Flóni er einhleypur Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 29. ágúst 2024 19:30 Flóni skaust upp á stjörnuhiminn fyrir rúmum sjö árum. Vilhelm Gunnarsson Tónlistarmaðurinn og rapparinn Friðrik Róbertsson sem betur er þekktur sem Flóni er einhleypur. Hann og barnsmóðir hans Hrafnkatla Unnarsdóttir hafa haldið hvort í sína áttina eftir þriggja ára samband. „Við erum í mjög góðu sambandi og erum að einbeita okkur að því að vera góðir foreldrar,“ segir Flóni í samtali við Vísi. Flóni skaust upp á stjörnuhimininn fyrir rúmum sjö árum og er einn hæfileikaríkasti rappari landsins. Þrátt fyrir frægðina og að vera þekktur fyrir einlægni sína veitir hann sjaldan viðtöl. Hann sagðist í samtali við Vísi í fyrra vera frekar prívat. Í því viðtali sagði Flóni föðurhlutverkið hafa breytt sýn hans á lífið. Flóni sagðist hafa tekið ákvörðun um það eftir komu sonarins í heiminn að snúa blaðinu við og segja skilið við fyrri lífsstíl. „Hins vegar er engin skömm í því að hafa djammað og lifað þeim lífsstíl sem ég gerði áður fyrr. Tónlistin getur sogað að sér allskonar hluti. Áfengi var aldrei neitt vandamál fyrir mér, nema fyrir þær sakir að valda mér kvíða. En öllu eitri fylgir þunglyndi og ég þurfti að taka mig saman í andlitinu. Ég veit hreinlega ekki hvort ég væri hér í dag ef ég hefði ekki gert það á sínum tíma.“ Einlægur í tónlistinni Flóni er eins og áður segir einn af einlægustu listamönnum þjóðarinnar. Hann hefur þegar gefið út plöturnar Floni árið 2017 og svo Floni 2 árið 2019. Í viðtali við Vísi í fyrra sagðist hann stefna á að gefa út þriðju plötuna, gera þetta að þríleik. Sagðist hann ekki útiloka að það yrði hans síðasta plata. „Við lifum á svo skrítnum tímum, ekki síst hvað varðar tónlist. Hraðinn er gífurlegur og þessa stundina vil ég einbeita mér eins mikið og ég get að gera allt eins vel og ég get. Það hafa margir kvartað yfir því að ég sé ekki löngu búinn að gefa frá mér nýtt efni en góðir hlutir gerast hægt og þetta er plata sem á að vera tímalaus, rétt eins og hinar.“ Nýjasta lag Flóna má hlusta á í spilaranum hér fyrir neðan: Ástin og lífið Tímamót Tónlist Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira
„Við erum í mjög góðu sambandi og erum að einbeita okkur að því að vera góðir foreldrar,“ segir Flóni í samtali við Vísi. Flóni skaust upp á stjörnuhimininn fyrir rúmum sjö árum og er einn hæfileikaríkasti rappari landsins. Þrátt fyrir frægðina og að vera þekktur fyrir einlægni sína veitir hann sjaldan viðtöl. Hann sagðist í samtali við Vísi í fyrra vera frekar prívat. Í því viðtali sagði Flóni föðurhlutverkið hafa breytt sýn hans á lífið. Flóni sagðist hafa tekið ákvörðun um það eftir komu sonarins í heiminn að snúa blaðinu við og segja skilið við fyrri lífsstíl. „Hins vegar er engin skömm í því að hafa djammað og lifað þeim lífsstíl sem ég gerði áður fyrr. Tónlistin getur sogað að sér allskonar hluti. Áfengi var aldrei neitt vandamál fyrir mér, nema fyrir þær sakir að valda mér kvíða. En öllu eitri fylgir þunglyndi og ég þurfti að taka mig saman í andlitinu. Ég veit hreinlega ekki hvort ég væri hér í dag ef ég hefði ekki gert það á sínum tíma.“ Einlægur í tónlistinni Flóni er eins og áður segir einn af einlægustu listamönnum þjóðarinnar. Hann hefur þegar gefið út plöturnar Floni árið 2017 og svo Floni 2 árið 2019. Í viðtali við Vísi í fyrra sagðist hann stefna á að gefa út þriðju plötuna, gera þetta að þríleik. Sagðist hann ekki útiloka að það yrði hans síðasta plata. „Við lifum á svo skrítnum tímum, ekki síst hvað varðar tónlist. Hraðinn er gífurlegur og þessa stundina vil ég einbeita mér eins mikið og ég get að gera allt eins vel og ég get. Það hafa margir kvartað yfir því að ég sé ekki löngu búinn að gefa frá mér nýtt efni en góðir hlutir gerast hægt og þetta er plata sem á að vera tímalaus, rétt eins og hinar.“ Nýjasta lag Flóna má hlusta á í spilaranum hér fyrir neðan:
Ástin og lífið Tímamót Tónlist Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira