og grafa undan trúverðugleika embættis ríkissaksóknara og ákæruvaldsins í heild. Hins vegar þótti ráðherra sérstakar aðstæður réttlæta þessi ummæli og veita honum aukið svigrúm til tjáningar. Helgi Magnús hefur sagst hafa legið undan hótunum manns sem var nýlega dæmdur til fangelsisvistar. Lára V. Júlíusdóttir, lögmaður og sérfræðingur í vinnurétti, segir að hægt sé að velta fyrir sér hvort að röksemdafærsla ráðherra sé rökrétt í ljósi þess að hann taldi Helga Magnús hafa gert eitthvað sem hann mátti ekki en það sé ráðherrans að taka þá ákvörðun. „Þetta er alveg á brúninni. Þetta er mjög matskennt hvar á að draga línuna. Mér finnst niðurstaðan bara vera ágæt og ég bara vona að þessu fólki lánist að vinna saman áfram eins og hingað til þrátt fyrir þetta,“ segir Lára í samtali við Vísi. Örfáir embættismenn í sömu stöðu og vararíkissaksóknari Staðan sem kom upp hjá embætti ríkissaksóknara var afar sérstök, að mati Láru. Ríkissaksóknari er yfirmaður vararíkissaksóknari en báðir eru skipaðir embættismenn. Þetta þýddi að ríkissaksóknari gat veitt undirmanni sínum áminningu fyrir óviðeigandi ummæli árið 2022 en ekki fylgt henni eftir með brottvikningu þegar hann fór aftur yfir strikið á þessu ári. Áminningarvaldið hvíldi þess í stað hjá ráðherra. Helgi Magnús hélt því raunar fram að ríkissaksóknari hefði ekki heimild til þess að áminna sig. Ráðherra hafnaði því alfarið í niðurstöðu sinni í gær. Lára segir að af þeim nokkru tugum skipuðu embættismanna sem starfi í stjórnsýslunni séu aðeins örfáir ekki yfirmenn stofnana eða deilda eins og Helgi Magnús. Vegna þessarar sérstöðu telur Lára erfitt að álykta að niðurstaðan í máli Helga Magnúsar hafi víðtæk áhrif fyrir opinberar starfsmenn sem fá áminningu eða eru leystir frá störfum almennt. Í þeirra tilfelli hefur yfirmaður þeirra bæði heimild til þess að áminna og vísa úr starfi ef tilefni er til. Þau mál komi ekki til kasta ráðherra. „Að ætla að fara draga alltof víðtækar ályktanir af þessu fyrir alla heild opinberra starfsmanna, það er ekki hægt,“ segir Lára. Sigríður Friðjónsdóttir, ríkissaksóknari, áminnti Helga Magnús árið 2022, þá vegna ummæla um hælisleitendur og samkynhneigða karlmenn. Hún bað ráðherra svo um að víkja honum úr starfi eftir að hann gerðist aftur sekur um óviðeigandi opinbert orðfæri fyrr á þessu ári.Vísir/Vilhelm Ráðherrar leggi ekki línurnar fyrir dómstóla Oft er tekist á um brottvikningu opinberra starfsmanna fyrir dómstólum. Lára segir að vel geti verið að einhver gæti reynt að grípa til sömu raka og ráðherra notaði til þess að réttlæta hegðun vararíkissaksóknara með vísun til sérstakra aðstæðna vegna hótana sem hann sætti. Þá gildi hins vegar almennar reglur um áminningarferli og brottvikningu opinberra starfsmanna. „Auðvitað er alltaf verið að karpa um það hvort hegðun hafi verið ámælisverð og hvort viðkomandi hafi sýnt bætta hegðun en það er sami yfirmaðurinn sem metur hvoru tveggja. Það er ekki hægt að vísa þessu til ráðherra neitt,“ segir Lára. Þótt dómstólar líti til alls konar sjónarmiða og meti hvert mál fyrir sig leggi ráðherrar ekki línurnar fyrir dómstóla. Stjórnsýsla Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Tengdar fréttir Dómsmálaráðherra hafi ekki staðið með tjáningarfrelsinu Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari segir þungu fargi létt af sér eftir að dómsmálaráðherra tilkynnti að hann yrði ekki leystur frá störfum. Hann segist þó ekki ánægður með rökstuðning dómsmálaráðherra og að hún hafi ekki staðið með tjáningarfrelsinu. Ríkissaksóknari segir ekki unnt að upplýsa um næstu skref að svo stöddu. 10. september 2024 09:36 Sigríður segir háttsemi Helga Magnúsar ekki sæmandi embætti ríkissaksóknara Ríkissaksóknari ítrekar að henni hafi borið að áminna vararíkissaksóknara vegna ósæmilegrar hegðunar fyrir tveimur árum og senda mál hans til dómsmálaráðuneytisins á þessu ári þegar hann hélt uppteknum hætti. Háttsemi hans hafi verið ósæmileg og ósamræmanleg embætti Ríkissaksóknara og varpað rýrð á embættið. 5. september 2024 19:22 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra, ákvað að verða ekki við beiðni Sigríðar Friðjónsdóttur, ríkissaksóknara, um að víkja Helga Magnúsi Gunnarssyni, vararíkissaksóknara, tímabundið úr starfi vegna opinberrar tjáningar hans. Ráðherrann taldi ummæli sem Helgi Magnús viðhafði um innflytjendur, flóttafólk, tiltekin samtök og lögmann óviðeigandi, í ósamræmi við stöðu hans sem embættismanns og verið til þess fallin að draga úr og grafa undan trúverðugleika embættis ríkissaksóknara og ákæruvaldsins í heild. Hins vegar þótti ráðherra sérstakar aðstæður réttlæta þessi ummæli og veita honum aukið svigrúm til tjáningar. Helgi Magnús hefur sagst hafa legið undan hótunum manns sem var nýlega dæmdur til fangelsisvistar. Lára V. Júlíusdóttir, lögmaður og sérfræðingur í vinnurétti, segir að hægt sé að velta fyrir sér hvort að röksemdafærsla ráðherra sé rökrétt í ljósi þess að hann taldi Helga Magnús hafa gert eitthvað sem hann mátti ekki en það sé ráðherrans að taka þá ákvörðun. „Þetta er alveg á brúninni. Þetta er mjög matskennt hvar á að draga línuna. Mér finnst niðurstaðan bara vera ágæt og ég bara vona að þessu fólki lánist að vinna saman áfram eins og hingað til þrátt fyrir þetta,“ segir Lára í samtali við Vísi. Örfáir embættismenn í sömu stöðu og vararíkissaksóknari Staðan sem kom upp hjá embætti ríkissaksóknara var afar sérstök, að mati Láru. Ríkissaksóknari er yfirmaður vararíkissaksóknari en báðir eru skipaðir embættismenn. Þetta þýddi að ríkissaksóknari gat veitt undirmanni sínum áminningu fyrir óviðeigandi ummæli árið 2022 en ekki fylgt henni eftir með brottvikningu þegar hann fór aftur yfir strikið á þessu ári. Áminningarvaldið hvíldi þess í stað hjá ráðherra. Helgi Magnús hélt því raunar fram að ríkissaksóknari hefði ekki heimild til þess að áminna sig. Ráðherra hafnaði því alfarið í niðurstöðu sinni í gær. Lára segir að af þeim nokkru tugum skipuðu embættismanna sem starfi í stjórnsýslunni séu aðeins örfáir ekki yfirmenn stofnana eða deilda eins og Helgi Magnús. Vegna þessarar sérstöðu telur Lára erfitt að álykta að niðurstaðan í máli Helga Magnúsar hafi víðtæk áhrif fyrir opinberar starfsmenn sem fá áminningu eða eru leystir frá störfum almennt. Í þeirra tilfelli