Chalamet syngur sem Bob Dylan í nýrri stiklu Jón Þór Stefánsson skrifar 24. júlí 2024 20:42 Verður Timothée Chalamet sannfærandi sem Bob Dylan? Getty Bandarísk-franski stórleikarinn Timothée Chalamet sést í hlutverki ungs Bob Dylan í stiklu fyrir lífshlaupsmyndina A Complete Unknown, sem er sögð munu fjalla um stór kaflaskil á ferli Dylans þegar hann færði sig úr hefðbundinni þjóðlagatónlist, stakk rafmagnsgítarnum í samband og byrjaði að spila rokk. Áætlað er að myndin komi í kvikmyndahús í desember næstkomandi. Í stiklunni sést Chalamet syngja A Hard Rain's a-Gonna Fall sem Bob Dylan tók upp árið 1962 en lagið kom út á plötunni The Freewheelin' Bob Dylan ári seinna. Monica Barbaro og Edward Nortun munu fara með hlutverk þjóðlagagoðsagnanna Joan Baez og Pete Seeger. Í viðtali við Rolling Stone segist leikstjóri myndarinnar, James Mangold, hafa sannfært sjálfan Dylan um gerð myndarinnar með því að útskýra söguþráð hennar á þessa leið: „Hún er um gæja sem er að kafna til dauða í Minnesótaríki. Hann skilur alla vini sína og fjölskyldu sína eftir og enduruppgötvar sjáldan sig á glænýjum stað, eignast vini og nýja fjölskyldu, nær gríðarlegum árangri, og byrjar svo að kafna til dauða aftur. Og þá hleypur hann í burtu.“ Dylan á að hafa brosað og sagt „Mér líkar þetta.“ A Complete Unknown verður ekki fyrsta kvikmyndin um Dylan sem ratar á hvíta tjaldið. Í I'm Not There frá árinu 2007 settu nokkrir stórleikarar sig í mismunandi hlutverk sem öll byggðu á Bob Dylan með einum eða öðrum hætti, en þar má nefna Cate Blanchett, Christian Bale, Richard Gere og Heath Ledger. Þá hafa þónokkrar heimildarmyndir verið gerðar um kappann. Dont Look Back er líklega frægust, en vert er að minnast á tvær heimildarmyndir sem Martin Scorsese hefur gert um Dylan: No Direction Home og Rolling Thunder Revue. Bíó og sjónvarp Tónlist Mest lesið „En áttu ekki dóttur?“ Lífið Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar Lífið Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Lífið Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Lífið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Selena Gomez giftist Benny Blanco Lífið Ætla að syngja sig hás og dansa við Komdu um jólin Lífið samstarf Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Sjá meira
Áætlað er að myndin komi í kvikmyndahús í desember næstkomandi. Í stiklunni sést Chalamet syngja A Hard Rain's a-Gonna Fall sem Bob Dylan tók upp árið 1962 en lagið kom út á plötunni The Freewheelin' Bob Dylan ári seinna. Monica Barbaro og Edward Nortun munu fara með hlutverk þjóðlagagoðsagnanna Joan Baez og Pete Seeger. Í viðtali við Rolling Stone segist leikstjóri myndarinnar, James Mangold, hafa sannfært sjálfan Dylan um gerð myndarinnar með því að útskýra söguþráð hennar á þessa leið: „Hún er um gæja sem er að kafna til dauða í Minnesótaríki. Hann skilur alla vini sína og fjölskyldu sína eftir og enduruppgötvar sjáldan sig á glænýjum stað, eignast vini og nýja fjölskyldu, nær gríðarlegum árangri, og byrjar svo að kafna til dauða aftur. Og þá hleypur hann í burtu.“ Dylan á að hafa brosað og sagt „Mér líkar þetta.“ A Complete Unknown verður ekki fyrsta kvikmyndin um Dylan sem ratar á hvíta tjaldið. Í I'm Not There frá árinu 2007 settu nokkrir stórleikarar sig í mismunandi hlutverk sem öll byggðu á Bob Dylan með einum eða öðrum hætti, en þar má nefna Cate Blanchett, Christian Bale, Richard Gere og Heath Ledger. Þá hafa þónokkrar heimildarmyndir verið gerðar um kappann. Dont Look Back er líklega frægust, en vert er að minnast á tvær heimildarmyndir sem Martin Scorsese hefur gert um Dylan: No Direction Home og Rolling Thunder Revue.
Bíó og sjónvarp Tónlist Mest lesið „En áttu ekki dóttur?“ Lífið Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar Lífið Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Lífið Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Lífið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Selena Gomez giftist Benny Blanco Lífið Ætla að syngja sig hás og dansa við Komdu um jólin Lífið samstarf Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Sjá meira