Þjóðgarðurinn hafi getað komið í veg fyrir slysið Tómas Arnar Þorláksson skrifar 27. ágúst 2024 21:01 Horft yfir slysstað á Breiðarmerkurjökli. Vísir/Vilhelm Vatnajökulsþjóðgarður hefði getað komið í veg fyrir slysið á Breiðamerkurjökli ef farið hefði verið eftir skýrslu þar sem varað var við hættu, segir ráðherra. Framkvæmdastjóri þjóðgarðsins segir stofnunina finna til ábyrgðar og að fyrirkomulag á svæðinu verði endurskoðað. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra, harmar að ekki hafi verið brugðist við skýrslu sem Vatnajökulsþjóðgarður lét gera árið 2017 um íshella áður en banaslys varð í Breiðamerkurjökli á sunnudaginn eftir íshrun. Í skýrslunni kemur skýrt fram að mikil hætta sé í íshelli ef hitastig er nokkuð yfir frostmarki og að enginn ætti að fara í helli við þær aðstæður. „Þjóðgarðurinn hefði getað komið í veg fyrir að það væri farið í þessar ferðir ef það hefði verið hlustað á þessa skýrslu . Slys eiga sér stað og við getum aldrei alveg komið í veg fyrir þau en það sem er sorglegt hér er að þarna á sér stað mannslát og ekki nóg með það, var búið að vara við þessu árið 2017.“ Svona ferðir séu tímasprengja Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði og einn höfunda skýrslunnar óraði ekki fyrir skipulögðum sumarferðum í íshella við skýrslugerðina. „Við höfðum varla hugmyndaflug til að detta í hug að menn myndu gera þetta á þessum tíma. Eins og er reyndar tekið fram í skýrslunni, að þetta sé allt of hættulegt á sumrin.“ Magnús Tumi segist ekki vita hvernig þjóðgarðurinn nýtti skýrsluna. Þessi tiltekni íshellir sé sérstaklega hættulegur vegna vatnsflæðis og staðsetningu á jaðri jökulsporðsins. Hann nefnir sem dæmi manngerðan íshelli á Langjökli sem er hættulaus vegna þess hve ofarlega hann er á jöklinum. „Því miður, svona ferðir, skipulagðar ferðir seldar til túrista þar sem farið er bara flesta daga sumarsins er bara tímasprengja eins og við sjáum.“ Við munum hlusta á okkar vísindamenn Ingibjörg Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs, segir stofnunina miður sín vegna slyssins. Búið sé að girða tímabundið fyrir skipulagðar ferðir á svæðinu en óvíst hvenær þær hefjast aftur. Finnur stofnunin til ábyrgðar í þessu máli? „Já við finnum það alveg. Við höfum líka stigið inn í þetta öryggishlutverk og höfum ekkert óttast það. Við munum hlusta á okkar vísindamenn og taka þetta inn í okkar stjórnarkerfi.“ Þjóðgarðurinn gerir tvíhliða samninga við fyrirtæki sem fá þá leyfi til að bjóða upp á skipulagðar ferðir í íshella á svæðinu. Stofnunin hefur haft lagaheimild til að takmarka ferðir á svæðinu síðan 2020. Núverandi samningar renna út í september. Ingibjörg segir koma til greina að takmarka ferðir á sumrin með nýjum samningum. Svo þið hefðuð getað sett einhverja skilmála eða takmarkanir fyrr? „Sko alltaf hægt að segja að maður hefði getað gert betur og svona atvik gera það að verkum að maður fer að hugsa þannig. Við tökum alla gagnrýni til okkar og erum auðmjúk og reynum að læra af þessari reynslu og reynum að láta þetta verða til þess að öryggi ferðamanna innan þjóðgarðsins verði bætt.“ Slys á Breiðamerkurjökli Þjóðgarðar Vatnajökulsþjóðgarður Ferðamennska á Íslandi Slysavarnir Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Lilja Dögg Alfreðsdóttir, ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra, harmar að ekki hafi verið brugðist við skýrslu sem Vatnajökulsþjóðgarður lét gera árið 2017 um íshella áður en banaslys varð í Breiðamerkurjökli á sunnudaginn eftir íshrun. Í skýrslunni kemur skýrt fram að mikil hætta sé í íshelli ef hitastig er nokkuð yfir frostmarki og að enginn ætti að fara í helli við þær aðstæður. „Þjóðgarðurinn hefði getað komið í veg fyrir að það væri farið í þessar ferðir ef það hefði verið hlustað á þessa skýrslu . Slys eiga sér stað og við getum aldrei alveg komið í veg fyrir þau en það sem er sorglegt hér er að þarna á sér stað mannslát og ekki nóg með það, var búið að vara við þessu árið 2017.“ Svona ferðir séu tímasprengja Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði og einn höfunda skýrslunnar óraði ekki fyrir skipulögðum sumarferðum í íshella við skýrslugerðina. „Við höfðum varla hugmyndaflug til að detta í hug að menn myndu gera þetta á þessum tíma. Eins og er reyndar tekið fram í skýrslunni, að þetta sé allt of hættulegt á sumrin.“ Magnús Tumi segist ekki vita hvernig þjóðgarðurinn nýtti skýrsluna. Þessi tiltekni íshellir sé sérstaklega hættulegur vegna vatnsflæðis og staðsetningu á jaðri jökulsporðsins. Hann nefnir sem dæmi manngerðan íshelli á Langjökli sem er hættulaus vegna þess hve ofarlega hann er á jöklinum. „Því miður, svona ferðir, skipulagðar ferðir seldar til túrista þar sem farið er bara flesta daga sumarsins er bara tímasprengja eins og við sjáum.“ Við munum hlusta á okkar vísindamenn Ingibjörg Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs, segir stofnunina miður sín vegna slyssins. Búið sé að girða tímabundið fyrir skipulagðar ferðir á svæðinu en óvíst hvenær þær hefjast aftur. Finnur stofnunin til ábyrgðar í þessu máli? „Já við finnum það alveg. Við höfum líka stigið inn í þetta öryggishlutverk og höfum ekkert óttast það. Við munum hlusta á okkar vísindamenn og taka þetta inn í okkar stjórnarkerfi.“ Þjóðgarðurinn gerir tvíhliða samninga við fyrirtæki sem fá þá leyfi til að bjóða upp á skipulagðar ferðir í íshella á svæðinu. Stofnunin hefur haft lagaheimild til að takmarka ferðir á svæðinu síðan 2020. Núverandi samningar renna út í september. Ingibjörg segir koma til greina að takmarka ferðir á sumrin með nýjum samningum. Svo þið hefðuð getað sett einhverja skilmála eða takmarkanir fyrr? „Sko alltaf hægt að segja að maður hefði getað gert betur og svona atvik gera það að verkum að maður fer að hugsa þannig. Við tökum alla gagnrýni til okkar og erum auðmjúk og reynum að læra af þessari reynslu og reynum að láta þetta verða til þess að öryggi ferðamanna innan þjóðgarðsins verði bætt.“
Slys á Breiðamerkurjökli Þjóðgarðar Vatnajökulsþjóðgarður Ferðamennska á Íslandi Slysavarnir Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira