Fluttu kókaín til landsins í kaffikönnu og útvarpstæki Ólafur Björn Sverrisson skrifar 26. ágúst 2024 23:55 Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness. Vísir/Vilhelm Þrír menn hafa verið dæmdir til fangelsisvistar fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot eftir að hafa reynt að smygla kókaíni til landsins. Annars vegar voru efnin flutt í kaffikönnu frá Frakklandi, og hins vegar í útvarpstæki frá Sviss. Efnin fundu tollverðir við eftirlit í póstmiðstöð. Höfðu þeir samband við lögreglu en í dómi héraðsdóms kemur fram að í pakkanum frá Sviss hefðu verið um 815 g af kókaíni en um 886 grömm af kókaíni í pakkanum frá Frakklandi. Lögregla tók við pakkningu og kom fyrir hlustunar- og eftirfararbúnaði. Einn ákærðu sótti pakkann og fékk honum öðrum ákærðu. Þeir hafi síðan keyrt saman að air'b'nb íbúð sem þeir höfðu á útleigu til og þar komið pakkanum fyrir. Einn var handtekinn í anddyri hússins en hinir skömmu síðar. Í dómnum eru samskipti mannanna á samskiptaforritinu Signal rakin nokkuð ítarlega, en samræður fóru fram á frönsku. Mennirnir játuðu brotin hvað varðaði kókaínsendinguna frá Frakklandi, en ekki varðandi sendinguna frá Sviss. Voru þeir því sakfelldir fyrir tilraun til stórfellds fíkniefnabrots hvað það varðar. Varðandi síðari ákærðulið, sendinguna frá Sviss, lá fyrir að mennirnir höfðu ekki sótt þá sendingu, en einn ákærðu fengið upplýsingar í síma sinn um sendinguna. Þeir báru fyrir sig að þeir hefðu ákveðið að sækja ekki þá sendingu. Í dómnum kemur fram að óþekktur þriðji aðili hafi sagt mönnum fyrir verkum og í málinu lágu fyrir hljóðupptökur við þann mann. Mennirnir báru fyrir sig að þeir hafi verið hræddir við skipuleggjandann og í dómnum segir að ljóst sé að mennirnir hafi verið tregir til að gera það sem farið hafi verið fram á. Þeir hafi meðal annars rætt um afsakanir á því að sækja ekki síðari sendinguna. Litið var til þess að ekki væri búið að sýna með óyggjandi hætti fram á að mennirnir hafi haft í hyggju að sækja síðari sendinguna, og litið þar sérstaklega til samræðna mannanna um að finna afsakanir. Mennirnir voru því sýknaðir af síðari ákærðulið. Í ljósi játningar mannanna voru mennirnir hins vegar dæmdir til fangelsisvistar, tveir í árs fangelsi og einn í tíu mánaða fangelsi. Fíkniefnabrot Dómsmál Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Sjá meira
Efnin fundu tollverðir við eftirlit í póstmiðstöð. Höfðu þeir samband við lögreglu en í dómi héraðsdóms kemur fram að í pakkanum frá Sviss hefðu verið um 815 g af kókaíni en um 886 grömm af kókaíni í pakkanum frá Frakklandi. Lögregla tók við pakkningu og kom fyrir hlustunar- og eftirfararbúnaði. Einn ákærðu sótti pakkann og fékk honum öðrum ákærðu. Þeir hafi síðan keyrt saman að air'b'nb íbúð sem þeir höfðu á útleigu til og þar komið pakkanum fyrir. Einn var handtekinn í anddyri hússins en hinir skömmu síðar. Í dómnum eru samskipti mannanna á samskiptaforritinu Signal rakin nokkuð ítarlega, en samræður fóru fram á frönsku. Mennirnir játuðu brotin hvað varðaði kókaínsendinguna frá Frakklandi, en ekki varðandi sendinguna frá Sviss. Voru þeir því sakfelldir fyrir tilraun til stórfellds fíkniefnabrots hvað það varðar. Varðandi síðari ákærðulið, sendinguna frá Sviss, lá fyrir að mennirnir höfðu ekki sótt þá sendingu, en einn ákærðu fengið upplýsingar í síma sinn um sendinguna. Þeir báru fyrir sig að þeir hefðu ákveðið að sækja ekki þá sendingu. Í dómnum kemur fram að óþekktur þriðji aðili hafi sagt mönnum fyrir verkum og í málinu lágu fyrir hljóðupptökur við þann mann. Mennirnir báru fyrir sig að þeir hafi verið hræddir við skipuleggjandann og í dómnum segir að ljóst sé að mennirnir hafi verið tregir til að gera það sem farið hafi verið fram á. Þeir hafi meðal annars rætt um afsakanir á því að sækja ekki síðari sendinguna. Litið var til þess að ekki væri búið að sýna með óyggjandi hætti fram á að mennirnir hafi haft í hyggju að sækja síðari sendinguna, og litið þar sérstaklega til samræðna mannanna um að finna afsakanir. Mennirnir voru því sýknaðir af síðari ákærðulið. Í ljósi játningar mannanna voru mennirnir hins vegar dæmdir til fangelsisvistar, tveir í árs fangelsi og einn í tíu mánaða fangelsi.
Fíkniefnabrot Dómsmál Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Sjá meira