Höfundalögin „þarfnast ástar“ til að virka Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. september 2024 13:36 Stjórnarformaður Félags rétthafa í sjónvarps- og kvikmyndaiðnaði segist óska þess að einhver ráðherra í ríkisstjórninni tæki höfundaréttamál upp á sína arma og sinnti málaflokknum svo sómi sé af. Efst á óskalistanum sé að uppfæra höfundalögin. Vísir/aðsend Stjórnarformaður Félags rétthafa í sjónvarps- og kvikmyndaiðnaði kallar eftir því ráðherra breyti höfundalögum á Íslandi og uppfæri til samræmis við nútímann. Allur hugverkaiðnaðurinn sé undir sem neyðist til að styðja sig við úrelt lög. Málaflokkurinn „þarfnast ástar,“ líkt og stjórnarformaðurinn komst að orði, einkar skemmtilega. Fróði Steingrímsson, stjórnarformaður Félags rétthafa í sjónvarps- og kvikmyndaiðnaði, kom í gær fram á ráðstefnu um ólöglega dreifingu sjónvarpsefnis sem sífellt fleiri Íslendingar taka þátt í. Með ólöglegri sjónvarpsþjónustu er átt við aðila sem stela efni frá rétthöfum og selja áfram til þriðja aðila, á umtalsvert lægra verði. Sjá nánar frétt Vísis: „Gamla fólkið á Spáni vill fá sitt íslenska sjónvarp“ Fróði segir að það sé djúpstætt vandamál hversu samþykkt það er í samfélaginu að nota slíka þjónustu. Stilla þurfi hugverki, óáþreifanlegum eignum, upp við hlið áþreifanlegra eigna. „Því þetta eru jafn mikilvægar eignir og þær sem eru áþreifanlegar. En lögin okkar, höfundalögin sem halda utan um þennan málaflokk þau endurspegla þetta ekki. Af þeim má ekki lesa að þetta séu jafn mikilvægar eignir og hinar áþreifanlegu. Refsiramminn í höfundalögunum er bara tvö ár, í mesta lagi, sem þýðir í raun og veru að þeir sem brjóta gegn höfundalögum eru líklega aldrei einu sinni að fara að sitja í fangelsi, sama hversu gróflega þeir brjóta gegn þeim.“ Löggjöfin er síðan 1972, áður en veraldarvefurinn kom til sögunnar en síðan þá hefur hluti löggjafarinnar verið uppfærður en annað ekki. „Öll höfundaréttabrot fara í gegnum internetið. Það er ýmislegt í orðalagi laganna sem er órætt og þarf að túlka. Það þarf að heimafæra upp á nútímann og það er dálítið torsótt að fá ákæruvaldið til að heimfæra brot upp á höfundalög.“ Erfiðlega hafi gengið að fá ráðherra í ríkisstjórninni til að taka þennan málaflokk til sín. „Það er mennta- og viðskiptaráðuneytið og það er nýsköpunarráðuneytið sem er hagsmunagæsluaðili fyrir þennan málaflokk, það eru ekki bara sjónvarpsréttindi sem eru undir, það er bara allur hugverkaiðnaður Íslands sem styðst við verndina í höfundalögum þannig að það er ekkert smávegis sem þarf að passa upp á þarna.“ Fjarskipti Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Bíó og sjónvarp Höfundarréttur Tengdar fréttir Jón Einar sakfelldur fyrir umfangsmikla sjónræningjastarfsemi Jón Einar Eysteinsson, athafnamaður á Spáni, hefur verið dæmdur til að sæta fangelsi í 60 daga – skilorðsbundið. Og fallist er á bótakröfu á hendur honum af hálfu Stöðvar 2. Þetta er fyrir að hafa gegn betri vitund selt ótilgreindum fjölda fólks aðgang að læstri dagskrá sjónvarpsstöðva í gegnum streymisveitu sína. 11. júlí 2024 13:43 „Gamla fólkið á Spáni vill fá sitt íslenska sjónvarp“ Sýn hefur höfðað mál á hendur Jóni Einari Eysteinssyni fyrir að hafa gegn betri vitund selt ótilgreindum fjölda fólks aðgang að læstri dagskrá sjónvarpsstöðva og streymisveitu sinni. Jón Einar segir stefnuna koma sér spánskt fyrir sjónir. 26. maí 2023 13:26 Taka höndum saman gegn ólöglegri dreifingu sjónvarpsefnis Sýn og Síminn hafa skrifað undir samstarfssamning við samtökin NCP (Nordic Content Protection) um stafræna réttindavernd. Þetta kemur fram í tilkynningu. 