„Jú þetta eru ágætis skilaboð“ Sverrir Mar Smárason skrifar 25. ágúst 2024 20:04 Höskuldur Gunnlaugsson í baráttunni við Johannes Björn Vall Vísir/Anton Brink Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, gerði sigurmark liðsins úr vítaspyrnu á lokamínútu uppbótartíma í 1-2 sigri gegn ÍA á Akranesi í dag. Með sigrinum komu Blikar sér upp fyrir Víkinga í 1. sæti Bestu deildarinnar. „Það var ekki mikið. Ég reyndi bara að tæma hausinn enda mjög stressandi augnablik og stórt. Ég var bara að reyna að halda köldum haus og leyfa innsæinu að taka yfir. Svo bara mikið spennufall þegar það var flautað af og sætur sigur. Torsóttur og erfiður,“ sagði fyrirliðinn aðspurður hvað hafi farið í gegnum hausinn á honum fyrir vítið. Breiðablik lenti 1-0 undir eftir rúmar klukkutíma leik og höfðu fyrir það lítið ógnað að marki ÍA. En við það að lenda undir virtust gestirnir eflast og náðu að snúa sigrinum til sín. „Fyrri hálfleikur var járn í járn. Þeir byrja hrikalega sterkt. Tvö lið á góðri siglingu, þeir með blússandi sjálfstraust eins og við. Þeir eru líkamlegir, með mikinn anda og hlaupagetu eins og við. Ég held þetta hafi bara verið áhugaverður leikir á að horfa og erfiður leikur að spila fyrir bæði lið. Eftir að við fáum markið á okkur sem var alveg verðskuldað þar sem augnablikið var þeirra megin þá fannst mér við ranka við okkur og fórum að vera beinskeyttari. Það skilaði sér. Við tökum alveg yfir leikinn og skorum verðskuldað jöfnunarmark. Við höldum svo áfram að reyna og skiptingarnar sem við gerum sýna að við vildum sækja sigur. Það kom að lokum.“ Breiðablik klifrar upp á topp deildarinnar með sigri kvöldsins með þriggja stiga forskot á Víking. Víkingar eiga þó leik til góða. „Jú þetta eru ágætis skilaboð. Við ætlum að reyna að halda áfram þessu góða skriði sem við erum á og vitum að við gefumst aldrei upp. Þetta er góð leið að brennimerkja það inn í vitundina okkar að við erum öflugir alveg þar til flautað er af. "Late late winner" í dag, það gefur okkur mikið í framhaldinu,“ sagði Höskuldur að lokum. Besta deild karla Breiðablik ÍA Tengdar fréttir Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 1-2 | Víti á síðustu sekúndunum og Blikar á toppinn Höskuldur Gunnlaugsson skaut Breiðabliki á topp Bestu-deildar karla er hann tryggði liðinu dramatískan 2-1 útisigur gegn ÍA með marki úr vítaspyrnu á síðustu sekúndum leiksins í dag. 25. ágúst 2024 19:40 Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Enski boltinn Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Enski boltinn Dagskráin: Risaleikur í Kópavogi, U21-slagur, Lokasóknin og Big Ben Sport Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Frakkland | Lokaleikur strákanna á EM Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Dagskráin: Risaleikur í Kópavogi, U21-slagur, Lokasóknin og Big Ben Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ Tölurnar á bak við hundrað landsleiki Ægis Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM Sjá meira
„Það var ekki mikið. Ég reyndi bara að tæma hausinn enda mjög stressandi augnablik og stórt. Ég var bara að reyna að halda köldum haus og leyfa innsæinu að taka yfir. Svo bara mikið spennufall þegar það var flautað af og sætur sigur. Torsóttur og erfiður,“ sagði fyrirliðinn aðspurður hvað hafi farið í gegnum hausinn á honum fyrir vítið. Breiðablik lenti 1-0 undir eftir rúmar klukkutíma leik og höfðu fyrir það lítið ógnað að marki ÍA. En við það að lenda undir virtust gestirnir eflast og náðu að snúa sigrinum til sín. „Fyrri hálfleikur var járn í járn. Þeir byrja hrikalega sterkt. Tvö lið á góðri siglingu, þeir með blússandi sjálfstraust eins og við. Þeir eru líkamlegir, með mikinn anda og hlaupagetu eins og við. Ég held þetta hafi bara verið áhugaverður leikir á að horfa og erfiður leikur að spila fyrir bæði lið. Eftir að við fáum markið á okkur sem var alveg verðskuldað þar sem augnablikið var þeirra megin þá fannst mér við ranka við okkur og fórum að vera beinskeyttari. Það skilaði sér. Við tökum alveg yfir leikinn og skorum verðskuldað jöfnunarmark. Við höldum svo áfram að reyna og skiptingarnar sem við gerum sýna að við vildum sækja sigur. Það kom að lokum.“ Breiðablik klifrar upp á topp deildarinnar með sigri kvöldsins með þriggja stiga forskot á Víking. Víkingar eiga þó leik til góða. „Jú þetta eru ágætis skilaboð. Við ætlum að reyna að halda áfram þessu góða skriði sem við erum á og vitum að við gefumst aldrei upp. Þetta er góð leið að brennimerkja það inn í vitundina okkar að við erum öflugir alveg þar til flautað er af. "Late late winner" í dag, það gefur okkur mikið í framhaldinu,“ sagði Höskuldur að lokum.
Besta deild karla Breiðablik ÍA Tengdar fréttir Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 1-2 | Víti á síðustu sekúndunum og Blikar á toppinn Höskuldur Gunnlaugsson skaut Breiðabliki á topp Bestu-deildar karla er hann tryggði liðinu dramatískan 2-1 útisigur gegn ÍA með marki úr vítaspyrnu á síðustu sekúndum leiksins í dag. 25. ágúst 2024 19:40 Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Enski boltinn Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Enski boltinn Dagskráin: Risaleikur í Kópavogi, U21-slagur, Lokasóknin og Big Ben Sport Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Frakkland | Lokaleikur strákanna á EM Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Dagskráin: Risaleikur í Kópavogi, U21-slagur, Lokasóknin og Big Ben Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ Tölurnar á bak við hundrað landsleiki Ægis Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM Sjá meira
Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 1-2 | Víti á síðustu sekúndunum og Blikar á toppinn Höskuldur Gunnlaugsson skaut Breiðabliki á topp Bestu-deildar karla er hann tryggði liðinu dramatískan 2-1 útisigur gegn ÍA með marki úr vítaspyrnu á síðustu sekúndum leiksins í dag. 25. ágúst 2024 19:40