Jódísi ofbýður áfengisneysla á Alþingi Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 19. ágúst 2024 20:36 Jódís Skúladóttir hefur setið á þingi fyrir Vinstri græn síðan 2021. Vísir/Vilhelm Jódís Skúladóttir, þingkona Vinstri grænna, segist hafa gert athugasemd innan forsætisnefndar Alþingis vegna áfengisneyslu þingmanna við þinglok í vor. Hún segir það ekki boðlegt að þingmenn skuli standa í ræðustól á Alþingi Íslendinga undir áhrifum áfengis. Það sé gríðarleg vanvirðing við land og þjóð. Í viðtali við Rauða borð Samstöðvarinnar í dag gerir Jódís áfengismenningu á Alþingi að umtalsefni sínu. Hún segir ómenningu tíðkast hvað áfengi varðar á Íslandi og að sumir þingmenn sem hafa barist fyrir því að aukið verði framboð áfengis á Íslandi ættu að líta sér nær. „Nú ætla ég að kasta bombu. Ég ávarpaði það í forsætisnefnd í sumar að mér ofbauð áfengneysla í kringum þinglokin. Þetta er auðvitað margra áratuga saga. Við höfum haft hér stór blaðamál og fólk jafnvel verið svipt ærunni fyrir að vera undir áhrifum í þessu starfi,“ segir Jódís. Hún nefnir engin nöfn en segist líta svo á að hún, sem óvirkur alkohólisti, eigi heimtingu á því að á hennar vinnustað sé ekki drykkjuskapur. Hún, sem þingmaður, þurfi að mæta í veislur og móttökur þar sem neytt sé áfengis en þar hafi hún alltaf þann valmöguleika að stimpla sig út og fara úr aðstæðunum. Það eigi þó ekki við þegar þingfundur stendur yfir. „Það stendur þingfundur og störf þingsins eru í fullum gangi. Ég sem varaforseti Alþingis hef skyldum að gegna, þá hef ég ekkert val um að fara. Mér finnst þetta óvirðing við land og þjóð. Mér finnst þetta óvirðing við samstarfsfólkið og ég skil það alveg að langir dagar, langt fram á nætur, þetta er auðvitað erfitt og fólk finnur hjá sér þörf til að drekka. Stress og ofboðslega flókin mál í gangi,“ segir Jódís. „En þetta er ekki boðlegt. Það er aldrei svo að einhver sé að drekka brennivín og það hafi almennt engin áhrif á nokkurn annan,“ segir Jódís Skúladóttir þingkona Vinstri grænna. Alþingi Áfengi og tóbak Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Í viðtali við Rauða borð Samstöðvarinnar í dag gerir Jódís áfengismenningu á Alþingi að umtalsefni sínu. Hún segir ómenningu tíðkast hvað áfengi varðar á Íslandi og að sumir þingmenn sem hafa barist fyrir því að aukið verði framboð áfengis á Íslandi ættu að líta sér nær. „Nú ætla ég að kasta bombu. Ég ávarpaði það í forsætisnefnd í sumar að mér ofbauð áfengneysla í kringum þinglokin. Þetta er auðvitað margra áratuga saga. Við höfum haft hér stór blaðamál og fólk jafnvel verið svipt ærunni fyrir að vera undir áhrifum í þessu starfi,“ segir Jódís. Hún nefnir engin nöfn en segist líta svo á að hún, sem óvirkur alkohólisti, eigi heimtingu á því að á hennar vinnustað sé ekki drykkjuskapur. Hún, sem þingmaður, þurfi að mæta í veislur og móttökur þar sem neytt sé áfengis en þar hafi hún alltaf þann valmöguleika að stimpla sig út og fara úr aðstæðunum. Það eigi þó ekki við þegar þingfundur stendur yfir. „Það stendur þingfundur og störf þingsins eru í fullum gangi. Ég sem varaforseti Alþingis hef skyldum að gegna, þá hef ég ekkert val um að fara. Mér finnst þetta óvirðing við land og þjóð. Mér finnst þetta óvirðing við samstarfsfólkið og ég skil það alveg að langir dagar, langt fram á nætur, þetta er auðvitað erfitt og fólk finnur hjá sér þörf til að drekka. Stress og ofboðslega flókin mál í gangi,“ segir Jódís. „En þetta er ekki boðlegt. Það er aldrei svo að einhver sé að drekka brennivín og það hafi almennt engin áhrif á nokkurn annan,“ segir Jódís Skúladóttir þingkona Vinstri grænna.
Alþingi Áfengi og tóbak Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira