Sífellt fleiri ungmenni með hníf til að verja sig Jón Ísak Ragnarsson skrifar 26. ágúst 2024 23:00 Margrét Valdimarsdóttir er dósent í félags- og afbrotafræði við Háskóla Íslands. Vísir/Arnar Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur segir að útköllum vegna vopnaburðar hafi fjölgað verulega á síðustu árum. Sjö prósent ungmenna frá 7. bekk að 1. ári í framhaldsskóla svöruðu því játandi að hafa borið hníf í nýlegri könnun. Flestir sögðust hafa viljað verja sig. „Það virðist vera komin einhver hugmynd fram meðal ungmenna, að þú þurfir að vera vopnaður til að verja þig, sem er auðvitað stórhættuleg hugmynd,“ segir Margrét, sem var í Reykjavík síðdegis í dag. Hún segir að sjö prósent ungmenna séu gríðarlegur fjöldi fólks, en segir að nánast enginn þeirra hafi sagst hafa notað vopnið. Ekkert ungmenni eigi að vera með vopn á sér Margrét segir að ungmenni eigi aldrei að vera með vopn á sér, hvortki í miðbænum né skólanum eða annars staðar. Hún telur að hugmyndin um að maður þurfi að vera með vopn til að verja sig, hafi dreift sér svolítið á samfélagsmiðlum. Hún bendir á að þrátt fyrir að sjö prósent sé alltof hátt hlutfall, sé það alls ekki þannig að öll ungmenni séu með vopn. Krakkar í viðkvæmri stöðu líklegri til að bera vopn „Það er oftast þannig að bæði þessir krakkar sem eru að bera vopn og þau sem beita ofbeldi, að þetta eru krakkar í viðkvæmri stöðu. Ég skoðaði í þessum gögnum hvað myndi tengjast þessum vopnaburði, og ég sá til dæmis að þættir eins og slæmar heimilisaðstæður, að hafa orðið fyrir einelti í skólanum, hafa orðið fyrir ofbeldi í skólanum, hafa orðið fyrir ofbeldi heima hjá sér, það voru sterkir skýringarþættir,“ segir Margrét. Hún segir að í sumar hafi komið út skýrsla frá greiningardeild ríkislögreglustjóra um ofbeldi meðal ungs fólsk. Þar var fjallað um aðgerðir til að sporna gegn þessu, og þar hafi meðal annars verið rætt um aukinn sýnileika lögreglunnar. „En það er líka talað um að auka aðgengi krakka í viðkvæmri stöðu að frístunda- og félagsstarfi. Að passa að þau séu í frístundastarfi og hafi þar jákvæðar fyrirmyndir, svo auðvitað að virkja foreldraþátttöku í lífi barna sinna,“ segir hún. Reykjavík Reykjavík síðdegis Lögreglumál Stunguárás við Skúlagötu Vopnaburður barna og ungmenna Ofbeldi barna Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira
„Það virðist vera komin einhver hugmynd fram meðal ungmenna, að þú þurfir að vera vopnaður til að verja þig, sem er auðvitað stórhættuleg hugmynd,“ segir Margrét, sem var í Reykjavík síðdegis í dag. Hún segir að sjö prósent ungmenna séu gríðarlegur fjöldi fólks, en segir að nánast enginn þeirra hafi sagst hafa notað vopnið. Ekkert ungmenni eigi að vera með vopn á sér Margrét segir að ungmenni eigi aldrei að vera með vopn á sér, hvortki í miðbænum né skólanum eða annars staðar. Hún telur að hugmyndin um að maður þurfi að vera með vopn til að verja sig, hafi dreift sér svolítið á samfélagsmiðlum. Hún bendir á að þrátt fyrir að sjö prósent sé alltof hátt hlutfall, sé það alls ekki þannig að öll ungmenni séu með vopn. Krakkar í viðkvæmri stöðu líklegri til að bera vopn „Það er oftast þannig að bæði þessir krakkar sem eru að bera vopn og þau sem beita ofbeldi, að þetta eru krakkar í viðkvæmri stöðu. Ég skoðaði í þessum gögnum hvað myndi tengjast þessum vopnaburði, og ég sá til dæmis að þættir eins og slæmar heimilisaðstæður, að hafa orðið fyrir einelti í skólanum, hafa orðið fyrir ofbeldi í skólanum, hafa orðið fyrir ofbeldi heima hjá sér, það voru sterkir skýringarþættir,“ segir Margrét. Hún segir að í sumar hafi komið út skýrsla frá greiningardeild ríkislögreglustjóra um ofbeldi meðal ungs fólsk. Þar var fjallað um aðgerðir til að sporna gegn þessu, og þar hafi meðal annars verið rætt um aukinn sýnileika lögreglunnar. „En það er líka talað um að auka aðgengi krakka í viðkvæmri stöðu að frístunda- og félagsstarfi. Að passa að þau séu í frístundastarfi og hafi þar jákvæðar fyrirmyndir, svo auðvitað að virkja foreldraþátttöku í lífi barna sinna,“ segir hún.
Reykjavík Reykjavík síðdegis Lögreglumál Stunguárás við Skúlagötu Vopnaburður barna og ungmenna Ofbeldi barna Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira