Segir sveitarfélögin á landsbyggðinni „eins og þriðja heims ríki“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 29. ágúst 2024 08:55 Haraldur Þór Jónsson, oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps, er ómyrkur í máli þegar kemur að Búrfellslundi. „Ég hef sagt það í langan tíma að þessi sveitarfélög úti á landi sem eru með orkumannvirki eru eins og þriðja heims ríki þar sem aðrar þjóðir koma og taka auðlindirnar og fara með þær.“ Þetta segir Haraldur Þór Jónsson, oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps, í Bændablaðinu um fyrirhugaðan vindmyllugarð við Búrfell. Sveitarstjórnin í Skeiða- og Gnúpverjahreppi hefur gagnrýnt áform um svokallaðan Búrfellslund en Haraldur fordæmir meðal annars að á meðan vindmyllugarðurinn muni hafa áhrif á þrjú sveitarfélög hafi aðeins eitt þeirra, Rangárþing ytra, stjórnsýslulega aðkomu að málinu. „Við viljum meina að skuggavarpið og hljóðmengunin sé takmörkun á landnotkun okkar sveitarfélags,“ segir Haraldur. Hann gagnrýnir einnig að nú þegar sé búið að selja orkuna en Landsvirkjun hafi gert orkusamning við Laxey í Vestmannaeyjum þar sem ein af forsendunum er sú að Búrfellslundur verði kominn í notkun í árslok 2026. Haraldur segir ávinning nærsamfélagsins af vindorkugörðum engan. Um sé að ræða enn eitt orkuverið sem rísi á landsbyggðinni þar sem efnahagslegu áhrifin og ávinningurinn verða annars staðar. „Ég hef sagt það í langan tíma að þessi sveitarfélög úti á landi sem eru með orkumannvirki eru eins og þriðja heims ríki þar sem aðrar þjóðir koma og taka auðlindirnar og fara með þær. Uppsett afl sem framleitt er í Skeiða- og Gnúpverjahreppi er yfir 500 megavött. Það er nóg fyrir öll heimili og fyrirtæki á Íslandi ef þú undanskilur þessa ellefu viðskiptavini sem eru stórnotendur. Ávinningur okkar af þessari starfsemi er ekki til staðar. Það er komið að skuldadögum í þessum málum, við munum ekki sætta okkur við óbreytt ástand,“ segir Haraldur. Hér má finna umfangsmikla umfjöllun Bændablaðsins um málið. Orkumál Vindorka Skeiða- og Gnúpverjahreppur Sveitarstjórnarmál Vindorkuver í Búrfellslundi Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira
Þetta segir Haraldur Þór Jónsson, oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps, í Bændablaðinu um fyrirhugaðan vindmyllugarð við Búrfell. Sveitarstjórnin í Skeiða- og Gnúpverjahreppi hefur gagnrýnt áform um svokallaðan Búrfellslund en Haraldur fordæmir meðal annars að á meðan vindmyllugarðurinn muni hafa áhrif á þrjú sveitarfélög hafi aðeins eitt þeirra, Rangárþing ytra, stjórnsýslulega aðkomu að málinu. „Við viljum meina að skuggavarpið og hljóðmengunin sé takmörkun á landnotkun okkar sveitarfélags,“ segir Haraldur. Hann gagnrýnir einnig að nú þegar sé búið að selja orkuna en Landsvirkjun hafi gert orkusamning við Laxey í Vestmannaeyjum þar sem ein af forsendunum er sú að Búrfellslundur verði kominn í notkun í árslok 2026. Haraldur segir ávinning nærsamfélagsins af vindorkugörðum engan. Um sé að ræða enn eitt orkuverið sem rísi á landsbyggðinni þar sem efnahagslegu áhrifin og ávinningurinn verða annars staðar. „Ég hef sagt það í langan tíma að þessi sveitarfélög úti á landi sem eru með orkumannvirki eru eins og þriðja heims ríki þar sem aðrar þjóðir koma og taka auðlindirnar og fara með þær. Uppsett afl sem framleitt er í Skeiða- og Gnúpverjahreppi er yfir 500 megavött. Það er nóg fyrir öll heimili og fyrirtæki á Íslandi ef þú undanskilur þessa ellefu viðskiptavini sem eru stórnotendur. Ávinningur okkar af þessari starfsemi er ekki til staðar. Það er komið að skuldadögum í þessum málum, við munum ekki sætta okkur við óbreytt ástand,“ segir Haraldur. Hér má finna umfangsmikla umfjöllun Bændablaðsins um málið.
Orkumál Vindorka Skeiða- og Gnúpverjahreppur Sveitarstjórnarmál Vindorkuver í Búrfellslundi Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira