„Smávægileg martröð“ að vinna fyrir Olsen systurnar Máni Snær Þorláksson skrifar 25. júlí 2024 13:56 Olsen systurnar árið 2016, tíu árum eftir að þær stofnuðu tískumerkið The Row. EPA/JUSTIN LANE Fyrrverandi starfsmaður Olsen tvíburasystranna lýsir því að vinna með þeim sem „smávægilegri martröð.“ Ástæðan sé sú að þær tali ákaflega lágt á fundum, svo lágt að það gekk yfirleitt betur að fylgjast með handahreyfingum þeirra. Systurnar Mary-Kate og Ashley Olsen hófu leikferil sinn þegar þær voru einungis níu mánaða gamlar. Þá léku þær í þáttunum Full House og áttu eftir að gera það í átta ár. Þær voru orðnar milljónamæringar tíu ára og frægðarsól þeirra hélt áfram að skína skært inn á fullorðinsárin. En árið 2006, þegar þær voru um tuttugu ára gamlar, byrjuðu þær hægt og rólega að stíga úr sviðsljósinu. Það var einmitt þá sem þær stofnuðu tískumerkið The Row. Það er óhætt að segja að það hafi verið ágætis ákvörðun hjá systrunum þar sem þær selja vörur fyrir tvö til þrjú hundruð milljónir dollara á hverju ári. Handahreyfingarnar hjálpuðu hvíslinu Í umfjöllun Us Weekly um systurnar kemur fram að Mary-Kate sjái meira um skapandi hliðina á fyrirtækinu á meðan Ashley sér um fjárhagslegu hliðina. Þá er rætt við fyrrverandi starfsfólk The Row sem lýsir því til að mynda hvernig það var að vinna með systrunum. Olsen tvíburasysturnar á opna bandaríska mótinu í tennis árið 2009.EPA/ANDREW GOMBERT „Það var smávægileg martröð,“ útskýrir fyrrverandi starfsmaður The Row. Hann útskýrir að systurnar tali svo lágt á fundum að það sé nánast eins og þær séu að hvísla. „Þú þarft að læra að túlka handahreyfingarnar þeirra því það segir yfirleitt meira um það hvernig þær vilja að fötin líti út.“ Systurnar treysti engum Ljóst er að systurnar passa vel upp á leyndarmálin sín. Us Weekly ræðir við fatahönnuð sem segir að systurnar passi vel upp á að engin slík leki úr fyrirtækinu. Hver sá sem mæti í bygginguna þurfi að skrifa undir þagnarsamning. Þá hafi Ashley aldrei tilkynnt samstarfsfólki sínu að hún væri ólétt. Haft er eftir fyrrverandi starfsmanni The Row að þær treysti engum. Einu sinni hafi starfsnemi reynt að taka mynd af systrunum í sýningarsal fyrirtækisins. Í kjölfarið hafi öllum starfsnemum verið bannað að fara inn í það rými. „Ég held að á einhverjum tímapunkti hafi þær viljað sanna sig. Því þær voru barnastjörnur og enginn tók þeim alvarlega þegar þær stofnuðu fyrirtækið,“ segir fyrrverandi starfsmaður The Row. Hollywood Tíska og hönnun Bandaríkin Mest lesið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Fleiri fréttir Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Sjá meira
Systurnar Mary-Kate og Ashley Olsen hófu leikferil sinn þegar þær voru einungis níu mánaða gamlar. Þá léku þær í þáttunum Full House og áttu eftir að gera það í átta ár. Þær voru orðnar milljónamæringar tíu ára og frægðarsól þeirra hélt áfram að skína skært inn á fullorðinsárin. En árið 2006, þegar þær voru um tuttugu ára gamlar, byrjuðu þær hægt og rólega að stíga úr sviðsljósinu. Það var einmitt þá sem þær stofnuðu tískumerkið The Row. Það er óhætt að segja að það hafi verið ágætis ákvörðun hjá systrunum þar sem þær selja vörur fyrir tvö til þrjú hundruð milljónir dollara á hverju ári. Handahreyfingarnar hjálpuðu hvíslinu Í umfjöllun Us Weekly um systurnar kemur fram að Mary-Kate sjái meira um skapandi hliðina á fyrirtækinu á meðan Ashley sér um fjárhagslegu hliðina. Þá er rætt við fyrrverandi starfsfólk The Row sem lýsir því til að mynda hvernig það var að vinna með systrunum. Olsen tvíburasysturnar á opna bandaríska mótinu í tennis árið 2009.EPA/ANDREW GOMBERT „Það var smávægileg martröð,“ útskýrir fyrrverandi starfsmaður The Row. Hann útskýrir að systurnar tali svo lágt á fundum að það sé nánast eins og þær séu að hvísla. „Þú þarft að læra að túlka handahreyfingarnar þeirra því það segir yfirleitt meira um það hvernig þær vilja að fötin líti út.“ Systurnar treysti engum Ljóst er að systurnar passa vel upp á leyndarmálin sín. Us Weekly ræðir við fatahönnuð sem segir að systurnar passi vel upp á að engin slík leki úr fyrirtækinu. Hver sá sem mæti í bygginguna þurfi að skrifa undir þagnarsamning. Þá hafi Ashley aldrei tilkynnt samstarfsfólki sínu að hún væri ólétt. Haft er eftir fyrrverandi starfsmanni The Row að þær treysti engum. Einu sinni hafi starfsnemi reynt að taka mynd af systrunum í sýningarsal fyrirtækisins. Í kjölfarið hafi öllum starfsnemum verið bannað að fara inn í það rými. „Ég held að á einhverjum tímapunkti hafi þær viljað sanna sig. Því þær voru barnastjörnur og enginn tók þeim alvarlega þegar þær stofnuðu fyrirtækið,“ segir fyrrverandi starfsmaður The Row.
Hollywood Tíska og hönnun Bandaríkin Mest lesið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Fleiri fréttir Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Sjá meira