Telja áform um uppbyggingu vindmyllugarða verulegt áhyggjuefni Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. ágúst 2024 12:51 Björg Eva Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar. Framkvæmdastjóri Landverndar segir að leyfi Orkustofnunar til vindorkuvers sé mikið áhyggjuefni. Nú þurfi að þrýsta á stjórnvöld að móta framtíðarstefnu í vindorkumálum áður en lengra er haldið. Orkustofnun gaf Landsvirkjun í gær virkjunarleyfi fyrir vindorkuver við Búrfell. Þar stendur til að reisa um þrjátíu vindmyllur sem ná allt að hundrað og fimmtíu metra upp í loft. Þetta þykja nokkur tíðindi því þetta er í fyrsta sinn sem leyfi er gefið út til vindorkuvirkjunar hér á landi. Björg Eva Erlendsdóttir er framkvæmdastjóri Landverndar. „Landvernd telur alls ekki tímabært að gefa út virkjanaleyfi fyrir vindorku á Íslandi því stefna um vinnslu vindorku og framtíð hennar er bara ennþá óunnin og það er bara alls ekki gott. Þetta fyrsta leyfi Orkustofnunar til vindorkustofnunar er mikið áhyggjuefni en um leið mjög mikil hvatning til náttúruverndarsinna og til alls almennings um að þrýsta á stjórnvöld um að móta nú einu sinni stefnu í tæka tíð en ekki eftir að framkvæmdir sem nú eru á teikniborðinu á tugum svæða úti um Ísland verða komnar of langt til þess að hægt sé að hafa áhrif á þær.“Björg Eva segir átak í vitundarvakningu hafið. „Við sjáum tilefni til að fara núna í mjög öfluga kynningarherferð á landi sem er undir á teikniborði vindorkuframleiðenda og við vorum nú með stóreflisgöngu um Grjótháls í Borgarfirði um síðustu helgi og tóku þar þátt margir tugir manna og kvenna, það voru 70 manns í göngunni og það markar upphafið að þeirri kynningu á landsvæðum, heiðum í háska, sem við köllum, þannig að fólk þarf núna bara að fá almennilegar upplýsingar um þetta allt saman og það þarf að móta stefnu í samvinnu við almenning um hvernig við ætlum að hafa þessa hluti og hvort við ætlum að hafa þá.“Fjölmargir hafa áhuga á að ráðast í uppbyggingu slíkra vindmyllugarða.„Ég held það sé í kringum fimmtíu hugmyndir á einhverju skipulagsplani eða hugmyndastigi og sumar komnar mun lengra en það, maður heyrir af því að það sé búið að flytja inn einhver tilraunamöstur fyrir framkvæmdum og að þetta sé bara að læðast að úr öllum áttum og það er bara verulegt áhyggjuefni.“ Vindorka Tengdar fréttir Þurfi að sýna skynsemi við uppbyggingu vindorkuvera Fyrsta leyfið fyrir vindorkuver á Íslandi var veitt í dag. Orkustofnun hefur veitt Landsvirkjun virkjanaleyfi fyrir Búrfellslundi þar sem stefnt er að því að reisa þrjátíu vindmyllur. 12. ágúst 2024 23:05 Landsvirkjun skrefi nær því að reisa fyrsta vindorkuverið Orkustofnun veitti í dag virkjunarleyfi fyrir vindorkuverið Búrfellslund við Vaðöldu í Rangárþingi ytra. Landsvirkjun hyggst þar byggja upp fyrsta vindorkuver landsins. Gert er ráð fyrir að 28 til 30 vindmyllur rísi sunnan Sultartangastíflu á 17 ferkílómetra svæði og uppsett afl verði um 120 megavött. 12. ágúst 2024 17:32 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Fleiri fréttir Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Sjá meira
Orkustofnun gaf Landsvirkjun í gær virkjunarleyfi fyrir vindorkuver við Búrfell. Þar stendur til að reisa um þrjátíu vindmyllur sem ná allt að hundrað og fimmtíu metra upp í loft. Þetta þykja nokkur tíðindi því þetta er í fyrsta sinn sem leyfi er gefið út til vindorkuvirkjunar hér á landi. Björg Eva Erlendsdóttir er framkvæmdastjóri Landverndar. „Landvernd telur alls ekki tímabært að gefa út virkjanaleyfi fyrir vindorku á Íslandi því stefna um vinnslu vindorku og framtíð hennar er bara ennþá óunnin og það er bara alls ekki gott. Þetta fyrsta leyfi Orkustofnunar til vindorkustofnunar er mikið áhyggjuefni en um leið mjög mikil hvatning til náttúruverndarsinna og til alls almennings um að þrýsta á stjórnvöld um að móta nú einu sinni stefnu í tæka tíð en ekki eftir að framkvæmdir sem nú eru á teikniborðinu á tugum svæða úti um Ísland verða komnar of langt til þess að hægt sé að hafa áhrif á þær.“Björg Eva segir átak í vitundarvakningu hafið. „Við sjáum tilefni til að fara núna í mjög öfluga kynningarherferð á landi sem er undir á teikniborði vindorkuframleiðenda og við vorum nú með stóreflisgöngu um Grjótháls í Borgarfirði um síðustu helgi og tóku þar þátt margir tugir manna og kvenna, það voru 70 manns í göngunni og það markar upphafið að þeirri kynningu á landsvæðum, heiðum í háska, sem við köllum, þannig að fólk þarf núna bara að fá almennilegar upplýsingar um þetta allt saman og það þarf að móta stefnu í samvinnu við almenning um hvernig við ætlum að hafa þessa hluti og hvort við ætlum að hafa þá.“Fjölmargir hafa áhuga á að ráðast í uppbyggingu slíkra vindmyllugarða.„Ég held það sé í kringum fimmtíu hugmyndir á einhverju skipulagsplani eða hugmyndastigi og sumar komnar mun lengra en það, maður heyrir af því að það sé búið að flytja inn einhver tilraunamöstur fyrir framkvæmdum og að þetta sé bara að læðast að úr öllum áttum og það er bara verulegt áhyggjuefni.“
Vindorka Tengdar fréttir Þurfi að sýna skynsemi við uppbyggingu vindorkuvera Fyrsta leyfið fyrir vindorkuver á Íslandi var veitt í dag. Orkustofnun hefur veitt Landsvirkjun virkjanaleyfi fyrir Búrfellslundi þar sem stefnt er að því að reisa þrjátíu vindmyllur. 12. ágúst 2024 23:05 Landsvirkjun skrefi nær því að reisa fyrsta vindorkuverið Orkustofnun veitti í dag virkjunarleyfi fyrir vindorkuverið Búrfellslund við Vaðöldu í Rangárþingi ytra. Landsvirkjun hyggst þar byggja upp fyrsta vindorkuver landsins. Gert er ráð fyrir að 28 til 30 vindmyllur rísi sunnan Sultartangastíflu á 17 ferkílómetra svæði og uppsett afl verði um 120 megavött. 12. ágúst 2024 17:32 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Fleiri fréttir Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Sjá meira
Þurfi að sýna skynsemi við uppbyggingu vindorkuvera Fyrsta leyfið fyrir vindorkuver á Íslandi var veitt í dag. Orkustofnun hefur veitt Landsvirkjun virkjanaleyfi fyrir Búrfellslundi þar sem stefnt er að því að reisa þrjátíu vindmyllur. 12. ágúst 2024 23:05
Landsvirkjun skrefi nær því að reisa fyrsta vindorkuverið Orkustofnun veitti í dag virkjunarleyfi fyrir vindorkuverið Búrfellslund við Vaðöldu í Rangárþingi ytra. Landsvirkjun hyggst þar byggja upp fyrsta vindorkuver landsins. Gert er ráð fyrir að 28 til 30 vindmyllur rísi sunnan Sultartangastíflu á 17 ferkílómetra svæði og uppsett afl verði um 120 megavött. 12. ágúst 2024 17:32