Sex þúsund tapaðar ljósmyndir komust í leitirnar Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 24. júlí 2024 17:00 Myndin til vinstri er ein þeirra sem Maya taldi sig hafa glatað, til hægri er svo umrætt minniskort. Mayapapayapictures Bandarískur brúðkaupsljósmyndari, Maya James, lenti í því leiðindaatviki að týna minniskorti við flugvélaflakið á Sólheimasandi í Íslandsferð fyrr í mánuðinum. Fyrir ótrúlega lukku fann annar bandarískur ferðamaður minniskortið og er nú að koma því til Mayu í pósti. Bandaríski ferðamaðurinn sem fann kortið heitir Mary Les og birti færslu á Facebook þar sem hún greindi frá fundi sínum. Færslunni var deilt víða um Facebook á hópum eins og Hið Raunverulega Bakland Ferðaþjónustunnar, Góða systir og hópa fyrir erlenda ferðamenn á Íslandi. Einhvern veginn hafnaði færslan hjá einhverjum sem þekkti til Mayu og þessi óþekkti aðili kom henni í sambandi við þann sem fann kortið. Umturnaði öllu í gistihúsinu Maya lýsir því í samtali við fréttastofu að hún hafi farið til Íslands í hópferð ljósmyndara frá Bandaríkjunum að taka myndir í íslenskri náttúru. Hún hafi ásamt öðrum ljósmyndara í hópnum ákveðið að gera sér ferð út að flugvélaflakinu á Sólheimasandi sem er vinsæll áfangastaður ljósmyndara. „Ég fór með henni og við vorum að taka ótrúlega flottar myndir. Ég hélt svo að ég væri með allar græjurnar mínar með mér þannig við fórum aftur þangað sem við vorum að gista og það var ekki fyrr en seinna um daginn að ég átta mig á því að mig vantar eitt minniskortanna minna,“ segir Maya. Ein myndanna sem tekin var á Sólheimasandi.Mayapapayapictures Hún lýsir því að hafa umturnað öllu í gistihúsinu og fengið ferðafélaga sína til að gera slíkt hið sama en án árangurs. „Ég trúði því einlægt að ég sæi þetta kort aldrei framar,“ segir hún. Vaknaði við holskeflu skilaboða Annað reyndist raunin. Þegar hún vaknaði í morgun var innhólfið hennar sneisafullt af skilaboðum frá ljósmyndurum og ferðafélögum sem létu hana vita að kortið hefði komist í leitirnar. „Það var einhver á netinu að leita að mér því hún fann kortið mitt. Með einhverjum ótrúlegum hætti tókst mér að komast í samband við hana og hún er þegar búin að póstleggja kortið,“ segir Maya. Kortið á enn langferð fyrir sér á leið sinni til Arizona þar sem Maya á heima en hún getur fylgst með því nálgast á heimasíðu póstsins. Sex þúsund myndir á kortinu Maya segir að á kortinu hafi verið ríflega sex þúsund myndir frá Íslandsferðinni og meira til. Það hefði verið ömurlegt að tapa því öllu, þó hún hafi verið búin að gefa upp vonina þegar þangað var komið sögu. Tilefni Íslandsferðar Mayu var að vinna samvinnuverkefni í ljósmyndun. Þessi mynd er ein þeirra sem fannst á minniskortinu týnda.Mayapapayapictures „Ég er endalaust þakklát ljósmyndarasamfélaginu. Ég heyri oft sögur á samfélagsmiðlum af fólki sem týnir myndavélum, korti eða batteríum og einhvern veginn koma netverjar á endurfundum en aldrei gerði ég mér það í hugarlund að það myndi koma fyrir mig,“ segir Maya. „Það var alveg stórkostlegt að vakna við þessa óvæntu ánægju,“ segir hún að lokum. Ljósmyndun Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Sjá meira
Bandaríski ferðamaðurinn sem fann kortið heitir Mary Les og birti færslu á Facebook þar sem hún greindi frá fundi sínum. Færslunni var deilt víða um Facebook á hópum eins og Hið Raunverulega Bakland Ferðaþjónustunnar, Góða systir og hópa fyrir erlenda ferðamenn á Íslandi. Einhvern veginn hafnaði færslan hjá einhverjum sem þekkti til Mayu og þessi óþekkti aðili kom henni í sambandi við þann sem fann kortið. Umturnaði öllu í gistihúsinu Maya lýsir því í samtali við fréttastofu að hún hafi farið til Íslands í hópferð ljósmyndara frá Bandaríkjunum að taka myndir í íslenskri náttúru. Hún hafi ásamt öðrum ljósmyndara í hópnum ákveðið að gera sér ferð út að flugvélaflakinu á Sólheimasandi sem er vinsæll áfangastaður ljósmyndara. „Ég fór með henni og við vorum að taka ótrúlega flottar myndir. Ég hélt svo að ég væri með allar græjurnar mínar með mér þannig við fórum aftur þangað sem við vorum að gista og það var ekki fyrr en seinna um daginn að ég átta mig á því að mig vantar eitt minniskortanna minna,“ segir Maya. Ein myndanna sem tekin var á Sólheimasandi.Mayapapayapictures Hún lýsir því að hafa umturnað öllu í gistihúsinu og fengið ferðafélaga sína til að gera slíkt hið sama en án árangurs. „Ég trúði því einlægt að ég sæi þetta kort aldrei framar,“ segir hún. Vaknaði við holskeflu skilaboða Annað reyndist raunin. Þegar hún vaknaði í morgun var innhólfið hennar sneisafullt af skilaboðum frá ljósmyndurum og ferðafélögum sem létu hana vita að kortið hefði komist í leitirnar. „Það var einhver á netinu að leita að mér því hún fann kortið mitt. Með einhverjum ótrúlegum hætti tókst mér að komast í samband við hana og hún er þegar búin að póstleggja kortið,“ segir Maya. Kortið á enn langferð fyrir sér á leið sinni til Arizona þar sem Maya á heima en hún getur fylgst með því nálgast á heimasíðu póstsins. Sex þúsund myndir á kortinu Maya segir að á kortinu hafi verið ríflega sex þúsund myndir frá Íslandsferðinni og meira til. Það hefði verið ömurlegt að tapa því öllu, þó hún hafi verið búin að gefa upp vonina þegar þangað var komið sögu. Tilefni Íslandsferðar Mayu var að vinna samvinnuverkefni í ljósmyndun. Þessi mynd er ein þeirra sem fannst á minniskortinu týnda.Mayapapayapictures „Ég er endalaust þakklát ljósmyndarasamfélaginu. Ég heyri oft sögur á samfélagsmiðlum af fólki sem týnir myndavélum, korti eða batteríum og einhvern veginn koma netverjar á endurfundum en aldrei gerði ég mér það í hugarlund að það myndi koma fyrir mig,“ segir Maya. „Það var alveg stórkostlegt að vakna við þessa óvæntu ánægju,“ segir hún að lokum.
Ljósmyndun Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Sjá meira