Geta haldið bæjum á Reykjanesi frostfríum með nýfundnum jarðhita Kjartan Kjartansson skrifar 9. september 2024 16:03 Heitavatnslaust varð á Suðurnesjum þegar lögn frá orkuverinu á Svartsengi fór undir hraun í febrúar. Í kjölfarið var ráðist í neyðarviðbragð til þess að finna önnur jarðhitasvæði sem gætu fyllt í skarð Svartsengis þar sem eldgos eru nú tíð. Vísir/Vilhelm Jarðhitaleit á Reykjanesi sem var flýtt vegna hættunnar á að eldhræringarnar þar yllu heitavatnsleysi hefur borið árangur umfram væntingar. Þrjár rannsóknarborholur eru sagðar nýtanlegar hver með sínum hætti. Frá þessu var greint í kynningu Guðlaugs Þór Þórðarsonar, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, og Árna Magnússonar, forstjóra Íslenskra orkurannsókna (ÍSOR) í dag. Ráðist var í lághitaleit á Reykjanesi sem neyðarviðbragð eftir að heitavatnslaust varð á Suðurnesjum þegar Njarðvíkurlögn frá Svartsengi fór í sundur þegar hraun rann yfir hana frá eldgosi í byrjun febrúar. Hröð handtök og viðbrögð eru sögð hafa forðað því að stórkostlegar skemmdir hefðu orðið á innviðum en mikið frost var þegar lögnin rofnaði. Markmiðið var að finna lághitavatn sem væri hægt að nota til hitaveitu í neyð. Hefðbundin lághitaleit af þessu tagi er sögð taka fleiri mánuði og jafnvel ár í undirbúningi og framkvæmd. Ein holan gæti annað fjórðungi heitavatnsþarfar Þrjár djúpar rannsóknarholur voru boraðar við heitavatnsleitina en staðsetning þeirra var valin út frá jarðfræðilegum vísbendingum en einnig með nálægð við innviði og náttúruvá í huga. Holurnar reyndust allar nýtanlegar á sinn hátt, ýmist til húshitunar eða í ýmis konar atvinnustarfsemi. Í kynningunni kom fram að með þeim mætti halda Reykjanesbæ, Vogum og Suðurnesjabæ frostfríum og líklega anna eðlilegri lágmarksnotkun til skemmri tíma. Romshvalsnes á Miðnesheiði, sem er kennt við Rockville frá tíð Bandaríkjahers, er sérstaklega sagt efnilegt svæði til frekari borana. Líklegt sé að vinnsla þaðan geti orðið mikilvægur þáttur í orkuöflun í Reykjanesbæ og Suðurnesjabæ í náinni framtíð. Áætlað er að holan gæti mögulega útvegað um fjórðung þess heita vatns sem þarf á Suðurnesjum. Frekari mælingar á holunum eru næstar á dagskrá, útfærsla á dælum, varmaskiptum og lögnum svo að þær verði tiltækar til vinnslu. Þá kom fram að hefja þyrfti rannsóknir til þess að tryggja að Vogar hefðu aðgang að heitu vatni til framtíðar, færi svo að það fengist ekki lengur frá Svartsengi. Orkumál Jarðhiti Eldgos á Reykjanesskaga Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vogar Tengdar fréttir Unnið að viðgerð og vegagerð í alla nótt „Þetta gekk vel. Það var tíðindalítið þegar kemur að eldgosinu en það hefur mikil vinna farið fram í nótt,“ segir Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri Almannavarna, um fregnir næturinnar. 9. febrúar 2024 07:09 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Fleiri fréttir Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Sjá meira
Frá þessu var greint í kynningu Guðlaugs Þór Þórðarsonar, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, og Árna Magnússonar, forstjóra Íslenskra orkurannsókna (ÍSOR) í dag. Ráðist var í lághitaleit á Reykjanesi sem neyðarviðbragð eftir að heitavatnslaust varð á Suðurnesjum þegar Njarðvíkurlögn frá Svartsengi fór í sundur þegar hraun rann yfir hana frá eldgosi í byrjun febrúar. Hröð handtök og viðbrögð eru sögð hafa forðað því að stórkostlegar skemmdir hefðu orðið á innviðum en mikið frost var þegar lögnin rofnaði. Markmiðið var að finna lághitavatn sem væri hægt að nota til hitaveitu í neyð. Hefðbundin lághitaleit af þessu tagi er sögð taka fleiri mánuði og jafnvel ár í undirbúningi og framkvæmd. Ein holan gæti annað fjórðungi heitavatnsþarfar Þrjár djúpar rannsóknarholur voru boraðar við heitavatnsleitina en staðsetning þeirra var valin út frá jarðfræðilegum vísbendingum en einnig með nálægð við innviði og náttúruvá í huga. Holurnar reyndust allar nýtanlegar á sinn hátt, ýmist til húshitunar eða í ýmis konar atvinnustarfsemi. Í kynningunni kom fram að með þeim mætti halda Reykjanesbæ, Vogum og Suðurnesjabæ frostfríum og líklega anna eðlilegri lágmarksnotkun til skemmri tíma. Romshvalsnes á Miðnesheiði, sem er kennt við Rockville frá tíð Bandaríkjahers, er sérstaklega sagt efnilegt svæði til frekari borana. Líklegt sé að vinnsla þaðan geti orðið mikilvægur þáttur í orkuöflun í Reykjanesbæ og Suðurnesjabæ í náinni framtíð. Áætlað er að holan gæti mögulega útvegað um fjórðung þess heita vatns sem þarf á Suðurnesjum. Frekari mælingar á holunum eru næstar á dagskrá, útfærsla á dælum, varmaskiptum og lögnum svo að þær verði tiltækar til vinnslu. Þá kom fram að hefja þyrfti rannsóknir til þess að tryggja að Vogar hefðu aðgang að heitu vatni til framtíðar, færi svo að það fengist ekki lengur frá Svartsengi.
Orkumál Jarðhiti Eldgos á Reykjanesskaga Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vogar Tengdar fréttir Unnið að viðgerð og vegagerð í alla nótt „Þetta gekk vel. Það var tíðindalítið þegar kemur að eldgosinu en það hefur mikil vinna farið fram í nótt,“ segir Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri Almannavarna, um fregnir næturinnar. 9. febrúar 2024 07:09 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Fleiri fréttir Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Sjá meira
Unnið að viðgerð og vegagerð í alla nótt „Þetta gekk vel. Það var tíðindalítið þegar kemur að eldgosinu en það hefur mikil vinna farið fram í nótt,“ segir Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri Almannavarna, um fregnir næturinnar. 9. febrúar 2024 07:09