Sigmundur veit ekki hvort hann á að hlæja eða gráta Jakob Bjarnar skrifar 10. september 2024 13:29 Sigmundur Davíð gefur lítið fyrir nýtt fjármálafrumvarp sem Sigurður Ingi kynnti í morgun. Reyndar fer hann um það hinum háðuglegustu orðum. vísir/vilhelm „Ég er búinn að vera í þessum bransa í 15 ár og mér er til efs að ég hafi nokkru sinni séð eins gott fjárlagafrumvarp, það nálgast það að geta heitið fullkomið,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins, inntur eftir viðbrögðum við nýju fjárlagafrumvarpi sem Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra kynnti í morgun. Vísir hefur í morgun leitað viðbragða hjá stjórnarandstöðunni og þar eru engar bjartsýnisraddir uppi: Inga Sæland formaður Flokks fólksins gefur frumvarpinu falleinkunn og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Viðreisn var forviða: „Það er ekki fyrr en haustið 2026 sem er verið að tala um að það eigi að ná einhverjum markmiðum!“ Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingar sagði frumvarpið lýsa því að ríkisstjórnarsamstarfið væri orðið stórháskalegt fyrir efnahagsástandið. Sigmundur Davíð hins vegar sér ekki annað í stöðunni en bregða fyrir sig háði. „Raunin er sú að ég hef kviðið því að sjá þetta frumvarp, nú birtist það og þar er meira af því sama frá ríkisstjórn sem hefur aukið útgjöld ríkisins hraðar og meira en nokkur önnur ríkisstjórn sögunnar.“ Sigmundur Davíð segir að setja verði hlutina í samhengi. „Það virðist stefna í það núna að þegar þetta flokkasamstarf lýkur sínum störfum frá 2017, að þá verði útgjöldin orðin tvöföld. Raunvöxtur, ef við gefum þeim út af verðbólgunni sem þau bjuggu til, verður 40 til 50 prósent. Að óreyndu hefði ég ekki talið að þetta væri hægt.“ Að mati Sigmundar er þetta óleysanleg ráðgáta, kannski sú mesta sem þjóðin stendur frammi fyrir því allt er þetta í hennar boði. „Í hvað fóru þessi útgjöld? Ekki er heilbrigðiskerfið betra. Ekki menntakerfið. Hvernig er hægt að eyða svona miklum peningum? Það sem ríkisstjórnin fékk var verðbólga, nokkuð sem aðrar þjóðir sem við miðum okkur við hafa náð tökum á. Hér hins vegar myndaði Covid nýtt gólf í útgjöldum og nú er byrjað að bæta þar ofan á.“ Og enn virðist stjórnin ætla að leiða verðbólguna, ekki aðeins með útgjaldavexti heldur einnig með hækkun gjalda. Sigmundur Davíð lýsir því svo að þegar hann var í ríkisstjórn hafi hugmyndin verið sú að ríkið myndi hætta að leiða verðhækkanir um hver áramót. Hún ætti að elta og heldur reyna að halda í við verðhækkanir og gjöld sem lögð eru á almenning. „Nú ætla þau að hækka gjöldin um 2,5 prósent, en þegar betur er að gáð hækka kolefnisgjöld um 60 prósent milli ára! En þau vilja ekki telja það með því það eru stimpluð sem græn gjöld. Refsiskattar á almenning. Það á að líta fram hjá þeim þegar þetta frumvarp er metið.“ Og engin merki eru að sjá í nýju fjárlagafrumvarpi sem taka mið af ábendingum Seðlabankans, engan stuðning við markmið úr þeim búðum um að ná niður verðbólgu og vöxtum. „Áframhaldandi raunaukning milli ára. En með fylgja auðvitað ýmis áform sem næstu ríkisstjórnum er ætlað að klára og fjármagna á annan hátt,“ segir Sigmundur Davíð og veit ekki hvort hann á að hlæja eða gráta þegar nýtt fjárlagafrumvarp Sigurðar Inga er annars vegar. Fjárlagafrumvarp 2025 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Miðflokkurinn Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent Fleiri fréttir Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Sjá meira
Vísir hefur í morgun leitað viðbragða hjá stjórnarandstöðunni og þar eru engar bjartsýnisraddir uppi: Inga Sæland formaður Flokks fólksins gefur frumvarpinu falleinkunn og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Viðreisn var forviða: „Það er ekki fyrr en haustið 2026 sem er verið að tala um að það eigi að ná einhverjum markmiðum!“ Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingar sagði frumvarpið lýsa því að ríkisstjórnarsamstarfið væri orðið stórháskalegt fyrir efnahagsástandið. Sigmundur Davíð hins vegar sér ekki annað í stöðunni en bregða fyrir sig háði. „Raunin er sú að ég hef kviðið því að sjá þetta frumvarp, nú birtist það og þar er meira af því sama frá ríkisstjórn sem hefur aukið útgjöld ríkisins hraðar og meira en nokkur önnur ríkisstjórn sögunnar.“ Sigmundur Davíð segir að setja verði hlutina í samhengi. „Það virðist stefna í það núna að þegar þetta flokkasamstarf lýkur sínum störfum frá 2017, að þá verði útgjöldin orðin tvöföld. Raunvöxtur, ef við gefum þeim út af verðbólgunni sem þau bjuggu til, verður 40 til 50 prósent. Að óreyndu hefði ég ekki talið að þetta væri hægt.“ Að mati Sigmundar er þetta óleysanleg ráðgáta, kannski sú mesta sem þjóðin stendur frammi fyrir því allt er þetta í hennar boði. „Í hvað fóru þessi útgjöld? Ekki er heilbrigðiskerfið betra. Ekki menntakerfið. Hvernig er hægt að eyða svona miklum peningum? Það sem ríkisstjórnin fékk var verðbólga, nokkuð sem aðrar þjóðir sem við miðum okkur við hafa náð tökum á. Hér hins vegar myndaði Covid nýtt gólf í útgjöldum og nú er byrjað að bæta þar ofan á.“ Og enn virðist stjórnin ætla að leiða verðbólguna, ekki aðeins með útgjaldavexti heldur einnig með hækkun gjalda. Sigmundur Davíð lýsir því svo að þegar hann var í ríkisstjórn hafi hugmyndin verið sú að ríkið myndi hætta að leiða verðhækkanir um hver áramót. Hún ætti að elta og heldur reyna að halda í við verðhækkanir og gjöld sem lögð eru á almenning. „Nú ætla þau að hækka gjöldin um 2,5 prósent, en þegar betur er að gáð hækka kolefnisgjöld um 60 prósent milli ára! En þau vilja ekki telja það með því það eru stimpluð sem græn gjöld. Refsiskattar á almenning. Það á að líta fram hjá þeim þegar þetta frumvarp er metið.“ Og engin merki eru að sjá í nýju fjárlagafrumvarpi sem taka mið af ábendingum Seðlabankans, engan stuðning við markmið úr þeim búðum um að ná niður verðbólgu og vöxtum. „Áframhaldandi raunaukning milli ára. En með fylgja auðvitað ýmis áform sem næstu ríkisstjórnum er ætlað að klára og fjármagna á annan hátt,“ segir Sigmundur Davíð og veit ekki hvort hann á að hlæja eða gráta þegar nýtt fjárlagafrumvarp Sigurðar Inga er annars vegar.
Fjárlagafrumvarp 2025 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Miðflokkurinn Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent Fleiri fréttir Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Sjá meira