Tjá sig ekki eftir fullyrðingar ráðuneytisins í nafnabreytingarmálinu Jón Þór Stefánsson skrifar 1. ágúst 2024 15:25 Nafnabreyting Mohamads Th. Jóhannessonar, sem hét áður Mohamad Kourani hefur vakið talsverða athygli. Vísir Þjóðskrá ætlar ekki tjá sig frekar um mál sem varðar nafnabreytingu Mohamads Th. Jóhannessonar, sem hét áður Mohamad Kourani í kjölfar fullyrðinga dómsmálaráðuneytisins um að það hafi ekki gefið út leiðbeiningar um túlkun á ákveðinni grein í lögum um mannanöfn. „Ég get staðfest að Þjóðskrá hefur móttekið erindi frá Dómsmálaráðuneytinu og við munum ekki tjá okkur frekar um málið,“ segir Soffía Svanhildar- Felixdóttir, deildarstjóri þjónustu og skráningar hjá Þjóðskrá, í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu. Greint var frá nafnabreytingu Mohamads á dögunum, skömmu eftir að hann fékk átta ára fangelsisdóm fyrir stunguárás og önnur afbrot. Í kjölfarið gaf Soffía fréttastofu viðtal þar sem hún tjáði sig þó ekki með beinum hætti um mál Mohamads. Hún sagði að almennt mætti einstaklingur einungis kenna sig við föður, móður eða taka upp ættarnafn sem heimild er fyrir. Þó sé undanþáguákvæði sem heimili Þjóðskrá að samþykkja annars konar kenninafnsbreytingar. „Það þurfa að vera sterk rök fyrir slíkri beiðni.“ Ströng ákvæði væru fyrir slíkri breytingu sem væri háð leiðbeiningum frá dómsmálaráðuneytinu. Málið vakti talsverða athygli. Til að mynda veltu þær Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Sigríður Á Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, því fyrir sér hvort að málið væri dæmi sem benti til þess að mögulega þyrfti að skoða nafnalögin. „Undanþágunni er ætlað að vernda hinn saklausa borgara af samsömun við glæpamanninn. Ekki öfugt. Það hefur fráleitt verið ætlun löggjafans að vernda glæpamenn frá eigin kenninafni eða auðvelda þeim að fela brotaferil sinn á bak við nýtt nafn,“ sagði Sigríður. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra óskaði síðan eftir upplýsingum frá Þjóðskrá varðandi nafnabreytinguna. Í gærkvöld sendi dómsmálaráðuneytið frá sér yfirlýsingu vegna málsins, en þar kom fram að ráðuneytið kannaðist ekki við að hafa gefið út umræddar leiðbeiningar. „Í umfjöllun í fjölmiðlum um nafnbreytingu erlends ríkisborgara var haft eftir Þjóðskrá Íslands að stuðst hafi verið við leiðbeiningar dómsmálaráðuneytisins. Af því mátti ætla að ráðuneytið hefði gefið út leiðbeiningar um afgreiðslu slíkra mála. Dómsmálaráðuneytið hefur ekki gefið út leiðbeiningar, hvorki almennar né sérstakar, varðandi túlkun á 16. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn og gaf heldur ekki sérstakar leiðbeiningar í þessu tiltekna máli,“ segir á vef stjórnarráðsins. „Skírskotun Þjóðskrár Íslands til leiðbeininga frá dómsmálaráðuneyti var því ekki rétt og til þess fallin að valda misskilningi, sem rétt þykir að sé leiðréttur. Ráðuneytið hefur komið þessum sjónarmiðum á framfæri við Þjóðskrá Íslands.“ Fréttastofa óskaði eftir viðbrögðum Þjóðskrár við yfirlýsingu ráðuneytisins, en eins og áður segir ætlar stofnunin ekki að tjá sig frekar um málið. Mál Mohamad Kourani Mannanöfn Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Erlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Innlent Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Húsbrot og líkamsárás Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Sjá meira
„Ég get staðfest að Þjóðskrá hefur móttekið erindi frá Dómsmálaráðuneytinu og við munum ekki tjá okkur frekar um málið,“ segir Soffía Svanhildar- Felixdóttir, deildarstjóri þjónustu og skráningar hjá Þjóðskrá, í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu. Greint var frá nafnabreytingu Mohamads á dögunum, skömmu eftir að hann fékk átta ára fangelsisdóm fyrir stunguárás og önnur afbrot. Í kjölfarið gaf Soffía fréttastofu viðtal þar sem hún tjáði sig þó ekki með beinum hætti um mál Mohamads. Hún sagði að almennt mætti einstaklingur einungis kenna sig við föður, móður eða taka upp ættarnafn sem heimild er fyrir. Þó sé undanþáguákvæði sem heimili Þjóðskrá að samþykkja annars konar kenninafnsbreytingar. „Það þurfa að vera sterk rök fyrir slíkri beiðni.“ Ströng ákvæði væru fyrir slíkri breytingu sem væri háð leiðbeiningum frá dómsmálaráðuneytinu. Málið vakti talsverða athygli. Til að mynda veltu þær Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Sigríður Á Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, því fyrir sér hvort að málið væri dæmi sem benti til þess að mögulega þyrfti að skoða nafnalögin. „Undanþágunni er ætlað að vernda hinn saklausa borgara af samsömun við glæpamanninn. Ekki öfugt. Það hefur fráleitt verið ætlun löggjafans að vernda glæpamenn frá eigin kenninafni eða auðvelda þeim að fela brotaferil sinn á bak við nýtt nafn,“ sagði Sigríður. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra óskaði síðan eftir upplýsingum frá Þjóðskrá varðandi nafnabreytinguna. Í gærkvöld sendi dómsmálaráðuneytið frá sér yfirlýsingu vegna málsins, en þar kom fram að ráðuneytið kannaðist ekki við að hafa gefið út umræddar leiðbeiningar. „Í umfjöllun í fjölmiðlum um nafnbreytingu erlends ríkisborgara var haft eftir Þjóðskrá Íslands að stuðst hafi verið við leiðbeiningar dómsmálaráðuneytisins. Af því mátti ætla að ráðuneytið hefði gefið út leiðbeiningar um afgreiðslu slíkra mála. Dómsmálaráðuneytið hefur ekki gefið út leiðbeiningar, hvorki almennar né sérstakar, varðandi túlkun á 16. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn og gaf heldur ekki sérstakar leiðbeiningar í þessu tiltekna máli,“ segir á vef stjórnarráðsins. „Skírskotun Þjóðskrár Íslands til leiðbeininga frá dómsmálaráðuneyti var því ekki rétt og til þess fallin að valda misskilningi, sem rétt þykir að sé leiðréttur. Ráðuneytið hefur komið þessum sjónarmiðum á framfæri við Þjóðskrá Íslands.“ Fréttastofa óskaði eftir viðbrögðum Þjóðskrár við yfirlýsingu ráðuneytisins, en eins og áður segir ætlar stofnunin ekki að tjá sig frekar um málið.
Mál Mohamad Kourani Mannanöfn Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Erlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Innlent Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Húsbrot og líkamsárás Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Sjá meira