Hinn rekni Eurovision fari á Íslandi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 3. september 2024 09:25 Joost Klein er mikill aðdáandi Bjarkar. EPA-EFE/EMIEL MUIJDERMAN Joost Klein, hollenski keppandinn í Eurovision í ár sem jafnframt var sá fyrsti til þess að vera rekinn úr keppninni er staddur á Íslandi. Þessu greinir hann frá á samfélagsmiðlinum Instagram. „Einhver að segja Björk að ég er staddur í fallega landinu hennar,“ skrifar Joost á miðilinn. Þar lætur hann fylgja með tvo íslenska fána auk þess sem hann birtir stutt myndband af sér í miðbæ Reykjavíkur. Þar er hann með sígarettu og sólgleraugu ásamt félaga sínum. Joost var eins og alþjóð veit rekinn úr keppni eftir að hafa haft í hótunum við ljósmyndara baksviðs. Tilkynnt var í síðasta mánuði að sænsk yfirvöld væru hætt rannsókn á málinu. Samkvæmt ríkissaksóknara í Svíþjóð voru ekki næg sönnunargögn í málinu. Hollenski tónlistarmaðurinn hefur allar götur síðan þvertekið fyrir að hafa hótað ljósmyndaranum. Eins og fram hefur komið voru síðustu klukkutímarnir fyrir Eurovision í ár afar spennuþrungnir vegna þátttöku Ísrael í keppninni og stríð þeirra á Gasa strönd þar sem þúsundir almennra borgara liggja í valnum. Þá hefur Klein ekki vandað keppninni kveðjurnar en á tónleikum sínum hefur hann sagt forsvarsmönnum hennar að fara norður og niður. Hollenska ríkisútvarpið hefur enn ekki ákveðið hvort það muni keppa að nýju í söngvakeppninni á næsta ári. Eins og fram hefur komið munaði einungis 25 mínútum að sex lönd myndu ekki taka þátt í keppninni í ár eftir að Hollandi var vikið úr keppni. Það voru Sviss, Noregur, Grikkland, Írland og Portúgal en fulltrúar landanna voru ósáttir við brottrekstur Hollands auk hegðun ísraelska hópsins og starfsfólks á þeirra vegum. Joost virðist aldrei hafa verið betri en á Íslandi. Eurovision Holland Íslandsvinir Tengdar fréttir Vandaði Eurovision ekki kveðjurnar á tónleikum Hollenski tónlistarmaðurinn Joost Klein sem rekinn var úr Eurovision söngvakeppninni í ár fyrstur allra sagði söngvakeppninni til syndanna áður en hann hóf raust sína á tónleikum í Vancouver í Kanada. „Fokk Eurovision!“ sagði hann á sviðinu. 29. maí 2024 10:44 Ætluðu að draga sig úr Eurovision fram á síðustu stundu Samband evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) tókst af afstýra því á síðustu stundu að sex lönd hættu við þátttöku í Eurovision lokakeppninni í ár. Þetta kemur fram í umfjöllun norska blaðsins VG þar sem segir að 25 mínútum fyrir keppni hafi allt stefnt í að löndin myndu ekki taka þátt. 28. maí 2024 14:54 Fauk í Joost þegar hann var myndaður eftir flutninginn Samband ríkisrekinna sjónvarpsstöðva Hollands hefur gefið frá sér yfirlýsingu þar sem ákvörðun Sambands evróskra sjónvarpsstöðva (EBU) er gagnrýnd. Þar segir að Joost, flytjandi Hollands í keppninni, hafi verið myndaður án leyfis eftir flutning hans. Það fór illa í hollenska popparann. 11. maí 2024 18:41 Mest lesið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Lífið Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Menning „En áttu ekki dóttur?“ Lífið Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Lífið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Lífið Fleiri fréttir Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Sjá meira
