Standa enn í harðvítugum deilum átta árum eftir sambandsslitin Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. júlí 2024 12:24 Pitt og Jolie þegar allt lék í lyndi. Getty/PA Images/Justin Tallis Angelina Jolie og Brad Pitt eiga enn í harðvítugum deilum, átta árum eftir að Jolie sótti um skilnað og þremur árum eftir að skilnaðurinn gekk í gegn. Deilan snýst aðallega um Château Miraval, vínbúgarð sem Jolie og Pitt áttu í Frakklandi, en Pitt heldur því fram að Jolie hafi brotið gegn munnlegu samkomulagi þeirra þegar hún seldi sinn helming í búgarðinum fyrir 67 milljónir dala árið 2021. Jolie hefur nú farið fram á að Pitt afhendi persónuleg samskipti hans við þriðja aðila í kjölfar atviks sem átti sér stað í einkaþotu árið 2016 og er sagt hafa orðið til þess að Jolie sótti um skilnað. Pitt var í kjölfarið sakaður um að hafa lagt hendur á eitt barna þeirra. Lögmenn Jolie segja hana hafa hafnað tilboði Pitt um að kaupa af henni hlutinn í Château Miraval þar sem hann hafi krafist þess að hún undirritaði samhliða trúnaðarsamkomulag, til að tryggja að hún tjáði sig ekki um misgjörðir hans. Þannig snúist málið í raun um hegðun Pitt. Lögmenn Pitt hafa neitað að láta umbeðin gögn af hendi, enda fjalli þau um viðkvæm mál, svo sem meðferð sem hann gekkst undir í kjölfar atviksins í einkaþotunni. Þá komi „hans nánustu ráðgjafar“ við sögu í samskiptunum. Segja talsmenn Pitt gagnabeiðni Jolie snúast um að draga skilnaðarmál hjónanna aftur fram í sviðsljósið. Dómari úrskurðaði í maí síðastliðnum að Jolie bæri að láta af hendi alla þá trúnaðarsamninga sem hún hefði látið aðra undirrita á síðustu átta árum. Eru lögmenn Pitt sagðir vilja sýna fram á að slíkir samningar séu alvanalegir í viðskiptum. Lögmenn Jolie segjast munu verða við beiðninni, enda sé þeir samningar sem Jolie hefur átt aðild að á engan hátt sambærilegir við þann sem Pitt krafðist í tengslum við Château Miraval. Umfjöllun People. Skilnaður Angelinu Jolie og Brad Pitt Hollywood Mest lesið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Lífið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Lífið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Tónlist Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið Fleiri fréttir Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Sjá meira
Deilan snýst aðallega um Château Miraval, vínbúgarð sem Jolie og Pitt áttu í Frakklandi, en Pitt heldur því fram að Jolie hafi brotið gegn munnlegu samkomulagi þeirra þegar hún seldi sinn helming í búgarðinum fyrir 67 milljónir dala árið 2021. Jolie hefur nú farið fram á að Pitt afhendi persónuleg samskipti hans við þriðja aðila í kjölfar atviks sem átti sér stað í einkaþotu árið 2016 og er sagt hafa orðið til þess að Jolie sótti um skilnað. Pitt var í kjölfarið sakaður um að hafa lagt hendur á eitt barna þeirra. Lögmenn Jolie segja hana hafa hafnað tilboði Pitt um að kaupa af henni hlutinn í Château Miraval þar sem hann hafi krafist þess að hún undirritaði samhliða trúnaðarsamkomulag, til að tryggja að hún tjáði sig ekki um misgjörðir hans. Þannig snúist málið í raun um hegðun Pitt. Lögmenn Pitt hafa neitað að láta umbeðin gögn af hendi, enda fjalli þau um viðkvæm mál, svo sem meðferð sem hann gekkst undir í kjölfar atviksins í einkaþotunni. Þá komi „hans nánustu ráðgjafar“ við sögu í samskiptunum. Segja talsmenn Pitt gagnabeiðni Jolie snúast um að draga skilnaðarmál hjónanna aftur fram í sviðsljósið. Dómari úrskurðaði í maí síðastliðnum að Jolie bæri að láta af hendi alla þá trúnaðarsamninga sem hún hefði látið aðra undirrita á síðustu átta árum. Eru lögmenn Pitt sagðir vilja sýna fram á að slíkir samningar séu alvanalegir í viðskiptum. Lögmenn Jolie segjast munu verða við beiðninni, enda sé þeir samningar sem Jolie hefur átt aðild að á engan hátt sambærilegir við þann sem Pitt krafðist í tengslum við Château Miraval. Umfjöllun People.
Skilnaður Angelinu Jolie og Brad Pitt Hollywood Mest lesið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Lífið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Lífið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Tónlist Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið Fleiri fréttir Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Sjá meira