Ekki talinn í lífshættu eftir hnífsstungu á Akureyri í nótt Kjartan Kjartansson og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 3. ágúst 2024 09:11 Erill var hjá lögreglu á Akureyri fyrstu nótt verslunarmannahelgarinnar. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Hnífstungumál á miðbæjarsvæðinu er til rannsóknar hjá lögreglunni á Akureyri eftir fyrstu nótt verslunarmannahelgarinnar þar. Sá slasaði er ekki talinn í lífshættu. Töluvert af fólki var í bænum en að öðru leyti hefur allt gengið vel, að sögn varðstjóra hjá lögreglunni. Hátíðin Ein með öllu er haldin á Akureyri um verslunarmannahelgina. Jóhann Olsen, varðstjóri hjá lögreglunni á Akureyri, segir töluvert af fólki hafa skemmt sér í bænum í bænum og erill hjá lögreglu. Eina meiriháttar verkefni lögreglu til þessa hafi verið líkamsárás á miðbæjarsvæðinu í nótt sem sé til rannsóknar. Jóhann sagði Vísi í morgun að einn hefði verið fluttur til aðhlynningar á sjúkrahúsi. Hann staðfestir að fólk sem tengist árásinni væri í fangaklefa eftir nóttina. Lögreglan á Norðurlandi eystra upplýsti síðar í morgun að um hnífsstungu hefði verið að ræða. Árásin átti sér stað á þriðja tímanum í nótt. Sá sem varð fyrir stungunni sé ekki talinn í lífshættu og aðilar séu í haldi vegna rannsóknar málsins. Ekki væri hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu. Að öðru leyti segir hann að skemmtanahaldið hafi farið vel fram þó að alltaf sé eitthvað um smá pústra þar sem margir koma saman til skemmta sér. Fínasta veður er á Akureyri þessa stundina, ólíkt á sunnanverðu landinu þar sem gular viðvaranir eru í gildi í dag. Einn stærsti viðburðurinn á dagskránni fyrir norðan í dag er utanvegahlaupið Súlur vertical sem hefst hjá Goðafossi. Fréttin var uppfærð eftir að lögreglan á Norðurlandi eystra birti Facebook-færslu þar sem greint var frá því að líkamsárás sem Vísir sagði upphaflega frá hefði verið hnífsstungumál. Lögreglumál Akureyri Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Hátíðin Ein með öllu er haldin á Akureyri um verslunarmannahelgina. Jóhann Olsen, varðstjóri hjá lögreglunni á Akureyri, segir töluvert af fólki hafa skemmt sér í bænum í bænum og erill hjá lögreglu. Eina meiriháttar verkefni lögreglu til þessa hafi verið líkamsárás á miðbæjarsvæðinu í nótt sem sé til rannsóknar. Jóhann sagði Vísi í morgun að einn hefði verið fluttur til aðhlynningar á sjúkrahúsi. Hann staðfestir að fólk sem tengist árásinni væri í fangaklefa eftir nóttina. Lögreglan á Norðurlandi eystra upplýsti síðar í morgun að um hnífsstungu hefði verið að ræða. Árásin átti sér stað á þriðja tímanum í nótt. Sá sem varð fyrir stungunni sé ekki talinn í lífshættu og aðilar séu í haldi vegna rannsóknar málsins. Ekki væri hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu. Að öðru leyti segir hann að skemmtanahaldið hafi farið vel fram þó að alltaf sé eitthvað um smá pústra þar sem margir koma saman til skemmta sér. Fínasta veður er á Akureyri þessa stundina, ólíkt á sunnanverðu landinu þar sem gular viðvaranir eru í gildi í dag. Einn stærsti viðburðurinn á dagskránni fyrir norðan í dag er utanvegahlaupið Súlur vertical sem hefst hjá Goðafossi. Fréttin var uppfærð eftir að lögreglan á Norðurlandi eystra birti Facebook-færslu þar sem greint var frá því að líkamsárás sem Vísir sagði upphaflega frá hefði verið hnífsstungumál.
Lögreglumál Akureyri Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira