Telja áform um uppbyggingu vindmyllugarða verulegt áhyggjuefni Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. ágúst 2024 12:51 Björg Eva Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar. Framkvæmdastjóri Landverndar segir að leyfi Orkustofnunar til vindorkuvers sé mikið áhyggjuefni. Nú þurfi að þrýsta á stjórnvöld að móta framtíðarstefnu í vindorkumálum áður en lengra er haldið. Orkustofnun gaf Landsvirkjun í gær virkjunarleyfi fyrir vindorkuver við Búrfell. Þar stendur til að reisa um þrjátíu vindmyllur sem ná allt að hundrað og fimmtíu metra upp í loft. Þetta þykja nokkur tíðindi því þetta er í fyrsta sinn sem leyfi er gefið út til vindorkuvirkjunar hér á landi. Björg Eva Erlendsdóttir er framkvæmdastjóri Landverndar. „Landvernd telur alls ekki tímabært að gefa út virkjanaleyfi fyrir vindorku á Íslandi því stefna um vinnslu vindorku og framtíð hennar er bara ennþá óunnin og það er bara alls ekki gott. Þetta fyrsta leyfi Orkustofnunar til vindorkustofnunar er mikið áhyggjuefni en um leið mjög mikil hvatning til náttúruverndarsinna og til alls almennings um að þrýsta á stjórnvöld um að móta nú einu sinni stefnu í tæka tíð en ekki eftir að framkvæmdir sem nú eru á teikniborðinu á tugum svæða úti um Ísland verða komnar of langt til þess að hægt sé að hafa áhrif á þær.“Björg Eva segir átak í vitundarvakningu hafið. „Við sjáum tilefni til að fara núna í mjög öfluga kynningarherferð á landi sem er undir á teikniborði vindorkuframleiðenda og við vorum nú með stóreflisgöngu um Grjótháls í Borgarfirði um síðustu helgi og tóku þar þátt margir tugir manna og kvenna, það voru 70 manns í göngunni og það markar upphafið að þeirri kynningu á landsvæðum, heiðum í háska, sem við köllum, þannig að fólk þarf núna bara að fá almennilegar upplýsingar um þetta allt saman og það þarf að móta stefnu í samvinnu við almenning um hvernig við ætlum að hafa þessa hluti og hvort við ætlum að hafa þá.“Fjölmargir hafa áhuga á að ráðast í uppbyggingu slíkra vindmyllugarða.„Ég held það sé í kringum fimmtíu hugmyndir á einhverju skipulagsplani eða hugmyndastigi og sumar komnar mun lengra en það, maður heyrir af því að það sé búið að flytja inn einhver tilraunamöstur fyrir framkvæmdum og að þetta sé bara að læðast að úr öllum áttum og það er bara verulegt áhyggjuefni.“ Vindorka Tengdar fréttir Þurfi að sýna skynsemi við uppbyggingu vindorkuvera Fyrsta leyfið fyrir vindorkuver á Íslandi var veitt í dag. Orkustofnun hefur veitt Landsvirkjun virkjanaleyfi fyrir Búrfellslundi þar sem stefnt er að því að reisa þrjátíu vindmyllur. 12. ágúst 2024 23:05 Landsvirkjun skrefi nær því að reisa fyrsta vindorkuverið Orkustofnun veitti í dag virkjunarleyfi fyrir vindorkuverið Búrfellslund við Vaðöldu í Rangárþingi ytra. Landsvirkjun hyggst þar byggja upp fyrsta vindorkuver landsins. Gert er ráð fyrir að 28 til 30 vindmyllur rísi sunnan Sultartangastíflu á 17 ferkílómetra svæði og uppsett afl verði um 120 megavött. 