Ríkisstjórn í megrun en borðar jafn mikið og hreyfir sig ekkert Sunna Sæmundsdóttir skrifar 10. september 2024 12:08 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar og Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, gagnrýna fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Ríkisstjórnin axlar enga ábyrgð á verðbólgunni að mati formanns flokks Fólksins sem gefur nýju fjárlagafrumvarpi falleinkunn. Þingmaður Viðreisnar segir ráðherra í engum takti við raunveruleikann. „Skilaboð ráðherra og ríkisstjórnar eru að þetta sé allt saman að koma þegar við vitum öll að verðbólga og vextir eru stóra viðfangsefnið. Það er ekki fyrr en haustið 2026 sem er verið að tala um að það eigi að ná einhverjum markmiðum. Þá verðum við að horfa á áttatíu mánaða samfellt verðbólgutímabil,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, sem segist hafa hlýtt nokkuð undrandi á kynningu ráðherra í morgun. Ekki nærri landi Samkvæmt frumvarpinu er gert ráð fyrir 4,1 prósenta útgjaldavexti á næsta ári, sem er minni útgjaldaaukning en á síðustu árum. Þorbjörg segir það ekki duga til. „Þetta er eins og að fara í megrun en ætla hvorki að innbyrða færri kaloríur né hreyfa sig meira og segja að árangurinn geti náðst fram. Það er ekki verið að gera það sem þarf að gera, sem er að horfa á reksturinn og skoða hvað sé hægt að kæla. Draga úr útgjöldum til að hjálpa Seðlabankanum að ná niður verðbólgunni til þess að vextir geti lækkað,“ segir Þorbjörg. „Það vantar aðhald og þetta eru ekki markviss skref. Ríkisstjórnin er í raun að setja sér það markmið að fitna aðeins hægar og er ekki í neinni stöðu til að segja við heimili og fyrirtæki að við séum að komast að landi. Það bara einfaldlega er ekki rétt.“ Inga Sæland, formaður Flokksins, er einnig gagnrýnin á fjárlagafrumvarpið og telur það einkennast af ákvarðanafælni. „Yfirskriftin á þeim má segja að sé „þetta reddast allt“ og svo á bara að treysta á guð og lukkuna um að verðbólgan og vaxtaokrið fari niður af sjálfu sér,“ segir Inga. Hún gerir athugasemd við útgjaldavöxt og gagnrýnir forgangsröðun. „Það er ekkert í sambandi við öryggi í húsnæðismálum né heldur verið að taka utan um þá sem þurfa aðstoð að halda. Það er verið að rétta bönkunum áfram heimili landsmanna sem eru skuldug og skuldug lítil og meðalstór fyrirtæki. Það á bara að setja þetta allt í græðgiskjaft bankanna,“ segir Inga ómyrk í máli. „Þau ætla ekki að taka neina ábyrgð heldur bara leyfa seðlabankastjóra að halda áfram með sinn hamar, þar sem öll hans viðfangsefni og allir naglar eru stýrivextir. Þannig að því miður, ég gef þeim algjöra falleinkunn,“ segir Inga Sæland. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Fjárlagafrumvarp 2025 Flokkur fólksins Viðreisn Mest lesið Farið yfir dóminn: Albert metinn trúverðugri en konan Innlent Albert sýknaður Innlent Greip til hnífs því hún óttaðist að sonurinn kæmi að sér látinni Innlent Engin niðurstaða á fundi Sjálfstæðisflokksins Innlent Bein útsending: „Óveður aldarinnar“ skellur á Flórída Erlent Þorði ekki að hringja í lögregluna eftir að hafa kveikt í sumarbústað Innlent Þyrlan kölluð út vegna tilkynningar um hvítabirni Innlent Lýsir hrottafengnu ofbeldi í Reykholti: Bundinn á meðan köldu vatni var bunað á hann Innlent Mikið tjón eftir að herbergið fylltist af vatni Innlent Erlendur ferðamaður fannst látinn við Stuðlagil Innlent Fleiri fréttir Safnast í kvikuhólfið en ómögulegt að segja hvenær gýs Örfáar raddir nýti sér Kveik sem vopn gegn skátum Vonast til að fleiri fái niðurgreiðslu á sprautunni Netverjar keppast við að tjá sig um fundinn Talið að snjór hafi villt um fyrir ferðamönnum Kornbændur á Suðurlandi bera sig vel Þyrlan kölluð út vegna tilkynningar um hvítabirni „Meðvituð um að það eru veikleikar í stjórnarsamstarfinu“ Hver er framtíð ríkisstjórnarinnar? Allir tónlistarkennararnir til í verkfall Þórarinn víkur sem formaður Sameykis Þurfi ekki skarpskyggni til að sjá krísuástandið Sjálfstæðisflokkurinn tilbúinn í kosningar Lýsir hrottafengnu ofbeldi í Reykholti: Bundinn á meðan köldu vatni var bunað á hann Engin niðurstaða á fundi Sjálfstæðisflokksins Dæmdur fyrir að nema eigið barn á brott Miður að misbrestur hafi orðið í þjónustu neyðarmóttökunnar Efla Hagstofuna í kjölfar talnaruglsins Grunar að veikindi flugáhafna tengist efni sem finnst í smurolíu Viðskiptalífið sérstaklega áhugasamt um að fylgja Höllu út „Grafalvarlegt mál“ ef af verkföllum verður „Þetta er allt komið í einhvern hrærigraut“ Ríkisstjórn í vanda stödd Þyrlan kölluð út vegna slyss en afturkölluð „Ég leyni því ekki að við erum í vanda stödd“ Halda íshellaferðum áfram þrátt fyrir að fá ekki leyfi Sjö vilja verða varaseðlabankastjóri Þögull sem gröfin um aðgerðir í öðrum framhaldsskóla Bein útsending: Nýir tímar í landbúnaði Greip til hnífs því hún óttaðist að sonurinn kæmi að sér látinni Sjá meira
