„Smávægileg martröð“ að vinna fyrir Olsen systurnar Máni Snær Þorláksson skrifar 25. júlí 2024 13:56 Olsen systurnar árið 2016, tíu árum eftir að þær stofnuðu tískumerkið The Row. EPA/JUSTIN LANE Fyrrverandi starfsmaður Olsen tvíburasystranna lýsir því að vinna með þeim sem „smávægilegri martröð.“ Ástæðan sé sú að þær tali ákaflega lágt á fundum, svo lágt að það gekk yfirleitt betur að fylgjast með handahreyfingum þeirra. Systurnar Mary-Kate og Ashley Olsen hófu leikferil sinn þegar þær voru einungis níu mánaða gamlar. Þá léku þær í þáttunum Full House og áttu eftir að gera það í átta ár. Þær voru orðnar milljónamæringar tíu ára og frægðarsól þeirra hélt áfram að skína skært inn á fullorðinsárin. En árið 2006, þegar þær voru um tuttugu ára gamlar, byrjuðu þær hægt og rólega að stíga úr sviðsljósinu. Það var einmitt þá sem þær stofnuðu tískumerkið The Row. Það er óhætt að segja að það hafi verið ágætis ákvörðun hjá systrunum þar sem þær selja vörur fyrir tvö til þrjú hundruð milljónir dollara á hverju ári. Handahreyfingarnar hjálpuðu hvíslinu Í umfjöllun Us Weekly um systurnar kemur fram að Mary-Kate sjái meira um skapandi hliðina á fyrirtækinu á meðan Ashley sér um fjárhagslegu hliðina. Þá er rætt við fyrrverandi starfsfólk The Row sem lýsir því til að mynda hvernig það var að vinna með systrunum. Olsen tvíburasysturnar á opna bandaríska mótinu í tennis árið 2009.EPA/ANDREW GOMBERT „Það var smávægileg martröð,“ útskýrir fyrrverandi starfsmaður The Row. Hann útskýrir að systurnar tali svo lágt á fundum að það sé nánast eins og þær séu að hvísla. „Þú þarft að læra að túlka handahreyfingarnar þeirra því það segir yfirleitt meira um það hvernig þær vilja að fötin líti út.“ Systurnar treysti engum Ljóst er að systurnar passa vel upp á leyndarmálin sín. Us Weekly ræðir við fatahönnuð sem segir að systurnar passi vel upp á að engin slík leki úr fyrirtækinu. Hver sá sem mæti í bygginguna þurfi að skrifa undir þagnarsamning. Þá hafi Ashley aldrei tilkynnt samstarfsfólki sínu að hún væri ólétt. Haft er eftir fyrrverandi starfsmanni The Row að þær treysti engum. Einu sinni hafi starfsnemi reynt að taka mynd af systrunum í sýningarsal fyrirtækisins. Í kjölfarið hafi öllum starfsnemum verið bannað að fara inn í það rými. „Ég held að á einhverjum tímapunkti hafi þær viljað sanna sig. Því þær voru barnastjörnur og enginn tók þeim alvarlega þegar þær stofnuðu fyrirtækið,“ segir fyrrverandi starfsmaður The Row. Hollywood Tíska og hönnun Bandaríkin Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Sjá meira
Systurnar Mary-Kate og Ashley Olsen hófu leikferil sinn þegar þær voru einungis níu mánaða gamlar. Þá léku þær í þáttunum Full House og áttu eftir að gera það í átta ár. Þær voru orðnar milljónamæringar tíu ára og frægðarsól þeirra hélt áfram að skína skært inn á fullorðinsárin. En árið 2006, þegar þær voru um tuttugu ára gamlar, byrjuðu þær hægt og rólega að stíga úr sviðsljósinu. Það var einmitt þá sem þær stofnuðu tískumerkið The Row. Það er óhætt að segja að það hafi verið ágætis ákvörðun hjá systrunum þar sem þær selja vörur fyrir tvö til þrjú hundruð milljónir dollara á hverju ári. Handahreyfingarnar hjálpuðu hvíslinu Í umfjöllun Us Weekly um systurnar kemur fram að Mary-Kate sjái meira um skapandi hliðina á fyrirtækinu á meðan Ashley sér um fjárhagslegu hliðina. Þá er rætt við fyrrverandi starfsfólk The Row sem lýsir því til að mynda hvernig það var að vinna með systrunum. Olsen tvíburasysturnar á opna bandaríska mótinu í tennis árið 2009.EPA/ANDREW GOMBERT „Það var smávægileg martröð,“ útskýrir fyrrverandi starfsmaður The Row. Hann útskýrir að systurnar tali svo lágt á fundum að það sé nánast eins og þær séu að hvísla. „Þú þarft að læra að túlka handahreyfingarnar þeirra því það segir yfirleitt meira um það hvernig þær vilja að fötin líti út.“ Systurnar treysti engum Ljóst er að systurnar passa vel upp á leyndarmálin sín. Us Weekly ræðir við fatahönnuð sem segir að systurnar passi vel upp á að engin slík leki úr fyrirtækinu. Hver sá sem mæti í bygginguna þurfi að skrifa undir þagnarsamning. Þá hafi Ashley aldrei tilkynnt samstarfsfólki sínu að hún væri ólétt. Haft er eftir fyrrverandi starfsmanni The Row að þær treysti engum. Einu sinni hafi starfsnemi reynt að taka mynd af systrunum í sýningarsal fyrirtækisins. Í kjölfarið hafi öllum starfsnemum verið bannað að fara inn í það rými. „Ég held að á einhverjum tímapunkti hafi þær viljað sanna sig. Því þær voru barnastjörnur og enginn tók þeim alvarlega þegar þær stofnuðu fyrirtækið,“ segir fyrrverandi starfsmaður The Row.
Hollywood Tíska og hönnun Bandaríkin Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Sjá meira