Slíðra sverðin og boða endurkomu sveitarinnar Atli Ísleifsson skrifar 27. ágúst 2024 07:53 Liam og Noel Gallagher á tónleikum 1997. Getty Liam og Noel Gallagher hafa boðað endurkomu sveitarinnar Oasis. Bræðurnir, sem hafa lengi eldað grátt silfur, virðast hafa slíðrað sverðin og tilkynntu opinberlega að þeir muni koma saman og halda fjórtán tónleika í Bretlandi og Írlandi næsta sumar. Orðrómur um endurkomu sveitarinnar hefur lengi verið á sveimi og þá sérstaklega eftir að bræðurnir birtu sama myndbandið á samfélagsmiðlum um helgina þar sem mátti sjá dagsetninguna „27.08.24“ sem breyttist svo í „8 am“. pic.twitter.com/Gix1lFPQXa— Oasis (@oasis) August 25, 2024 Í morgun var svo birt mynd af þeim bræðrum þar sem segir að sveitin muni halda alls fjórtán tónleika næsta sumar. Oasis will tour the UK & Ireland in summer 2025!Tickets go on sale this Saturday 31st August.IRE 🎟️ 8am ISTUK 🎟 9am BSTFull information 👉https://t.co/EtNuE2Hx6b *These dates will be the band’s exclusive European appearances. pic.twitter.com/C5I0NVWS68— Oasis (@oasis) August 27, 2024 Fyrstu tvennir tónleikarnir verða í Cardiff í Wales 4. og 5. júlí og næstu fernir í heimaborg þeirra Manchester. Fernir tónleikar verða svo haldnir á Wembley í London, tvennir í Edinborg og loks tvennir í Dublin á Írlandi. Britpoppsveitin var stofnuð í Manchester árið 1991 og átti þá eftir að verða ein alvinsælasta sveit tíunda áratugarins með smelli á borð við Wonderwall og Don‘t Look Back in Anger. Síðasta plata sveitarinnar kom út árið 2008 og hætti sveitin ári síðar. Þeir bræður hafa eftir það mikið verið að senda hvor öðrum pillur opinberlega en nú virðast þeir hafa sæst á ný. Miðasala á tónleikana næsta sumar hefst á síðasta degi ágústmánaðar. Tónlist Bretland Mest lesið Skilnaður handan við hornið hjá Kanye og Biöncu Lífið Stofnar eigin útgáfu og byrjar í ruslinu Lífið „Fólk í kringum þessa einstaklinga er á nálum“ Lífið Kim vandræðaleg á tónleikum með nýrri eiginkonu Kanye Lífið Eins og þruma úr heiðskíru lofti Lífið Bergrún Íris og Kolbrún keyptu í Hafnarfirði Lífið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið Menning Náði að sættast við bróður sinn fyrir andlátið Lífið Stjörnulífið: Skvísustælar við bakkann og áminning um óöryggi Lífið Fylgst með tímaskeiði í lífi konu sem greinist með krabbamein Lífið Fleiri fréttir Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Reyna að eyða minningum um hvort annað í sturluðum dansi Frumsýning á Vísi: Rokkað á miðju gólfi komin sjö mánuði á leið „Þetta er sem betur fer ekki upp á líf og dauða“ Ævintýrin hófust þegar hann hafnaði Juilliard Enginn súr í sætu teiti í Ásmundarsal „Ég fæ morgnana til að vera bara ég“ Rokkþyrstir geta tekið gleði sína á ný Sigga Ózk verður Ariana Grande og flytur til Noregs Ávísun á eilíf vonbrigði að elta góða veðrið Frumsýning á Vísi: Landsliðsmaður gefur út lag með pabba sínum Taylor Swift jafnaði met Beyoncé á VMA Myndaveisla: Ofurfjör á Októberfest Sáu ekki fyrir sér vinsældirnar en fagna nú 36 árum Sergio Mendes höfundur Mas Que Nada látinn Gáfu tóndæmi af Barfly í beinni Aldrei séð annað eins: IceGuys seldi nítján þúsund miða Herra Hnetusmjör stoltur eftir tryllta afmælishelgi Samtalið órjúfanlegur hluti af sköpuninni Sjá meira