hefur yfirmaður þeirra bæði heimild til þess að áminna og vísa úr starfi ef tilefni er til. Þau mál komi ekki til kasta ráðherra. „Að ætla að fara draga alltof víðtækar ályktanir af þessu fyrir alla heild opinberra starfsmanna, það er ekki hægt,“ segir Lára. Sigríður Friðjónsdóttir, ríkissaksóknari, áminnti Helga Magnús árið 2022, þá vegna ummæla um hælisleitendur og samkynhneigða karlmenn. Hún bað ráðherra svo um að víkja honum úr starfi eftir að hann gerðist aftur sekur um óviðeigandi opinbert orðfæri fyrr á þessu ári.Vísir/Vilhelm Ráðherrar leggi ekki línurnar fyrir dómstóla Oft er tekist á um brottvikningu opinberra starfsmanna fyrir dómstólum. Lára segir að vel geti verið að einhver gæti reynt að grípa til sömu raka og ráðherra notaði til þess að réttlæta hegðun vararíkissaksóknara með vísun til sérstakra aðstæðna vegna hótana sem hann sætti. Þá gildi hins vegar almennar reglur um áminningarferli og brottvikningu opinberra starfsmanna. „Auðvitað er alltaf verið að karpa um það hvort hegðun hafi verið ámælisverð og hvort viðkomandi hafi sýnt bætta hegðun en það er sami yfirmaðurinn sem metur hvoru tveggja. Það er ekki hægt að vísa þessu til ráðherra neitt,“ segir Lára. Þótt dómstólar líti til alls konar sjónarmiða og meti hvert mál fyrir sig leggi ráðherrar ekki línurnar fyrir dómstóla.
Stjórnsýsla Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Tengdar fréttir Dómsmálaráðherra hafi ekki staðið með tjáningarfrelsinu Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari segir þungu fargi létt af sér eftir að dómsmálaráðherra tilkynnti að hann yrði ekki leystur frá störfum. Hann segist þó ekki ánægður með rökstuðning dómsmálaráðherra og að hún hafi ekki staðið með tjáningarfrelsinu. Ríkissaksóknari segir ekki unnt að upplýsa um næstu skref að svo stöddu. 10. september 2024 09:36 Sigríður segir háttsemi Helga Magnúsar ekki sæmandi embætti ríkissaksóknara Ríkissaksóknari ítrekar að henni hafi borið að áminna vararíkissaksóknara vegna ósæmilegrar hegðunar fyrir tveimur árum og senda mál hans til dómsmálaráðuneytisins á þessu ári þegar hann hélt uppteknum hætti. Háttsemi hans hafi verið ósæmileg og ósamræmanleg embætti Ríkissaksóknara og varpað rýrð á embættið. 5. september 2024 19:22 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Dómsmálaráðherra hafi ekki staðið með tjáningarfrelsinu Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari segir þungu fargi létt af sér eftir að dómsmálaráðherra tilkynnti að hann yrði ekki leystur frá störfum. Hann segist þó ekki ánægður með rökstuðning dómsmálaráðherra og að hún hafi ekki staðið með tjáningarfrelsinu. Ríkissaksóknari segir ekki unnt að upplýsa um næstu skref að svo stöddu. 10. september 2024 09:36
Sigríður segir háttsemi Helga Magnúsar ekki sæmandi embætti ríkissaksóknara Ríkissaksóknari ítrekar að henni hafi borið að áminna vararíkissaksóknara vegna ósæmilegrar hegðunar fyrir tveimur árum og senda mál hans til dómsmálaráðuneytisins á þessu ári þegar hann hélt uppteknum hætti. Háttsemi hans hafi verið ósæmileg og ósamræmanleg embætti Ríkissaksóknara og varpað rýrð á embættið. 5. september 2024 19:22