„Brá verulega að heyra að fangaverðir hefðu slasast“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 5. ágúst 2024 19:01 Guðrún Hafsteinsdóttir er dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Dómsmálaráðherra var verulega brugðið að heyra af árás á fangaverði á föstudaginn. Hún vonar að bygging nýs fangelsis að Litla-Hrauni hefjist eins fljótt og hægt er á nýju ári. Aðrar mögulegar úrbætur verði skoðaðar í millitíðinni til að unnt sé að tryggja öryggi fanga, starfsfólks og aðstandenda. Á föstudag þurftu þrír fangaverðir á Litla-Hrauni að leita á slysadeild eftir átök við fanga sem nú sætir agaviðurlögum vegna atviksins. „Vitaskuld bregður manni alltaf við þegar það koma upp alvarleg atvik í fangelsum landsins og mér brá verulega að heyra að þarna hefðu fangaverðir slasast í átökum við fanga,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra. Guðrún kveðst hafa lagt mikla áherslu á fangelsismál síðan hún tók við ráðuneytinu. „Ég tel mjög brýnt að við tryggjum bæði öryggi fanga og öryggi starfsfólks innan fangelsanna.“ Fangelsismálastjóri sagði í samtali við fréttastofu í fyrradag að fjölga hafi þurft öryggisgöngum úr einum í tvo í fangelsinu, aðstæður hafi verið erfiðar að undanförnu og mögulega þurfi að herða reglur í ljósi erfiðrar hegðunar sumra fanga innan veggja fangelsisins. Staðan á Litla-Hrauni alvarleg Guðrún segir það ábyrgði fangelsismálayfirvalda og stjórnenda hverju sinni að grípa til þeirra aðgerða sem aðstæður kalla á. Hún útilokar hins vegar ekki að ráðast þurfi í frekari aðgerðir. „Við munum taka þetta til skoðunar og sjá hvort að við getum ekki bætt um betur. En vitaskuld, og ég hef vakið athygli á því og ég hef haft miklar áhyggjur af því síðan ég kom í ráðuneytið að staðan sérstaklega á Litla-Hrauni, húsnæðið er illa farið og staðan þar er alvarleg,“ segir Guðrún. Því hafi verið tekin ákvörðun um að byggja þar nýtt fangelsi en að undanförnu hefur verið unnið að þarfagreiningu og fleiru í tengslum við það. „Við verðum að hraða þeirri framkvæmd eins og hægt er því að við eigum erfitt með að tryggja öryggi fanga, öryggi starfsmanna og einnig að koma upp góðri aðstöðu fyrir aðstandendur fanga til að heimsækja þá. Allt þetta er ekki í góðu horfi í dag, hefur ekki verið í langan tíma og það er löngu tímabært að við setjum meiri fókus á þennan málaflokk,“ segir Guðrún. Starfsemi í gámum á lóð fangelsisins Þar til vinna hefst við byggingu nýs fangelsis verður ráðist í viðgerðir á núverandi húsnæði, og bráðabirgðaaðstaða hefur verið sett upp í gámum. „Við höfum tekið ákvörðun um að setja nokkur hundruð milljónir í að lagfæra það húsnæði þangað til nýtt fangelsi verður risið og tilbúið. Þess vegna munum við gera hvað við getum til þess að tryggja viðunandi aðstæður. Ég get nefnt sem dæmi að núna eru komin á lóð fangelsisins gámar þar sem að stoðþjónusta fangelsisins hefur nú þegar tekið til starfa í eins og til dæmis heilbrigðisþjónusta en einnig heimsóknaraðstaða,“ segir Guðrún sem vonar að framkvæmdir við byggingu nýs fangelsis geti hafist sem allra fyrst á nýju ári. „Ég er að vonast eftir því að jarðvinna geti hafist á nýju fangelsi næsta vor eða eftir áramót, það fer eftir tíðarfari. En ég er að vonast til þess að byggingartíminn á nýju fangelsi verði tvö til þrjú ár,“ segir Guðrún. Fangelsismál Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Fleiri fréttir Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Sjá meira
Á föstudag þurftu þrír fangaverðir á Litla-Hrauni að leita á slysadeild eftir átök við fanga sem nú sætir agaviðurlögum vegna atviksins. „Vitaskuld bregður manni alltaf við þegar það koma upp alvarleg atvik í fangelsum landsins og mér brá verulega að heyra að þarna hefðu fangaverðir slasast í átökum við fanga,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra. Guðrún kveðst hafa lagt mikla áherslu á fangelsismál síðan hún tók við ráðuneytinu. „Ég tel mjög brýnt að við tryggjum bæði öryggi fanga og öryggi starfsfólks innan fangelsanna.“ Fangelsismálastjóri sagði í samtali við fréttastofu í fyrradag að fjölga hafi þurft öryggisgöngum úr einum í tvo í fangelsinu, aðstæður hafi verið erfiðar að undanförnu og mögulega þurfi að herða reglur í ljósi erfiðrar hegðunar sumra fanga innan veggja fangelsisins. Staðan á Litla-Hrauni alvarleg Guðrún segir það ábyrgði fangelsismálayfirvalda og stjórnenda hverju sinni að grípa til þeirra aðgerða sem aðstæður kalla á. Hún útilokar hins vegar ekki að ráðast þurfi í frekari aðgerðir. „Við munum taka þetta til skoðunar og sjá hvort að við getum ekki bætt um betur. En vitaskuld, og ég hef vakið athygli á því og ég hef haft miklar áhyggjur af því síðan ég kom í ráðuneytið að staðan sérstaklega á Litla-Hrauni, húsnæðið er illa farið og staðan þar er alvarleg,“ segir Guðrún. Því hafi verið tekin ákvörðun um að byggja þar nýtt fangelsi en að undanförnu hefur verið unnið að þarfagreiningu og fleiru í tengslum við það. „Við verðum að hraða þeirri framkvæmd eins og hægt er því að við eigum erfitt með að tryggja öryggi fanga, öryggi starfsmanna og einnig að koma upp góðri aðstöðu fyrir aðstandendur fanga til að heimsækja þá. Allt þetta er ekki í góðu horfi í dag, hefur ekki verið í langan tíma og það er löngu tímabært að við setjum meiri fókus á þennan málaflokk,“ segir Guðrún. Starfsemi í gámum á lóð fangelsisins Þar til vinna hefst við byggingu nýs fangelsis verður ráðist í viðgerðir á núverandi húsnæði, og bráðabirgðaaðstaða hefur verið sett upp í gámum. „Við höfum tekið ákvörðun um að setja nokkur hundruð milljónir í að lagfæra það húsnæði þangað til nýtt fangelsi verður risið og tilbúið. Þess vegna munum við gera hvað við getum til þess að tryggja viðunandi aðstæður. Ég get nefnt sem dæmi að núna eru komin á lóð fangelsisins gámar þar sem að stoðþjónusta fangelsisins hefur nú þegar tekið til starfa í eins og til dæmis heilbrigðisþjónusta en einnig heimsóknaraðstaða,“ segir Guðrún sem vonar að framkvæmdir við byggingu nýs fangelsis geti hafist sem allra fyrst á nýju ári. „Ég er að vonast eftir því að jarðvinna geti hafist á nýju fangelsi næsta vor eða eftir áramót, það fer eftir tíðarfari. En ég er að vonast til þess að byggingartíminn á nýju fangelsi verði tvö til þrjú ár,“ segir Guðrún.
Fangelsismál Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Fleiri fréttir Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Sjá meira