12. ágúst 2024 17:32 Mest lesið Munurinn nemur þriggja ára skólagöngu Innlent Breskar konur stíga fram og ásaka Tate um nauðgun Erlent „Eins og eitt stórt þvagpróf af Reykjavík“ Innlent Fegurðarsamkeppnin sem tók ljótan snúning Erlent „Gætu orðið áhrifamestu kappræður allra tíma“ Erlent Umfangsmikil leit að manni sem skaut fimm í Kentucky Erlent Hringdi í skólann og varaði við rétt fyrir árásina Erlent Segir kraftaverk að sonur sinn sé á lífi Innlent „Þetta er alvöru hret“ Veður Skoða að breyta Hópinu í safn Innlent Fleiri fréttir Krefjast þess að ríkisstjórn vakni af blundi á „sögulegum“ mótmælum Hlaup hafið að nýju í Skálm Reglur um fæðingarstyrk geri ráð fyrir einsleitum hópi námsmanna „Eins og eitt stórt þvagpróf af Reykjavík“ Björgunarsveit í fýluferð vegna neyðarblyss Munurinn nemur þriggja ára skólagöngu Skoða að breyta Hópinu í safn Ópíóðar í fráveituvatni og einstakt samband stúlku og æðarfugls Fólk sem líti aldrei glaðan dag reyti hár sitt yfir saklausri auglýsingu 14 pör eða hjón í Hrunamannahreppi eiga von á barni Sturluð stemning á tónleikum Skálmaldar undir norðurljósunum Engin vopn á Ljósanótt og Októberfest Bæjarráð vill opna Grindavík fyrir almenningi Hundi haldið sofandi eftir amfetamíneitrun Ljósanæturuppgjör og stórtónleikar Skálmaldar Segir kraftaverk að sonur sinn sé á lífi Staða innflytjenda og kæra vegna Búrfellsvirkjunnar Íslendingur horfir fram á 24 ár í fangelsi til viðbótar Kýldi tvo lögregluþjóna í andlitið Gjaldþrot flugfélags leiddi til fyrstu flugvélasmíði Íslands Réðst á ferðamann og rændi hann Sundlauginni lokað vegna alvarlegrar bilunar Smali slasaðist við smalamennsku Stúlkan er fundin Leikskólabörn og 88 ára harmoníkuleikari Nýliðun í framkvæmdastjórn Pírata „Þetta má aldrei gerast aftur“ Þjóðarátak gegn ofbeldi og hjartnæm kyrrðarstund „Það skánar ekki við að búa til eins auglýsingu með karllíkama“ Klæðing fauk af veginum í hvassviðri Sjá meira
Orkustofnun gaf Landsvirkjun í gær virkjunarleyfi fyrir vindorkuver við Búrfell. Þar stendur til að reisa um þrjátíu vindmyllur sem ná allt að hundrað og fimmtíu metra upp í loft. Þetta þykja nokkur tíðindi því þetta er í fyrsta sinn sem leyfi er gefið út til vindorkuvirkjunar hér á landi. Björg Eva Erlendsdóttir er framkvæmdastjóri Landverndar. „Landvernd telur alls ekki tímabært að gefa út virkjanaleyfi fyrir vindorku á Íslandi því stefna um vinnslu vindorku og framtíð hennar er bara ennþá óunnin og það er bara alls ekki gott. Þetta fyrsta leyfi Orkustofnunar til vindorkustofnunar er mikið áhyggjuefni en um leið mjög mikil hvatning til náttúruverndarsinna og til alls almennings um að þrýsta á stjórnvöld um að móta nú einu sinni stefnu í tæka tíð en ekki eftir að framkvæmdir sem nú eru á teikniborðinu á tugum svæða úti um Ísland verða komnar of langt til þess að hægt sé að hafa áhrif á þær.“Björg Eva segir átak í vitundarvakningu hafið. „Við sjáum tilefni til að fara núna í mjög öfluga kynningarherferð á landi sem er undir á teikniborði vindorkuframleiðenda og við vorum nú með stóreflisgöngu um Grjótháls í Borgarfirði um síðustu helgi og tóku þar þátt margir tugir manna og kvenna, það voru 70 manns í göngunni og það markar upphafið að þeirri kynningu á landsvæðum, heiðum í háska, sem við köllum, þannig að fólk þarf núna bara að fá almennilegar upplýsingar um þetta allt saman og það þarf að móta stefnu í samvinnu við almenning um hvernig við ætlum að hafa þessa hluti og hvort við ætlum að hafa þá.“Fjölmargir hafa áhuga á að ráðast í uppbyggingu slíkra vindmyllugarða.„Ég held það sé í kringum fimmtíu hugmyndir á einhverju skipulagsplani eða hugmyndastigi og sumar komnar mun lengra en það, maður heyrir af því að það sé búið að flytja inn einhver tilraunamöstur fyrir framkvæmdum og að þetta sé bara að læðast að úr öllum áttum og það er bara verulegt áhyggjuefni.“
