Sorglegt að búið hafi verið að vara við sumarferðum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 27. ágúst 2024 12:00 Lilja Alfreðsdóttir er ráðherra ferðamála. Hún segir brýnt að málið verði rannsakað vel. vísir/vilhelm Ríkisstjórnin hefur falið starfshóp að skoða slysið í Breiðamerkurjökli og mögulegar brotalamir því tengdar. Í skýrslu sem var unnin fyrir Vatnajökulsþjóðgarð er varað við íshellaferðum að sumarlagi og forsætisráðherra segist hugsi yfir að ekki hafi verið tekið tillit til þess. Árið 2017 vann jarðvísindastofnun Háskóla Íslands skýrslu fyrir Vatnajökulsþjóðgarð um áhættumat vegna ferða í íshella. Á þeim tíma var ekki farið að markaðssetja íhellaferðir að sumarlagi, líkt og nú er gert. Ice Pic Journeys er meðal fyrirtækja sem gera það og fólkið sem var undir klakahruni í Breiðamerkurjökli var á þeirra vegum. Einn lést og og kona liggur slösuð á spítala eftir atvikið. Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, sagði að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun að starfhópi verði falið að skoða málið. „Við ákváðum í framhaldi af umræðu á fundinum að setja saman ráðuneytisstjóra þeirra ráðuneyta sem eiga einhverja aðkomu að málinu og fara nánar ofan í saumana á því hver væru réttu viðbrögð okkar vegna þessa slyss.“ Í skýrslunni segir meðal annars að hellarnir myndist í leysingum á sumrin og að ekki sé hægt að fara inn í þá fyrr en vatnsrennsli detti niður síðla hausts. Algengasta tímabilið, þar sem áhætta teljist ásættanleg, sé einungis sex mánuðir. Frá byrjun nóvember til loka apríl. „Hvort að hér hafi verið einhverjar brotalamir og hvort eitthvað hafi betur mátt gera hvað varðar frekari varúðarráðstafanir er eitthvað sem kemur í ljós þegar við förum nánar ofan í atvik máls. Ég get ekkert fullyrt um það á þessum tímapunkti en maður er hugsi yfir því ef áhættumat hefur varað sterklega við því að vera með ferðir að sumarlagi í íshellum, hvers vegna það varð ekki tilefni til einhverra ráðstafana.“ Bjarni Benediktsson forsætisráðherra.Stöð 2/Einar Lilja Alfreðsdóttir, ráðherra ferðamála, segir mikilvægt að rannsaka málið til þess að læra megi af því. „Það sem er sorglegt hér er að þarna á sér stað mannslát og ekki nóg með það heldur var búið að vara við þessu árið 2017. Nú er það hlutverk okkar að fara yfir það hvers vegna var ekki hlustað betur á það.“ Orðspor Íslands í ferðaþjónustu sé einnig í húfi. „Svona fréttir eru neikvæðar og það er svo mikilvægt að huga að þessum öryggismálum. Við höfum verið að gera það og ætlum að gera það enn betur,“ segir Lilja. Slys á Breiðamerkurjökli Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Fleiri fréttir Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Sjá meira
Árið 2017 vann jarðvísindastofnun Háskóla Íslands skýrslu fyrir Vatnajökulsþjóðgarð um áhættumat vegna ferða í íshella. Á þeim tíma var ekki farið að markaðssetja íhellaferðir að sumarlagi, líkt og nú er gert. Ice Pic Journeys er meðal fyrirtækja sem gera það og fólkið sem var undir klakahruni í Breiðamerkurjökli var á þeirra vegum. Einn lést og og kona liggur slösuð á spítala eftir atvikið. Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, sagði að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun að starfhópi verði falið að skoða málið. „Við ákváðum í framhaldi af umræðu á fundinum að setja saman ráðuneytisstjóra þeirra ráðuneyta sem eiga einhverja aðkomu að málinu og fara nánar ofan í saumana á því hver væru réttu viðbrögð okkar vegna þessa slyss.“ Í skýrslunni segir meðal annars að hellarnir myndist í leysingum á sumrin og að ekki sé hægt að fara inn í þá fyrr en vatnsrennsli detti niður síðla hausts. Algengasta tímabilið, þar sem áhætta teljist ásættanleg, sé einungis sex mánuðir. Frá byrjun nóvember til loka apríl. „Hvort að hér hafi verið einhverjar brotalamir og hvort eitthvað hafi betur mátt gera hvað varðar frekari varúðarráðstafanir er eitthvað sem kemur í ljós þegar við förum nánar ofan í atvik máls. Ég get ekkert fullyrt um það á þessum tímapunkti en maður er hugsi yfir því ef áhættumat hefur varað sterklega við því að vera með ferðir að sumarlagi í íshellum, hvers vegna það varð ekki tilefni til einhverra ráðstafana.“ Bjarni Benediktsson forsætisráðherra.Stöð 2/Einar Lilja Alfreðsdóttir, ráðherra ferðamála, segir mikilvægt að rannsaka málið til þess að læra megi af því. „Það sem er sorglegt hér er að þarna á sér stað mannslát og ekki nóg með það heldur var búið að vara við þessu árið 2017. Nú er það hlutverk okkar að fara yfir það hvers vegna var ekki hlustað betur á það.“ Orðspor Íslands í ferðaþjónustu sé einnig í húfi. „Svona fréttir eru neikvæðar og það er svo mikilvægt að huga að þessum öryggismálum. Við höfum verið að gera það og ætlum að gera það enn betur,“ segir Lilja.
Slys á Breiðamerkurjökli Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Fleiri fréttir Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Sjá meira