15. febrúar 2024 10:09 Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Fróði Steingrímsson, stjórnarformaður Félags rétthafa í sjónvarps- og kvikmyndaiðnaði, kom í gær fram á ráðstefnu um ólöglega dreifingu sjónvarpsefnis sem sífellt fleiri Íslendingar taka þátt í. Með ólöglegri sjónvarpsþjónustu er átt við aðila sem stela efni frá rétthöfum og selja áfram til þriðja aðila, á umtalsvert lægra verði. Sjá nánar frétt Vísis: „Gamla fólkið á Spáni vill fá sitt íslenska sjónvarp“ Fróði segir að það sé djúpstætt vandamál hversu samþykkt það er í samfélaginu að nota slíka þjónustu. Stilla þurfi hugverki, óáþreifanlegum eignum, upp við hlið áþreifanlegra eigna. „Því þetta eru jafn mikilvægar eignir og þær sem eru áþreifanlegar. En lögin okkar, höfundalögin sem halda utan um þennan málaflokk þau endurspegla þetta ekki. Af þeim má ekki lesa að þetta séu jafn mikilvægar eignir og hinar áþreifanlegu. Refsiramminn í höfundalögunum er bara tvö ár, í mesta lagi, sem þýðir í raun og veru að þeir sem brjóta gegn höfundalögum eru líklega aldrei einu sinni að fara að sitja í fangelsi, sama hversu gróflega þeir brjóta gegn þeim.“ Löggjöfin er síðan 1972, áður en veraldarvefurinn kom til sögunnar en síðan þá hefur hluti löggjafarinnar verið uppfærður en annað ekki. „Öll höfundaréttabrot fara í gegnum internetið. Það er ýmislegt í orðalagi laganna sem er órætt og þarf að túlka. Það þarf að heimafæra upp á nútímann og það er dálítið torsótt að fá ákæruvaldið til að heimfæra brot upp á höfundalög.“ Erfiðlega hafi gengið að fá ráðherra í ríkisstjórninni til að taka þennan málaflokk til sín. „Það er mennta- og viðskiptaráðuneytið og það er nýsköpunarráðuneytið sem er hagsmunagæsluaðili fyrir þennan málaflokk, það eru ekki bara sjónvarpsréttindi sem eru undir, það er bara allur hugverkaiðnaður Íslands sem styðst við verndina í höfundalögum þannig að það er ekkert smávegis sem þarf að passa upp á þarna.“
Fjarskipti Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Bíó og sjónvarp Höfundarréttur Tengdar fréttir Jón Einar sakfelldur fyrir umfangsmikla sjónræningjastarfsemi Jón Einar Eysteinsson, athafnamaður á Spáni, hefur verið dæmdur til að sæta fangelsi í 60 daga – skilorðsbundið. Og fallist er á bótakröfu á hendur honum af hálfu Stöðvar 2. Þetta er fyrir að hafa gegn betri vitund selt ótilgreindum fjölda fólks aðgang að læstri dagskrá sjónvarpsstöðva í gegnum streymisveitu sína. 11. júlí 2024 13:43 „Gamla fólkið á Spáni vill fá sitt íslenska sjónvarp“ Sýn hefur höfðað mál á hendur Jóni Einari Eysteinssyni fyrir að hafa gegn betri vitund selt ótilgreindum fjölda fólks aðgang að læstri dagskrá sjónvarpsstöðva og streymisveitu sinni. Jón Einar segir stefnuna koma sér spánskt fyrir sjónir. 26. maí 2023 13:26 Taka höndum saman gegn ólöglegri dreifingu sjónvarpsefnis Sýn og Síminn hafa skrifað undir samstarfssamning við samtökin NCP (Nordic Content Protection) um stafræna réttindavernd. Þetta kemur fram í tilkynningu. 15. febrúar 2024 10:09 Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Jón Einar sakfelldur fyrir umfangsmikla sjónræningjastarfsemi Jón Einar Eysteinsson, athafnamaður á Spáni, hefur verið dæmdur til að sæta fangelsi í 60 daga – skilorðsbundið. Og fallist er á bótakröfu á hendur honum af hálfu Stöðvar 2. Þetta er fyrir að hafa gegn betri vitund selt ótilgreindum fjölda fólks aðgang að læstri dagskrá sjónvarpsstöðva í gegnum streymisveitu sína. 11. júlí 2024 13:43
„Gamla fólkið á Spáni vill fá sitt íslenska sjónvarp“ Sýn hefur höfðað mál á hendur Jóni Einari Eysteinssyni fyrir að hafa gegn betri vitund selt ótilgreindum fjölda fólks aðgang að læstri dagskrá sjónvarpsstöðva og streymisveitu sinni. Jón Einar segir stefnuna koma sér spánskt fyrir sjónir. 26. maí 2023 13:26
Taka höndum saman gegn ólöglegri dreifingu sjónvarpsefnis Sýn og Síminn hafa skrifað undir samstarfssamning við samtökin NCP (Nordic Content Protection) um stafræna réttindavernd. Þetta kemur fram í tilkynningu. 15. febrúar 2024 10:09
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent