Gaf dýrunum verðlaunaféð sitt frá Ólympíuleikunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. september 2024 23:15 Yaroslava Mahuchikh varð Ólympíumeistari í hástökki í París og hún er einnig eigandi heimsmetsins síðan fyrr í sumar. Getty/Pascal Le Segretain Úkraínski Ólympíumeistarinn og heimsmethafinn Yaroslava Mahuchikh fór öðruvísi leið þegar kom að verðlaunafé hennar frá Ólympíuleikunum í París. Mahuchikh vann Ólympíugullið í hástökki eftir að hafa fengið brons á ÓL í Tókýó þremur árum fyrr. Hún er líka heimsmeistari síðan í Búdapest í fyrra. Mánuði fyrir Ólympíuleikana sló Mahuchikh eitt elsta heimsmetið í bókinni þegar hún hoppaði yfir 2,10 metra. Gamla metið var frá árinu 1987 eða fjórtán árum áður en hún sjálf fæddist. Mahuchikh fylgdi þessu svo eftir með sannfærandi sigri í hástökkinu á Ólympíuleikunum. Hún var ein af þremur gullverðlaunahöfum Úkraínu á leikunum. Að þessu sinni ákvað Alþjóða frjálsíþróttasambandið að gullverðlaunahafar í frjálsum íþróttum á leikunum í París fengu ekki aðeins verðlaunapening um hálsinn heldur einnig verðlaunafé. Allir gullverðlaunahafar á leikunum fengu fimmtíu þúsund Bandaríkjadali eða meira en 6,9 milljónir króna. Mahuchikh er mikill dýravinur og hún ákvað að dýrin fengju vænan skammt af verðlaunafé hennar frá París. Hún er aðeins 22 ára gömul en er með hjartað á réttum stað. „Það er mikið af flækingsdýrum í Úkraínu núna og dýraathvörfin þurfa stuðning til að geta séð um þau öll,“ sagði Yaroslava Mahuchikh í frétt á síðum UAnimals. Hún er mikill dýravinur og hefur sjálf tekið að sér flækingsdýr. Peningurinn fór því til dýraverndunarsamtaka og fjögurra dýraathvarfa. Hluti af peningunum fór svo líka til úkraínskra þjóðernissinna í baráttunni gegn innrás Rússa í landið. „Ég vil líka þakka liði mínu, úkraínska fólkinu og stuðningsaðilum mínum sem sáu öll til þess að ég gæti náð gullinu. Þess vegna vil ég líka gefa hluta af verðlaunafé mínu frá Ólympíuleikunum til hersins og í sjóð sem veitir fólki nauðsynlegan sálfræðistuðning á þessum erfiðu tímum,“ sagði Mahuchikh. Hún hefur talað opinskátt gegn innrásinni og það er líka ómetanlegt fyrir úkraínska fólkið að sjá hana vinna afrek á alþjóðlegum vettvangi. View this post on Instagram A post shared by Business | Motivation | Technology (@wealth) Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Sport Gerrard neitaði Rangers Fótbolti Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út Sport Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Körfubolti Fleiri fréttir Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Magndís og Einar sæmd heiðursmerki UMFÍ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Martin skoraði 11 stig í naumu tapi Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Elísa: Ég hefði kosið sigur Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Vann Djokovic og tvöfaldaði verðlaunaféð á öllum ferli sínum Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ríkjandi heimsmeistara neitað um vegabréfsáritun inn í landið Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sjá meira
Mahuchikh vann Ólympíugullið í hástökki eftir að hafa fengið brons á ÓL í Tókýó þremur árum fyrr. Hún er líka heimsmeistari síðan í Búdapest í fyrra. Mánuði fyrir Ólympíuleikana sló Mahuchikh eitt elsta heimsmetið í bókinni þegar hún hoppaði yfir 2,10 metra. Gamla metið var frá árinu 1987 eða fjórtán árum áður en hún sjálf fæddist. Mahuchikh fylgdi þessu svo eftir með sannfærandi sigri í hástökkinu á Ólympíuleikunum. Hún var ein af þremur gullverðlaunahöfum Úkraínu á leikunum. Að þessu sinni ákvað Alþjóða frjálsíþróttasambandið að gullverðlaunahafar í frjálsum íþróttum á leikunum í París fengu ekki aðeins verðlaunapening um hálsinn heldur einnig verðlaunafé. Allir gullverðlaunahafar á leikunum fengu fimmtíu þúsund Bandaríkjadali eða meira en 6,9 milljónir króna. Mahuchikh er mikill dýravinur og hún ákvað að dýrin fengju vænan skammt af verðlaunafé hennar frá París. Hún er aðeins 22 ára gömul en er með hjartað á réttum stað. „Það er mikið af flækingsdýrum í Úkraínu núna og dýraathvörfin þurfa stuðning til að geta séð um þau öll,“ sagði Yaroslava Mahuchikh í frétt á síðum UAnimals. Hún er mikill dýravinur og hefur sjálf tekið að sér flækingsdýr. Peningurinn fór því til dýraverndunarsamtaka og fjögurra dýraathvarfa. Hluti af peningunum fór svo líka til úkraínskra þjóðernissinna í baráttunni gegn innrás Rússa í landið. „Ég vil líka þakka liði mínu, úkraínska fólkinu og stuðningsaðilum mínum sem sáu öll til þess að ég gæti náð gullinu. Þess vegna vil ég líka gefa hluta af verðlaunafé mínu frá Ólympíuleikunum til hersins og í sjóð sem veitir fólki nauðsynlegan sálfræðistuðning á þessum erfiðu tímum,“ sagði Mahuchikh. Hún hefur talað opinskátt gegn innrásinni og það er líka ómetanlegt fyrir úkraínska fólkið að sjá hana vinna afrek á alþjóðlegum vettvangi. View this post on Instagram A post shared by Business | Motivation | Technology (@wealth)
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Sport Gerrard neitaði Rangers Fótbolti Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út Sport Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Körfubolti Fleiri fréttir Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Magndís og Einar sæmd heiðursmerki UMFÍ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Martin skoraði 11 stig í naumu tapi Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Elísa: Ég hefði kosið sigur Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Vann Djokovic og tvöfaldaði verðlaunaféð á öllum ferli sínum Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ríkjandi heimsmeistara neitað um vegabréfsáritun inn í landið Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sjá meira