Vindorka Tengdar fréttir Þurfi að sýna skynsemi við uppbyggingu vindorkuvera Fyrsta leyfið fyrir vindorkuver á Íslandi var veitt í dag. Orkustofnun hefur veitt Landsvirkjun virkjanaleyfi fyrir Búrfellslundi þar sem stefnt er að því að reisa þrjátíu vindmyllur. 12. ágúst 2024 23:05 Landsvirkjun skrefi nær því að reisa fyrsta vindorkuverið Orkustofnun veitti í dag virkjunarleyfi fyrir vindorkuverið Búrfellslund við Vaðöldu í Rangárþingi ytra. Landsvirkjun hyggst þar byggja upp fyrsta vindorkuver landsins. Gert er ráð fyrir að 28 til 30 vindmyllur rísi sunnan Sultartangastíflu á 17 ferkílómetra svæði og uppsett afl verði um 120 megavött. 12. ágúst 2024 17:32 Mest lesið Munurinn nemur þriggja ára skólagöngu Innlent Breskar konur stíga fram og ásaka Tate um nauðgun Erlent „Eins og eitt stórt þvagpróf af Reykjavík“ Innlent Fegurðarsamkeppnin sem tók ljótan snúning Erlent „Gætu orðið áhrifamestu kappræður allra tíma“ Erlent Umfangsmikil leit að manni sem skaut fimm í Kentucky Erlent Hringdi í skólann og varaði við rétt fyrir árásina Erlent Segir kraftaverk að sonur sinn sé á lífi Innlent „Þetta er alvöru hret“ Veður Skoða að breyta Hópinu í safn Innlent Fleiri fréttir Krefjast þess að ríkisstjórn vakni af blundi á „sögulegum“ mótmælum Hlaup hafið að nýju í Skálm Reglur um fæðingarstyrk geri ráð fyrir einsleitum hópi námsmanna „Eins og eitt stórt þvagpróf af Reykjavík“ Björgunarsveit í fýluferð vegna neyðarblyss Munurinn nemur þriggja ára skólagöngu Skoða að breyta Hópinu í safn Ópíóðar í fráveituvatni og einstakt samband stúlku og æðarfugls Fólk sem líti aldrei glaðan dag reyti hár sitt yfir saklausri auglýsingu 14 pör eða hjón í Hrunamannahreppi eiga von á barni Sturluð stemning á tónleikum Skálmaldar undir norðurljósunum Engin vopn á Ljósanótt og Októberfest Bæjarráð vill opna Grindavík fyrir almenningi Hundi haldið sofandi eftir amfetamíneitrun Ljósanæturuppgjör og stórtónleikar Skálmaldar Segir kraftaverk að sonur sinn sé á lífi Staða innflytjenda og kæra vegna Búrfellsvirkjunnar Íslendingur horfir fram á 24 ár í fangelsi til viðbótar Kýldi tvo lögregluþjóna í andlitið Gjaldþrot flugfélags leiddi til fyrstu flugvélasmíði Íslands Réðst á ferðamann og rændi hann Sundlauginni lokað vegna alvarlegrar bilunar Smali slasaðist við smalamennsku Stúlkan er fundin Leikskólabörn og 88 ára harmoníkuleikari Nýliðun í framkvæmdastjórn Pírata „Þetta má aldrei gerast aftur“ Þjóðarátak gegn ofbeldi og hjartnæm kyrrðarstund „Það skánar ekki við að búa til eins auglýsingu með karllíkama“ Klæðing fauk af veginum í hvassviðri Sjá meira
Þurfi að sýna skynsemi við uppbyggingu vindorkuvera Fyrsta leyfið fyrir vindorkuver á Íslandi var veitt í dag. Orkustofnun hefur veitt Landsvirkjun virkjanaleyfi fyrir Búrfellslundi þar sem stefnt er að því að reisa þrjátíu vindmyllur. 12. ágúst 2024 23:05
Landsvirkjun skrefi nær því að reisa fyrsta vindorkuverið Orkustofnun veitti í dag virkjunarleyfi fyrir vindorkuverið Búrfellslund við Vaðöldu í Rangárþingi ytra. Landsvirkjun hyggst þar byggja upp fyrsta vindorkuver landsins. Gert er ráð fyrir að 28 til 30 vindmyllur rísi sunnan Sultartangastíflu á 17 ferkílómetra svæði og uppsett afl verði um 120 megavött. 12. ágúst 2024 17:32