Gaf dýrunum verðlaunaféð sitt frá Ólympíuleikunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. september 2024 23:15 Yaroslava Mahuchikh varð Ólympíumeistari í hástökki í París og hún er einnig eigandi heimsmetsins síðan fyrr í sumar. Getty/Pascal Le Segretain Úkraínski Ólympíumeistarinn og heimsmethafinn Yaroslava Mahuchikh fór öðruvísi leið þegar kom að verðlaunafé hennar frá Ólympíuleikunum í París. Mahuchikh vann Ólympíugullið í hástökki eftir að hafa fengið brons á ÓL í Tókýó þremur árum fyrr. Hún er líka heimsmeistari síðan í Búdapest í fyrra. Mánuði fyrir Ólympíuleikana sló Mahuchikh eitt elsta heimsmetið í bókinni þegar hún hoppaði yfir 2,10 metra. Gamla metið var frá árinu 1987 eða fjórtán árum áður en hún sjálf fæddist. Mahuchikh fylgdi þessu svo eftir með sannfærandi sigri í hástökkinu á Ólympíuleikunum. Hún var ein af þremur gullverðlaunahöfum Úkraínu á leikunum. Að þessu sinni ákvað Alþjóða frjálsíþróttasambandið að gullverðlaunahafar í frjálsum íþróttum á leikunum í París fengu ekki aðeins verðlaunapening um hálsinn heldur einnig verðlaunafé. Allir gullverðlaunahafar á leikunum fengu fimmtíu þúsund Bandaríkjadali eða meira en 6,9 milljónir króna. Mahuchikh er mikill dýravinur og hún ákvað að dýrin fengju vænan skammt af verðlaunafé hennar frá París. Hún er aðeins 22 ára gömul en er með hjartað á réttum stað. „Það er mikið af flækingsdýrum í Úkraínu núna og dýraathvörfin þurfa stuðning til að geta séð um þau öll,“ sagði Yaroslava Mahuchikh í frétt á síðum UAnimals. Hún er mikill dýravinur og hefur sjálf tekið að sér flækingsdýr. Peningurinn fór því til dýraverndunarsamtaka og fjögurra dýraathvarfa. Hluti af peningunum fór svo líka til úkraínskra þjóðernissinna í baráttunni gegn innrás Rússa í landið. „Ég vil líka þakka liði mínu, úkraínska fólkinu og stuðningsaðilum mínum sem sáu öll til þess að ég gæti náð gullinu. Þess vegna vil ég líka gefa hluta af verðlaunafé mínu frá Ólympíuleikunum til hersins og í sjóð sem veitir fólki nauðsynlegan sálfræðistuðning á þessum erfiðu tímum,“ sagði Mahuchikh. Hún hefur talað opinskátt gegn innrásinni og það er líka ómetanlegt fyrir úkraínska fólkið að sjá hana vinna afrek á alþjóðlegum vettvangi. View this post on Instagram A post shared by Business | Motivation | Technology (@wealth) Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Barðist degi eftir að hafa orðið fyrir bíl „Finn að ég er að fara að toppa á réttum tíma“ Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Hundfúll út í Refina Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Sló heimsmetið í fjórtánda sinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Krísa í Kansas Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjá meira
Mahuchikh vann Ólympíugullið í hástökki eftir að hafa fengið brons á ÓL í Tókýó þremur árum fyrr. Hún er líka heimsmeistari síðan í Búdapest í fyrra. Mánuði fyrir Ólympíuleikana sló Mahuchikh eitt elsta heimsmetið í bókinni þegar hún hoppaði yfir 2,10 metra. Gamla metið var frá árinu 1987 eða fjórtán árum áður en hún sjálf fæddist. Mahuchikh fylgdi þessu svo eftir með sannfærandi sigri í hástökkinu á Ólympíuleikunum. Hún var ein af þremur gullverðlaunahöfum Úkraínu á leikunum. Að þessu sinni ákvað Alþjóða frjálsíþróttasambandið að gullverðlaunahafar í frjálsum íþróttum á leikunum í París fengu ekki aðeins verðlaunapening um hálsinn heldur einnig verðlaunafé. Allir gullverðlaunahafar á leikunum fengu fimmtíu þúsund Bandaríkjadali eða meira en 6,9 milljónir króna. Mahuchikh er mikill dýravinur og hún ákvað að dýrin fengju vænan skammt af verðlaunafé hennar frá París. Hún er aðeins 22 ára gömul en er með hjartað á réttum stað. „Það er mikið af flækingsdýrum í Úkraínu núna og dýraathvörfin þurfa stuðning til að geta séð um þau öll,“ sagði Yaroslava Mahuchikh í frétt á síðum UAnimals. Hún er mikill dýravinur og hefur sjálf tekið að sér flækingsdýr. Peningurinn fór því til dýraverndunarsamtaka og fjögurra dýraathvarfa. Hluti af peningunum fór svo líka til úkraínskra þjóðernissinna í baráttunni gegn innrás Rússa í landið. „Ég vil líka þakka liði mínu, úkraínska fólkinu og stuðningsaðilum mínum sem sáu öll til þess að ég gæti náð gullinu. Þess vegna vil ég líka gefa hluta af verðlaunafé mínu frá Ólympíuleikunum til hersins og í sjóð sem veitir fólki nauðsynlegan sálfræðistuðning á þessum erfiðu tímum,“ sagði Mahuchikh. Hún hefur talað opinskátt gegn innrásinni og það er líka ómetanlegt fyrir úkraínska fólkið að sjá hana vinna afrek á alþjóðlegum vettvangi. View this post on Instagram A post shared by Business | Motivation | Technology (@wealth)
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Barðist degi eftir að hafa orðið fyrir bíl „Finn að ég er að fara að toppa á réttum tíma“ Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Hundfúll út í Refina Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Sló heimsmetið í fjórtánda sinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Krísa í Kansas Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjá meira