Orðrómur um endurkomu sveitarinnar hefur lengi verið á sveimi og þá sérstaklega eftir að bræðurnir birtu sama myndbandið á samfélagsmiðlum um helgina þar sem mátti sjá dagsetninguna „27.08.24“ sem breyttist svo í „8 am“. pic.twitter.com/Gix1lFPQXa— Oasis (@oasis) August 25, 2024 Í morgun var svo birt mynd af þeim bræðrum þar sem segir að sveitin muni halda alls fjórtán tónleika næsta sumar. Oasis will tour the UK & Ireland in summer 2025!Tickets go on sale this Saturday 31st August.IRE 🎟️ 8am ISTUK 🎟 9am BSTFull information 👉https://t.co/EtNuE2Hx6b *These dates will be the band’s exclusive European appearances. pic.twitter.com/C5I0NVWS68— Oasis (@oasis) August 27, 2024 Fyrstu tvennir tónleikarnir verða í Cardiff í Wales 4. og 5. júlí og næstu fernir í heimaborg þeirra Manchester. Fernir tónleikar verða svo haldnir á Wembley í London, tvennir í Edinborg og loks tvennir í Dublin á Írlandi. Britpoppsveitin var stofnuð í Manchester árið 1991 og átti þá eftir að verða ein alvinsælasta sveit tíunda áratugarins með smelli á borð við Wonderwall og Don‘t Look Back in Anger. Síðasta plata sveitarinnar kom út árið 2008 og hætti sveitin ári síðar. Þeir bræður hafa eftir það mikið verið að senda hvor öðrum pillur opinberlega en nú virðast þeir hafa sæst á ný. Miðasala á tónleikana næsta sumar hefst á síðasta degi ágústmánaðar.
Tónlist Bretland Mest lesið Skilnaður handan við hornið hjá Kanye og Biöncu Lífið Stofnar eigin útgáfu og byrjar í ruslinu Lífið „Fólk í kringum þessa einstaklinga er á nálum“ Lífið Kim vandræðaleg á tónleikum með nýrri eiginkonu Kanye Lífið Eins og þruma úr heiðskíru lofti Lífið Bergrún Íris og Kolbrún keyptu í Hafnarfirði Lífið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið Menning Náði að sættast við bróður sinn fyrir andlátið Lífið Stjörnulífið: Skvísustælar við bakkann og áminning um óöryggi Lífið Fylgst með tímaskeiði í lífi konu sem greinist með krabbamein Lífið Fleiri fréttir Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Reyna að eyða minningum um hvort annað í sturluðum dansi Frumsýning á Vísi: Rokkað á miðju gólfi komin sjö mánuði á leið „Þetta er sem betur fer ekki upp á líf og dauða“ Ævintýrin hófust þegar hann hafnaði Juilliard Enginn súr í sætu teiti í Ásmundarsal „Ég fæ morgnana til að vera bara ég“ Rokkþyrstir geta tekið gleði sína á ný Sigga Ózk verður Ariana Grande og flytur til Noregs Ávísun á eilíf vonbrigði að elta góða veðrið Frumsýning á Vísi: Landsliðsmaður gefur út lag með pabba sínum Taylor Swift jafnaði met Beyoncé á VMA Myndaveisla: Ofurfjör á Októberfest Sáu ekki fyrir sér vinsældirnar en fagna nú 36 árum Sergio Mendes höfundur Mas Que Nada látinn Gáfu tóndæmi af Barfly í beinni Aldrei séð annað eins: IceGuys seldi nítján þúsund miða Herra Hnetusmjör stoltur eftir tryllta afmælishelgi Samtalið órjúfanlegur hluti af sköpuninni Sjá meira