„Þetta er mikið fyrir lítið bæjarfélag“ Rafn Ágúst Ragnarsson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 23. ágúst 2024 11:41 Ljós vonar hafi verið kveikt á fallegri minningarstund og bæjarbúar komið saman til að styðja hver annan. Jón Björn Hákonarson er forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar. Vísir/Einar Forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar segir mikla sorg í samfélaginu í Norðfirði vegna þeirra voveiflegu atburða sem borið hafa að í Neskaupstað síðastliðna viku. Í gær var minningarstund haldin í Norðfjarðarkirkju helguð minningu manns á fertugsaldri sem lést af slysförum á veiðum á þriðjudaginn í skugga þess að hjón fundust látin og maður í Reykjavík handtekinn í tengslum við málið. Talið er að andlátin hafi borið að með saknæmum hætti. „Ég finn það hér í samfélaginu okkar í Norðfirði, í samfélaginu okkar í Fjarðabyggð, uppi í Múlaþingi og fólk sem ég hef heyrt um allt land. Það er bara mikil sorg. Eðlileg viðbrögð sorgar eru doði. Það er lágskýjað en eins og prestarnir sögðu í gær verðum við að muna það að það birtir alltaf aftur. En auðvitað er mikil sorg í samfélaginu okkar á Austurlandi og víðar í dag,“ segir Jón Björn Hákonarson, forseti bæjarstjórnar í Fjarðabyggð. Kveiktu ljós vonar Hann segir bæjarbúa hafa fjölmennt á fallega minningarstund í Norðfjarðarkirkju í gær. Ljós vonar hafi verið kveikt og bæjarbúar komið saman til að styðja hver annan. Hann segir atburðarás síðustu daga fá mikið á lítið samfélag eins og Fjarðabyggð. „Þetta er mikið fyrir lítið bæjarfélag, þetta er mikið fyrir Austurland. Þetta er mikið fyrir landið allt. Við erum ekki stærri en það. Þetta hefur víða áhrif og auðvitað erum við bara í sorg. En um leið er svo mikilvægt fyrir okkur að standa saman og sýna hvert öðrum kærleik og hlýju og þannig komumst við í gegnum þetta saman,“ segir hann. Hann segir það gæfu Norðfirðinga að þeir standi saman og reiði sig hver á annan. Áfallamiðstöð opni klukkan fjögur í Egilsbúð í dag og hvetur Jón fólk til að nýta sér þjónustu hennar. „Við deilum sorginni saman en hugur okkar er hjá þeim sem eiga hvað sárast um að binda,“ segir Jón Björn. Lífið verði að halda áfram Jón segir prestana í sveitinni sinna skyldum sínum af miklum sóma. Þeir hafi í ýmsu að snúast og komi til með að taka virkan þátt í áfallahjálp og sálgæslu ásamt starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Austurlands, áfallateymi Rauða krossins og starfsmönnum sveitarfélagsins í félagsþjónustu. „Síðan verðum við bara að láta kærleikann umvefja okkur og sýna hvort öðru kærleika og umhyggju. og halda áfram með lífið. Lífið verður að halda áfram hvað sem á dynur,“ segir Jón Björn Hákonarson, forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar. Rannsókn á andláti hjóna í Neskaupstað Fjarðabyggð Tengdar fréttir Tvennt látið í Neskaupstað og einn handtekinn Lögreglan á Austurlandi rannsakar nú alvarlegt atvik í heimahúsi í Norðfirði. Eldri hjón voru úrskurðuð látin og einn handtekinn í tengslum við rannsókn málsins. 22. ágúst 2024 15:23 Lést í slysi við Hálslón Einn lést í alvarlegu slysi við Hálslón norðan Vatnajökuls. Lögreglu barst tilkynning um slysið laust fyrir klukkan átta í morgun. 20. ágúst 2024 12:01 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Sjá meira
„Ég finn það hér í samfélaginu okkar í Norðfirði, í samfélaginu okkar í Fjarðabyggð, uppi í Múlaþingi og fólk sem ég hef heyrt um allt land. Það er bara mikil sorg. Eðlileg viðbrögð sorgar eru doði. Það er lágskýjað en eins og prestarnir sögðu í gær verðum við að muna það að það birtir alltaf aftur. En auðvitað er mikil sorg í samfélaginu okkar á Austurlandi og víðar í dag,“ segir Jón Björn Hákonarson, forseti bæjarstjórnar í Fjarðabyggð. Kveiktu ljós vonar Hann segir bæjarbúa hafa fjölmennt á fallega minningarstund í Norðfjarðarkirkju í gær. Ljós vonar hafi verið kveikt og bæjarbúar komið saman til að styðja hver annan. Hann segir atburðarás síðustu daga fá mikið á lítið samfélag eins og Fjarðabyggð. „Þetta er mikið fyrir lítið bæjarfélag, þetta er mikið fyrir Austurland. Þetta er mikið fyrir landið allt. Við erum ekki stærri en það. Þetta hefur víða áhrif og auðvitað erum við bara í sorg. En um leið er svo mikilvægt fyrir okkur að standa saman og sýna hvert öðrum kærleik og hlýju og þannig komumst við í gegnum þetta saman,“ segir hann. Hann segir það gæfu Norðfirðinga að þeir standi saman og reiði sig hver á annan. Áfallamiðstöð opni klukkan fjögur í Egilsbúð í dag og hvetur Jón fólk til að nýta sér þjónustu hennar. „Við deilum sorginni saman en hugur okkar er hjá þeim sem eiga hvað sárast um að binda,“ segir Jón Björn. Lífið verði að halda áfram Jón segir prestana í sveitinni sinna skyldum sínum af miklum sóma. Þeir hafi í ýmsu að snúast og komi til með að taka virkan þátt í áfallahjálp og sálgæslu ásamt starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Austurlands, áfallateymi Rauða krossins og starfsmönnum sveitarfélagsins í félagsþjónustu. „Síðan verðum við bara að láta kærleikann umvefja okkur og sýna hvort öðru kærleika og umhyggju. og halda áfram með lífið. Lífið verður að halda áfram hvað sem á dynur,“ segir Jón Björn Hákonarson, forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar.
Rannsókn á andláti hjóna í Neskaupstað Fjarðabyggð Tengdar fréttir Tvennt látið í Neskaupstað og einn handtekinn Lögreglan á Austurlandi rannsakar nú alvarlegt atvik í heimahúsi í Norðfirði. Eldri hjón voru úrskurðuð látin og einn handtekinn í tengslum við rannsókn málsins. 22. ágúst 2024 15:23 Lést í slysi við Hálslón Einn lést í alvarlegu slysi við Hálslón norðan Vatnajökuls. Lögreglu barst tilkynning um slysið laust fyrir klukkan átta í morgun. 20. ágúst 2024 12:01 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Sjá meira
Tvennt látið í Neskaupstað og einn handtekinn Lögreglan á Austurlandi rannsakar nú alvarlegt atvik í heimahúsi í Norðfirði. Eldri hjón voru úrskurðuð látin og einn handtekinn í tengslum við rannsókn málsins. 22. ágúst 2024 15:23
Lést í slysi við Hálslón Einn lést í alvarlegu slysi við Hálslón norðan Vatnajökuls. Lögreglu barst tilkynning um slysið laust fyrir klukkan átta í morgun. 20. ágúst 2024 12:01