Málum vegna dyrabjöllumyndavéla muni fjölga Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. júlí 2024 23:31 Helga Sigríður er staðgengill forstjóra Persónuverndar. Hún á von á því að málum á borði stofnunarinnar sem tengjast dyrabjöllumyndavélum muni fjölga á næstunni. Vísir/Ívar Fannar Kvörtunum og athugasemdum vegna dyrabjöllumyndavéla mun fjölga á næstu árum, að mati fulltrúa Persónuverndar. Varað er við því að fólk birti myndefni úr slíkum myndavélum á samfélagsmiðlum til að lýsa eftir innbrotsþjófum. Slíkt efni eigi frekar heima á borði lögreglu. Svokölluðum dyrabjöllumyndavélum, eins og þeirri sem sést í sjónvarpsfréttinni hér að neðan, fer sífellt fjölgandi. Þá er eðlilegt að fólk spyrji sig hvað má, og hvað má ekki, í þessum efnum. Á dögunum birti Presónuvernd úrskurð þar sem var ekki talið að notkun slíkrar myndavélar hefði brotið í bága við persónuverndarlög, en vélin var staðsett í dyrabjöllu utaná tvíbíyli, og sjónsvið hennar náði til sameiginlegs svæðis fyrir framan húsið. Staðgengill forstjóra Persónuverndar segir slíkum málum fara fjölgandi. „Þau byrjuðu að koma inn á okkar borð fyrir svona þremur, fjórum árum og við gerum ráð fyrir að þeim eigi eftir að fjölga,“ segir Helga Sigríður Þórhallsdóttir, staðgengill forstjóra hjá Persónuvernd. Miklu máli skipti hvernig búnaðurinn er notaður. „Við horfum til dæmis í það hvort upptakan er alltaf í gangi, eða hvort hún fer í gang þegar einhver gengur fram hjá, eða hvort upptakan fer bara í gang þegar einhver hringir bjöllunni.“ Stöðug vöktun krefst merkinga Fari upptakan aðeins í gang þegar bjöllu er hringt gildi persónuverndarlög almennt ekki. Sé upptaka alltaf í gangi gildi sömu sjónarmið og um eftirlitsmyndavélar almennt. „Þessi sömu sjónarmið geta gilt líka ef hún fer alltaf í gang þegar hreyfiskynjari virkjast. Þá þarf til dæmis að huga að merkingum, og mikilvægt að huga að því líka hvernig myndavélin er stillt, þannig að vöktunin nái ekki út fyrir lóðamörk til dæmis,“ segir Helga Sigríður. Persónuverndarlög gilda almennt ekki heldur þegar persónuupplýsingar eru unnar til einkanota. Öðru máli gildi þegar fólk birtir upptökur opinberlega, til að mynda þegar auglýst er eftir innbrotsþjófum á samfélagsmiðlum. „Slíkar myndbirtingar geta fallið undir persónuverndarlögin, jafnvel þó að vöktunin geri það ekki. Þannig að við mælum með frekar að fólk sendi það efni til lögreglu.“ Persónuvernd Tengdar fréttir Ekki fallist á að dyrabjallan sé að fylgjast með nágrannanum Persónuvernd hefur úrskurðað að notkun dyrabjöllumyndavélar hafi ekki brotið í bága við persónuverndarlög. Myndavélin sem um ræðir er staðstatt í dyrabjöllu á útidyrum í tvíbýli þar sem sjónsvið myndavélarinnar náði til sameiginlegs svæðis fyrir framan húsið. 25. júlí 2024 19:18 Aldrei lent í öðru eins á löngum sjálfboðaliðaferli Elín Soffía Harðardóttir, kennari og sjálfboðaliði til margra ára, segir að sér hafi þótt afar leiðinlegt að myndband af henni við sjálfboðastarf fyrir Samfylkinguna hafi farið í dreifingu á netinu. Myndbandið sýnir þegar hún bankar upp á til þess að bjóða heimilismanni rauða rós, en hún fær það svar að rósin sé best geymd í ruslinu. 13. maí 2022 12:43 Mikil fjölgun öryggismyndavéla við heimili: Góðkunningjar lögreglu þekkjast oft á upptökum Töluverð aukning hefur orðið á því að myndbandsupptökur berist lögreglu í þjófnaðarmálum, en þær liggja fyrir í fjórða hverju máli. Sala á öryggismyndavélum til heimila hefur margfaldast en á sama tíma hefur kvörtunum til Persónuverndar vegna slíkra myndavéla fjölgað. 12. september 2022 06:00 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Svokölluðum dyrabjöllumyndavélum, eins og þeirri sem sést í sjónvarpsfréttinni hér að neðan, fer sífellt fjölgandi. Þá er eðlilegt að fólk spyrji sig hvað má, og hvað má ekki, í þessum efnum. Á dögunum birti Presónuvernd úrskurð þar sem var ekki talið að notkun slíkrar myndavélar hefði brotið í bága við persónuverndarlög, en vélin var staðsett í dyrabjöllu utaná tvíbíyli, og sjónsvið hennar náði til sameiginlegs svæðis fyrir framan húsið. Staðgengill forstjóra Persónuverndar segir slíkum málum fara fjölgandi. „Þau byrjuðu að koma inn á okkar borð fyrir svona þremur, fjórum árum og við gerum ráð fyrir að þeim eigi eftir að fjölga,“ segir Helga Sigríður Þórhallsdóttir, staðgengill forstjóra hjá Persónuvernd. Miklu máli skipti hvernig búnaðurinn er notaður. „Við horfum til dæmis í það hvort upptakan er alltaf í gangi, eða hvort hún fer í gang þegar einhver gengur fram hjá, eða hvort upptakan fer bara í gang þegar einhver hringir bjöllunni.“ Stöðug vöktun krefst merkinga Fari upptakan aðeins í gang þegar bjöllu er hringt gildi persónuverndarlög almennt ekki. Sé upptaka alltaf í gangi gildi sömu sjónarmið og um eftirlitsmyndavélar almennt. „Þessi sömu sjónarmið geta gilt líka ef hún fer alltaf í gang þegar hreyfiskynjari virkjast. Þá þarf til dæmis að huga að merkingum, og mikilvægt að huga að því líka hvernig myndavélin er stillt, þannig að vöktunin nái ekki út fyrir lóðamörk til dæmis,“ segir Helga Sigríður. Persónuverndarlög gilda almennt ekki heldur þegar persónuupplýsingar eru unnar til einkanota. Öðru máli gildi þegar fólk birtir upptökur opinberlega, til að mynda þegar auglýst er eftir innbrotsþjófum á samfélagsmiðlum. „Slíkar myndbirtingar geta fallið undir persónuverndarlögin, jafnvel þó að vöktunin geri það ekki. Þannig að við mælum með frekar að fólk sendi það efni til lögreglu.“
Persónuvernd Tengdar fréttir Ekki fallist á að dyrabjallan sé að fylgjast með nágrannanum Persónuvernd hefur úrskurðað að notkun dyrabjöllumyndavélar hafi ekki brotið í bága við persónuverndarlög. Myndavélin sem um ræðir er staðstatt í dyrabjöllu á útidyrum í tvíbýli þar sem sjónsvið myndavélarinnar náði til sameiginlegs svæðis fyrir framan húsið. 25. júlí 2024 19:18 Aldrei lent í öðru eins á löngum sjálfboðaliðaferli Elín Soffía Harðardóttir, kennari og sjálfboðaliði til margra ára, segir að sér hafi þótt afar leiðinlegt að myndband af henni við sjálfboðastarf fyrir Samfylkinguna hafi farið í dreifingu á netinu. Myndbandið sýnir þegar hún bankar upp á til þess að bjóða heimilismanni rauða rós, en hún fær það svar að rósin sé best geymd í ruslinu. 13. maí 2022 12:43 Mikil fjölgun öryggismyndavéla við heimili: Góðkunningjar lögreglu þekkjast oft á upptökum Töluverð aukning hefur orðið á því að myndbandsupptökur berist lögreglu í þjófnaðarmálum, en þær liggja fyrir í fjórða hverju máli. Sala á öryggismyndavélum til heimila hefur margfaldast en á sama tíma hefur kvörtunum til Persónuverndar vegna slíkra myndavéla fjölgað. 12. september 2022 06:00 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Ekki fallist á að dyrabjallan sé að fylgjast með nágrannanum Persónuvernd hefur úrskurðað að notkun dyrabjöllumyndavélar hafi ekki brotið í bága við persónuverndarlög. Myndavélin sem um ræðir er staðstatt í dyrabjöllu á útidyrum í tvíbýli þar sem sjónsvið myndavélarinnar náði til sameiginlegs svæðis fyrir framan húsið. 25. júlí 2024 19:18
Aldrei lent í öðru eins á löngum sjálfboðaliðaferli Elín Soffía Harðardóttir, kennari og sjálfboðaliði til margra ára, segir að sér hafi þótt afar leiðinlegt að myndband af henni við sjálfboðastarf fyrir Samfylkinguna hafi farið í dreifingu á netinu. Myndbandið sýnir þegar hún bankar upp á til þess að bjóða heimilismanni rauða rós, en hún fær það svar að rósin sé best geymd í ruslinu. 13. maí 2022 12:43
Mikil fjölgun öryggismyndavéla við heimili: Góðkunningjar lögreglu þekkjast oft á upptökum Töluverð aukning hefur orðið á því að myndbandsupptökur berist lögreglu í þjófnaðarmálum, en þær liggja fyrir í fjórða hverju máli. Sala á öryggismyndavélum til heimila hefur margfaldast en á sama tíma hefur kvörtunum til Persónuverndar vegna slíkra myndavéla fjölgað. 12. september 2022 06:00