Ritstjóra DV dæmdur ósigur eftir símhringingu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. júlí 2024 13:16 Björn (til hægri) ásamt bróður sínum Braga við skákborðið á Ingólfstorgi á laugardaginn. Björn Þorfinnsson ritstjóri DV og alþjóðlegur meistari í skák var í banastuði á útiskákmóti á Ingólfstorgi í bongóblíðunni á laugardaginn. Lífið lék við Björn þar til að sími hringdi. Björn er mikill húmoristi og segir frá laugardagsævintýrum sínum í færslu á Facebook. Blásið var til útiskákmóts á Ingólfstorgi í tilefni af hundrað ára afmæli Alþjóðaskáksambandsins, FIDE. „Aðstæður gátu ekki verið betri enda var boðið upp á einn besta dag sumarins,“ segir Björn. En þegar allt lék í lyndi fór í hönd það sem Björn kallar „raðfjölskyldusímaharmleik“ sem átti eftir að setja svip sinn á mótið og í raun allan daginn. Forsetinn dæmdi tap Tefldar voru níu skákir á mótinu og hafði Björn unnið fyrstu þrjár gegn verðugum andstæðingum. Fram undan var ein af úrslitaskákum mótsins gegn Arnari Gunnarssyni. Allt var í járnum í skákinni þegar sími hringdi skyndilega. Síminn var í jakkavasa Björns. „Verður smá uppnám, aðallega því að ég þekkti ekki einu sinni hringitóninn og var að reyna að átta mig á hvað hafði gerst, en svo steig Gunnar Björnsson, forseti SÍ og skákdómari, réttilega inn í og dæmdi tap á mig,“ segir Björn. Hann var sjálfur forseti Skáksambandsins um árabil og þekkir vel reglur um símabann á skákmótum. „Ég var smá stund að meðtaka atburðarásina enda er ég mjög passasamur á að slökkva á símanum mínum í þessum aðstæðum.“ Spjallgleði drottningar Allt í einu fattaði Björn hvað hefði gerst. Sonur hans hafði rétt fyrir skákina gegn Arnari beðið föður sinn um að passa símann rétt á meðan hann skaust í nærliggjandi sjoppu. Það var svo heittelskaður betri helmingur Björns og barnsmóðir sem hringdi símtalið örlagaríka. „Það hefur tekið 24 ár að spjallgleði drottningarinnar yrði mér að fjörtjóni en sennilega var það óhjákvæmilegt!“ segir Björn og slær hvergi af í gríni sínu. „Ég var talsvert sleginn eftir þessar vendingar og tapaði einnig næstu skák í mótinu en náð svo vopnum mínum á ný og náði að landa öðru sætinu í mótinu með 7 vinninga af 9, sem ég var í raun hinn kátasti með í ljósi áðurnefndra hörmunga.“ Síminn týndur, eða hvað? Einhverjir hefðu farið að sýna þreytumerki á þessum tímapunkti, eftir níu skákir í sólinni, en ekki Björn. Hann hélt út á galeiðuna um kvöldið til að fagna stórafmæli vinar síns. „Það endaði svo að sjálfsögðu með því að síminn minn týndist einhversstaðar, líklega í leigubílnum á leiðinni heim. Björgunaraðgerðir hafa ekki reynst árangursríkar hingað til og eftir þennan strembna dag hef ég því ákveðið að segja skilið við símtæki sem samskiptatól. Verulega ofmetin tækni,“ sagði Björn í færslu sinni að morgni sunnudags. Björn tjáir blaðamanni Vísis nú á mánudegi að ekki sé loku fyrir skotið að síminn finnist. „Find my iphone“ appið hafi sýnt staðsetningu símans í miðbænum og hann grunað einhvern þrjót um græsku. En kannski ekki. „Núna rámar mig í að ég hafi beðið barþjón um að hlaða hann fyrir mig þegar gleðin var í hámarki. Svo fór ég bara trallandi heim símalaus. Bíð núna eftir því að barinn opni og verð þar fyrsti gestur á mánudegi klukkan 16,“ segir Björn sem krossleggur fingur. Reykjavík Skák Samkvæmislífið Mest lesið Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Lífið Tony Hawk á Íslandi: Heilsaði upp á aðdáendur í Brettagarðinum og skoðaði Jökulsárlón Lífið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Púlsinn 14.ágúst 2014 Harmageddon Aniston valin kynþokkafyllst Lífið Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Lífið Lambakjöts búrborgari Matur RIFF í Variety Bíó og sjónvarp Öfund og undirferli Bíó og sjónvarp Traustasti gjaldmiðillinn Lífið Fleiri fréttir Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Sjá meira
Björn er mikill húmoristi og segir frá laugardagsævintýrum sínum í færslu á Facebook. Blásið var til útiskákmóts á Ingólfstorgi í tilefni af hundrað ára afmæli Alþjóðaskáksambandsins, FIDE. „Aðstæður gátu ekki verið betri enda var boðið upp á einn besta dag sumarins,“ segir Björn. En þegar allt lék í lyndi fór í hönd það sem Björn kallar „raðfjölskyldusímaharmleik“ sem átti eftir að setja svip sinn á mótið og í raun allan daginn. Forsetinn dæmdi tap Tefldar voru níu skákir á mótinu og hafði Björn unnið fyrstu þrjár gegn verðugum andstæðingum. Fram undan var ein af úrslitaskákum mótsins gegn Arnari Gunnarssyni. Allt var í járnum í skákinni þegar sími hringdi skyndilega. Síminn var í jakkavasa Björns. „Verður smá uppnám, aðallega því að ég þekkti ekki einu sinni hringitóninn og var að reyna að átta mig á hvað hafði gerst, en svo steig Gunnar Björnsson, forseti SÍ og skákdómari, réttilega inn í og dæmdi tap á mig,“ segir Björn. Hann var sjálfur forseti Skáksambandsins um árabil og þekkir vel reglur um símabann á skákmótum. „Ég var smá stund að meðtaka atburðarásina enda er ég mjög passasamur á að slökkva á símanum mínum í þessum aðstæðum.“ Spjallgleði drottningar Allt í einu fattaði Björn hvað hefði gerst. Sonur hans hafði rétt fyrir skákina gegn Arnari beðið föður sinn um að passa símann rétt á meðan hann skaust í nærliggjandi sjoppu. Það var svo heittelskaður betri helmingur Björns og barnsmóðir sem hringdi símtalið örlagaríka. „Það hefur tekið 24 ár að spjallgleði drottningarinnar yrði mér að fjörtjóni en sennilega var það óhjákvæmilegt!“ segir Björn og slær hvergi af í gríni sínu. „Ég var talsvert sleginn eftir þessar vendingar og tapaði einnig næstu skák í mótinu en náð svo vopnum mínum á ný og náði að landa öðru sætinu í mótinu með 7 vinninga af 9, sem ég var í raun hinn kátasti með í ljósi áðurnefndra hörmunga.“ Síminn týndur, eða hvað? Einhverjir hefðu farið að sýna þreytumerki á þessum tímapunkti, eftir níu skákir í sólinni, en ekki Björn. Hann hélt út á galeiðuna um kvöldið til að fagna stórafmæli vinar síns. „Það endaði svo að sjálfsögðu með því að síminn minn týndist einhversstaðar, líklega í leigubílnum á leiðinni heim. Björgunaraðgerðir hafa ekki reynst árangursríkar hingað til og eftir þennan strembna dag hef ég því ákveðið að segja skilið við símtæki sem samskiptatól. Verulega ofmetin tækni,“ sagði Björn í færslu sinni að morgni sunnudags. Björn tjáir blaðamanni Vísis nú á mánudegi að ekki sé loku fyrir skotið að síminn finnist. „Find my iphone“ appið hafi sýnt staðsetningu símans í miðbænum og hann grunað einhvern þrjót um græsku. En kannski ekki. „Núna rámar mig í að ég hafi beðið barþjón um að hlaða hann fyrir mig þegar gleðin var í hámarki. Svo fór ég bara trallandi heim símalaus. Bíð núna eftir því að barinn opni og verð þar fyrsti gestur á mánudegi klukkan 16,“ segir Björn sem krossleggur fingur.
Reykjavík Skák Samkvæmislífið Mest lesið Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Lífið Tony Hawk á Íslandi: Heilsaði upp á aðdáendur í Brettagarðinum og skoðaði Jökulsárlón Lífið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Púlsinn 14.ágúst 2014 Harmageddon Aniston valin kynþokkafyllst Lífið Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Lífið Lambakjöts búrborgari Matur RIFF í Variety Bíó og sjónvarp Öfund og undirferli Bíó og sjónvarp Traustasti gjaldmiðillinn Lífið Fleiri fréttir Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Lífið
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Lífið