„Einhver að segja Björk að ég er staddur í fallega landinu hennar,“ skrifar Joost á miðilinn. Þar lætur hann fylgja með tvo íslenska fána auk þess sem hann birtir stutt myndband af sér í miðbæ Reykjavíkur. Þar er hann með sígarettu og sólgleraugu ásamt félaga sínum. Joost var eins og alþjóð veit rekinn úr keppni eftir að hafa haft í hótunum við ljósmyndara baksviðs. Tilkynnt var í síðasta mánuði að sænsk yfirvöld væru hætt rannsókn á málinu. Samkvæmt ríkissaksóknara í Svíþjóð voru ekki næg sönnunargögn í málinu. Hollenski tónlistarmaðurinn hefur allar götur síðan þvertekið fyrir að hafa hótað ljósmyndaranum. Eins og fram hefur komið voru síðustu klukkutímarnir fyrir Eurovision í ár afar spennuþrungnir vegna þátttöku Ísrael í keppninni og stríð þeirra á Gasa strönd þar sem þúsundir almennra borgara liggja í valnum. Þá hefur Klein ekki vandað keppninni kveðjurnar en á tónleikum sínum hefur hann sagt forsvarsmönnum hennar að fara norður og niður. Hollenska ríkisútvarpið hefur enn ekki ákveðið hvort það muni keppa að nýju í söngvakeppninni á næsta ári. Eins og fram hefur komið munaði einungis 25 mínútum að sex lönd myndu ekki taka þátt í keppninni í ár eftir að Hollandi var vikið úr keppni. Það voru Sviss, Noregur, Grikkland, Írland og Portúgal en fulltrúar landanna voru ósáttir við brottrekstur Hollands auk hegðun ísraelska hópsins og starfsfólks á þeirra vegum. Joost virðist aldrei hafa verið betri en á Íslandi.
Eurovision Holland Íslandsvinir Tengdar fréttir Vandaði Eurovision ekki kveðjurnar á tónleikum Hollenski tónlistarmaðurinn Joost Klein sem rekinn var úr Eurovision söngvakeppninni í ár fyrstur allra sagði söngvakeppninni til syndanna áður en hann hóf raust sína á tónleikum í Vancouver í Kanada. „Fokk Eurovision!“ sagði hann á sviðinu. 29. maí 2024 10:44 Ætluðu að draga sig úr Eurovision fram á síðustu stundu Samband evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) tókst af afstýra því á síðustu stundu að sex lönd hættu við þátttöku í Eurovision lokakeppninni í ár. Þetta kemur fram í umfjöllun norska blaðsins VG þar sem segir að 25 mínútum fyrir keppni hafi allt stefnt í að löndin myndu ekki taka þátt. 28. maí 2024 14:54 Fauk í Joost þegar hann var myndaður eftir flutninginn Samband ríkisrekinna sjónvarpsstöðva Hollands hefur gefið frá sér yfirlýsingu þar sem ákvörðun Sambands evróskra sjónvarpsstöðva (EBU) er gagnrýnd. Þar segir að Joost, flytjandi Hollands í keppninni, hafi verið myndaður án leyfis eftir flutning hans. Það fór illa í hollenska popparann. 11. maí 2024 18:41 Mest lesið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Lífið Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Menning „En áttu ekki dóttur?“ Lífið Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Lífið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Lífið Fleiri fréttir Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Sjá meira
Vandaði Eurovision ekki kveðjurnar á tónleikum Hollenski tónlistarmaðurinn Joost Klein sem rekinn var úr Eurovision söngvakeppninni í ár fyrstur allra sagði söngvakeppninni til syndanna áður en hann hóf raust sína á tónleikum í Vancouver í Kanada. „Fokk Eurovision!“ sagði hann á sviðinu. 29. maí 2024 10:44
Ætluðu að draga sig úr Eurovision fram á síðustu stundu Samband evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) tókst af afstýra því á síðustu stundu að sex lönd hættu við þátttöku í Eurovision lokakeppninni í ár. Þetta kemur fram í umfjöllun norska blaðsins VG þar sem segir að 25 mínútum fyrir keppni hafi allt stefnt í að löndin myndu ekki taka þátt. 28. maí 2024 14:54
Fauk í Joost þegar hann var myndaður eftir flutninginn Samband ríkisrekinna sjónvarpsstöðva Hollands hefur gefið frá sér yfirlýsingu þar sem ákvörðun Sambands evróskra sjónvarpsstöðva (EBU) er gagnrýnd. Þar segir að Joost, flytjandi Hollands í keppninni, hafi verið myndaður án leyfis eftir flutning hans. Það fór illa í hollenska popparann. 11. maí 2024 18:41