Nastassja Kinski heiðursgestur á RIFF í ár Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 2. september 2024 17:36 Nastassja Kinski verður heiðursgestur á kvikmyndhátíðinni RIFF. Getty Þýska kvikmyndaleikkonan og fyrirsætan Nastassja Kinski er heiðursgestur á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík í ár og hreppir heiðursviðurkenningu RIFF. Hátíðin hefst í Háskólabíói þann 26. september næstkomandi og stendur til 6. október. Þetta kemur fram í tilkynningu frá RIFF. Þar kemur fram að Kinski eigi að baki langan og glæsilegan feril á hvíta tjaldinu. Hún hefur allt frá 1978 leikið í yfir sextíu bíómyndum, þar á meðal í leikstjórn margra kunnustu kvikmyndagerðarmanna sögunnar á borð við David Lynch, Francis Ford Coppola, Paul Schrader, Roman Polanski, Wim Wenders og Wolfgang Petersen. „Það er auðvitað mikill heiður fyrir hátíðina að svo kunnur listamaður sem Kinski er komi hingað til lands og heiðri okkur með nærveru sinni,“ segir Hrönn Marinósdóttir, stjórnandi RIFF og bætir því við að heiðursgesturinn í ár sé sannarlega „ein af goðsögnum bíómyndanna sem kynslóðir stelpna á sínum tíma hermdu eftir í hárgreiðslu og útliti.“ Sló í gegn sautján ára Stjarna Kinski reis skart undir lokin á áttunda áratugnum, en heita má að hún hafi slegið í gegn, aðeins sautján ára gömul, í kvikmynd Ítalans Alberto Lattuada, Stay as you are, þar sem hún lék eftirminnilega á móti sjálfum Marcello Mastroianni sem þar er í hlutverki miðaldra arkitekts í líflausu hjónabandi og fellur fyrir ungri skólamær, túlkaðri af Kinski. Aðeins ári seinna, 1979, hreif hún kvikmyndaunnendur upp úr skónum í hlutverki sínu í kynngimagnaðri kvikmynd Polanski, Tess, og hlaut fyrir vikið tilnefningu til Gullna hnattarins fyrir túlkun sína á ungri konu sem verður fórnarlamb eigin fegurðar. Myndin hlaut þrenn Óskarsverðlaun, meðal annars sem besta myndin. Og teningunum var kastað – og hver myndin af annarri festi leikkonuna í sessi á stjörnuhimni heimsfrægðarinnar á níunda áratug síðustu aldar, og má þar nefna One from the Heart eftir Coppola, Cat People í leikstjórn Paul Schrader, að ekki sé talað um Paris, Texas í höndum Wim Wenders. Tvær síðastnefndu myndirnar verða einmitt sýndar á hátíðinni í ár. Hvergi af baki dottin Nastassja Kinski hefur sem fyrr segir leikið í meira en sextíu kvikmyndum, bæði austan hafs og vestan, og er enn að, en á meðal þekktra mynda sem hún hefur leikið í á nýrri öld eru Inland Empire eftir David Lynch og Sugar í leikstjórn Rotimi Rainwater. Og svo því sé líka til haga haldið keppti þessi margverðlauna leikkona og dáða fyrirsæta í þýsku útgáfunni af Lets Dance á útmánuðum 2016, hvergi af baki dottin. Þetta er í fyrsta skipti sem Kinski kemur til Íslands og hér mun hún dvelja í nokkra daga og vera meðal annars með meistaraspjall við gesti þar sem hún fer yfir feril sinn og frama. RIFF Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Íslandsvinir Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Lífið Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá RIFF. Þar kemur fram að Kinski eigi að baki langan og glæsilegan feril á hvíta tjaldinu. Hún hefur allt frá 1978 leikið í yfir sextíu bíómyndum, þar á meðal í leikstjórn margra kunnustu kvikmyndagerðarmanna sögunnar á borð við David Lynch, Francis Ford Coppola, Paul Schrader, Roman Polanski, Wim Wenders og Wolfgang Petersen. „Það er auðvitað mikill heiður fyrir hátíðina að svo kunnur listamaður sem Kinski er komi hingað til lands og heiðri okkur með nærveru sinni,“ segir Hrönn Marinósdóttir, stjórnandi RIFF og bætir því við að heiðursgesturinn í ár sé sannarlega „ein af goðsögnum bíómyndanna sem kynslóðir stelpna á sínum tíma hermdu eftir í hárgreiðslu og útliti.“ Sló í gegn sautján ára Stjarna Kinski reis skart undir lokin á áttunda áratugnum, en heita má að hún hafi slegið í gegn, aðeins sautján ára gömul, í kvikmynd Ítalans Alberto Lattuada, Stay as you are, þar sem hún lék eftirminnilega á móti sjálfum Marcello Mastroianni sem þar er í hlutverki miðaldra arkitekts í líflausu hjónabandi og fellur fyrir ungri skólamær, túlkaðri af Kinski. Aðeins ári seinna, 1979, hreif hún kvikmyndaunnendur upp úr skónum í hlutverki sínu í kynngimagnaðri kvikmynd Polanski, Tess, og hlaut fyrir vikið tilnefningu til Gullna hnattarins fyrir túlkun sína á ungri konu sem verður fórnarlamb eigin fegurðar. Myndin hlaut þrenn Óskarsverðlaun, meðal annars sem besta myndin. Og teningunum var kastað – og hver myndin af annarri festi leikkonuna í sessi á stjörnuhimni heimsfrægðarinnar á níunda áratug síðustu aldar, og má þar nefna One from the Heart eftir Coppola, Cat People í leikstjórn Paul Schrader, að ekki sé talað um Paris, Texas í höndum Wim Wenders. Tvær síðastnefndu myndirnar verða einmitt sýndar á hátíðinni í ár. Hvergi af baki dottin Nastassja Kinski hefur sem fyrr segir leikið í meira en sextíu kvikmyndum, bæði austan hafs og vestan, og er enn að, en á meðal þekktra mynda sem hún hefur leikið í á nýrri öld eru Inland Empire eftir David Lynch og Sugar í leikstjórn Rotimi Rainwater. Og svo því sé líka til haga haldið keppti þessi margverðlauna leikkona og dáða fyrirsæta í þýsku útgáfunni af Lets Dance á útmánuðum 2016, hvergi af baki dottin. Þetta er í fyrsta skipti sem Kinski kemur til Íslands og hér mun hún dvelja í nokkra daga og vera meðal annars með meistaraspjall við gesti þar sem hún fer yfir feril sinn og frama.
RIFF Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Íslandsvinir Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Lífið Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Sjá meira