„Skilaboð ráðherra og ríkisstjórnar eru að þetta sé allt saman að koma þegar við vitum öll að verðbólga og vextir eru stóra viðfangsefnið. Það er ekki fyrr en haustið 2026 sem er verið að tala um að það eigi að ná einhverjum markmiðum. Þá verðum við að horfa á áttatíu mánaða samfellt verðbólgutímabil,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, sem segist hafa hlýtt nokkuð undrandi á kynningu ráðherra í morgun. Ekki nærri landi Samkvæmt frumvarpinu er gert ráð fyrir 4,1 prósenta útgjaldavexti á næsta ári, sem er minni útgjaldaaukning en á síðustu árum. Þorbjörg segir það ekki duga til. „Þetta er eins og að fara í megrun en ætla hvorki að innbyrða færri kaloríur né hreyfa sig meira og segja að árangurinn geti náðst fram. Það er ekki verið að gera það sem þarf að gera, sem er að horfa á reksturinn og skoða hvað sé hægt að kæla. Draga úr útgjöldum til að hjálpa Seðlabankanum að ná niður verðbólgunni til þess að vextir geti lækkað,“ segir Þorbjörg. „Það vantar aðhald og þetta eru ekki markviss skref. Ríkisstjórnin er í raun að setja sér það markmið að fitna aðeins hægar og er ekki í neinni stöðu til að segja við heimili og fyrirtæki að við séum að komast að landi. Það bara einfaldlega er ekki rétt.“ Inga Sæland, formaður Flokksins, er einnig gagnrýnin á fjárlagafrumvarpið og telur það einkennast af ákvarðanafælni. „Yfirskriftin á þeim má segja að sé „þetta reddast allt“ og svo á bara að treysta á guð og lukkuna um að verðbólgan og vaxtaokrið fari niður af sjálfu sér,“ segir Inga. Hún gerir athugasemd við útgjaldavöxt og gagnrýnir forgangsröðun. „Það er ekkert í sambandi við öryggi í húsnæðismálum né heldur verið að taka utan um þá sem þurfa aðstoð að halda. Það er verið að rétta bönkunum áfram heimili landsmanna sem eru skuldug og skuldug lítil og meðalstór fyrirtæki. Það á bara að setja þetta allt í græðgiskjaft bankanna,“ segir Inga ómyrk í máli. „Þau ætla ekki að taka neina ábyrgð heldur bara leyfa seðlabankastjóra að halda áfram með sinn hamar, þar sem öll hans viðfangsefni og allir naglar eru stýrivextir. Þannig að því miður, ég gef þeim algjöra falleinkunn,“ segir Inga Sæland.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Fjárlagafrumvarp 2025 Flokkur fólksins Viðreisn Mest lesið Farið yfir dóminn: Albert metinn trúverðugri en konan Innlent Albert sýknaður Innlent Greip til hnífs því hún óttaðist að sonurinn kæmi að sér látinni Innlent Engin niðurstaða á fundi Sjálfstæðisflokksins Innlent Bein útsending: „Óveður aldarinnar“ skellur á Flórída Erlent Þorði ekki að hringja í lögregluna eftir að hafa kveikt í sumarbústað Innlent Þyrlan kölluð út vegna tilkynningar um hvítabirni Innlent Lýsir hrottafengnu ofbeldi í Reykholti: Bundinn á meðan köldu vatni var bunað á hann Innlent Mikið tjón eftir að herbergið fylltist af vatni Innlent Erlendur ferðamaður fannst látinn við Stuðlagil Innlent Fleiri fréttir Safnast í kvikuhólfið en ómögulegt að segja hvenær gýs Örfáar raddir nýti sér Kveik sem vopn gegn skátum Vonast til að fleiri fái niðurgreiðslu á sprautunni Netverjar keppast við að tjá sig um fundinn Talið að snjór hafi villt um fyrir ferðamönnum Kornbændur á Suðurlandi bera sig vel Þyrlan kölluð út vegna tilkynningar um hvítabirni „Meðvituð um að það eru veikleikar í stjórnarsamstarfinu“ Hver er framtíð ríkisstjórnarinnar? Allir tónlistarkennararnir til í verkfall Þórarinn víkur sem formaður Sameykis Þurfi ekki skarpskyggni til að sjá krísuástandið Sjálfstæðisflokkurinn tilbúinn í kosningar Lýsir hrottafengnu ofbeldi í Reykholti: Bundinn á meðan köldu vatni var bunað á hann Engin niðurstaða á fundi Sjálfstæðisflokksins Dæmdur fyrir að nema eigið barn á brott Miður að misbrestur hafi orðið í þjónustu neyðarmóttökunnar Efla Hagstofuna í kjölfar talnaruglsins Grunar að veikindi flugáhafna tengist efni sem finnst í smurolíu Viðskiptalífið sérstaklega áhugasamt um að fylgja Höllu út „Grafalvarlegt mál“ ef af verkföllum verður „Þetta er allt komið í einhvern hrærigraut“ Ríkisstjórn í vanda stödd Þyrlan kölluð út vegna slyss en afturkölluð „Ég leyni því ekki að við erum í vanda stödd“ Halda íshellaferðum áfram þrátt fyrir að fá ekki leyfi Sjö vilja verða varaseðlabankastjóri Þögull sem gröfin um aðgerðir í öðrum framhaldsskóla Bein útsending: Nýir tímar í landbúnaði Greip til hnífs því hún óttaðist að sonurinn kæmi að sér látinni Sjá meira