Ekki lengur kærustupar, núna orðin hjón Bjarki Sigurðsson skrifar 22. ágúst 2024 20:26 Glæsileg nýorðin hjón. Mynd/Rakel Rún Um helgina fór eitt fallegasta brúðkaup sumarsins fram þegar Björgvin Axel og Sandra Lind giftu sig. Þau eru bæði með Downs og búa bæði í íbúðakjarnanum Stuðlaskarði í Hafnarfirði. Björgvin og Sandra trúlofuðu sig í fyrra á afmælisdaginn hans Björgvins þegar Sandra gaf honum hring í afmælisgjöf. Þau gengu síðan í það heilaga þann 17. ágúst í Fríkirkjunni í Hafnarfirði og héldu stærðarinnar veislu. „Ég og Sandra vorum kærustupar, en ekki núna. Núna erum við hjón,“ sagði Björgvin þegar fréttastofa kíkti í heimsókn í dag. Hægt er að horfa á sjónvarpsfrétt um heimsóknina í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Fallegasta brúðkaup sumarsins Þau búa bæði í Stuðlaskarði og þegar þau voru orðin staðráðin í að gifta sig var ekki aftur snúið. „Sandra, hún er mjög góð og hún er konan mín. Ég elska hana,“ segir Björgvin. Björgvin og Sandra skemmtu sér konunglega, líkt og aðrir gestir veislunnar.Aðsend En hvað er það besta við Björgvin? „Ég elska hann. Hann er krútt,“ segir Sandra. Foreldrarnir segja að gleði fylgi því alltaf að vera foreldri barns með Downs. Brúðkaupið var með þeim fyrstu milli tveggja einstaklinga með Downs hér á landi. Það var nóg af kræsingum í veislunni.Aðsend „Við áttum ekki von á þessu,“ segja Kolbrún Hauksdóttir og Valgeir Eyjólfsson, foreldrar Söndru. „Maður leiddi hugann ekkert að því þannig lagað en þetta er ekkert sem var í kortunum,“ segir Gunnar Rúnar Jónsson, faðir Björgvins. Prettyboichoco kom og skemmti fólkinu.Aðsend Flestir sem fóru í brúðkaupið eru sammála um það að þetta hafi verið skemmtilegasta veisla sem þau hafi farið í. „Þetta var svo rosalega einlæg athöfn og veislan var alveg í þeirra anda. Ofboðslega mikil gleði og mikil gleði hjá gestum líka,“ segir Elísabet Hansdóttir, móðir Björgvins. Björgvin og Sandra trúlofuðu sig í september á síðasta ári.Mynd/Rakel Rún „Þetta var það mikil gleði í hjartanu að ég táraðist margsinnis,“ segir Gunnar Rúnar. En það var húmoristinn Björgvin sem fékk að eiga lokaorðin. „Í Jesú nafni. Takk fyrir.“ Brúðkaup Downs-heilkenni Tímamót Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent Fleiri fréttir Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Sjá meira
Björgvin og Sandra trúlofuðu sig í fyrra á afmælisdaginn hans Björgvins þegar Sandra gaf honum hring í afmælisgjöf. Þau gengu síðan í það heilaga þann 17. ágúst í Fríkirkjunni í Hafnarfirði og héldu stærðarinnar veislu. „Ég og Sandra vorum kærustupar, en ekki núna. Núna erum við hjón,“ sagði Björgvin þegar fréttastofa kíkti í heimsókn í dag. Hægt er að horfa á sjónvarpsfrétt um heimsóknina í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Fallegasta brúðkaup sumarsins Þau búa bæði í Stuðlaskarði og þegar þau voru orðin staðráðin í að gifta sig var ekki aftur snúið. „Sandra, hún er mjög góð og hún er konan mín. Ég elska hana,“ segir Björgvin. Björgvin og Sandra skemmtu sér konunglega, líkt og aðrir gestir veislunnar.Aðsend En hvað er það besta við Björgvin? „Ég elska hann. Hann er krútt,“ segir Sandra. Foreldrarnir segja að gleði fylgi því alltaf að vera foreldri barns með Downs. Brúðkaupið var með þeim fyrstu milli tveggja einstaklinga með Downs hér á landi. Það var nóg af kræsingum í veislunni.Aðsend „Við áttum ekki von á þessu,“ segja Kolbrún Hauksdóttir og Valgeir Eyjólfsson, foreldrar Söndru. „Maður leiddi hugann ekkert að því þannig lagað en þetta er ekkert sem var í kortunum,“ segir Gunnar Rúnar Jónsson, faðir Björgvins. Prettyboichoco kom og skemmti fólkinu.Aðsend Flestir sem fóru í brúðkaupið eru sammála um það að þetta hafi verið skemmtilegasta veisla sem þau hafi farið í. „Þetta var svo rosalega einlæg athöfn og veislan var alveg í þeirra anda. Ofboðslega mikil gleði og mikil gleði hjá gestum líka,“ segir Elísabet Hansdóttir, móðir Björgvins. Björgvin og Sandra trúlofuðu sig í september á síðasta ári.Mynd/Rakel Rún „Þetta var það mikil gleði í hjartanu að ég táraðist margsinnis,“ segir Gunnar Rúnar. En það var húmoristinn Björgvin sem fékk að eiga lokaorðin. „Í Jesú nafni. Takk fyrir.“
Brúðkaup Downs-heilkenni Tímamót Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent Fleiri fréttir Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Sjá meira