Ratcliffe og vinir á fjórum einkaþotum á Egilsstöðum Ólafur Björn Sverrisson skrifar 18. júlí 2024 10:42 Það væsir ekki um Ratcliffe og vini. vísir Breski auðkýfingurinn Jim Ratcliffe er duglegur að bjóða vinum sínum í veiði á Norðausturlandi. Til þess að komast þangað notast þeir við einkaþotur í eigu fyrirtækis hans Ineos, sem flogið er á Egilsstaði. Í gær voru sex einkaþotur staddar á Egilsstaðaflugvelli, þar af fjórar í eigu Ratcliffe. Austurfrétt greinir frá því að þotur á vegum Ineos hafi flogið víða að frá Evrópu og til Egilsstaða. Fram og til baka. Í gærmorgun hafi ein flogið frá Manchester í Bretlandi, önnur frá Nice í Frakklandi og enn önnur frá Brac í Króatíu, samkvæmt upplýsingum af FlightRadar. Ratcliffe hefur sjálfur verið hér á landi undanfarna daga og sendi enska landsliðinu í knattspyrnu kveðju á samfélagsmiðlum fyrir úrslitaleikinn á EM sem fór fram á sunnudag. Allar líkur eru á því að kveðjan hafi verið send úr veiðihúsi í Vopnafirði. Vélarnar merktar Ineos.Unnar erlingsson Sjá einnig: Sir Jim Ratcliffe sendi enska landsliðinu kveðju frá Íslandi Ratcliffe hefur um nokkurt skeið ásælst jarðir í Vopnafirði og Norðausturlandi ásamt viðskiptafélögum sínum. Þær eru flestar í umsjón Six Rivers Iceland, félags sem hann stendur að baki og hefur það að markmiði að vernda villta laxinn í Norður-Atlantshafi. Ratcliffe virðist ekki jafn umhugað um loftslagið, enda kolefnisfótspor einnar ferðar í einkaþotu allt að fjórtan sinnum meira en ferð með farþegaþotu. Auðkýfingurinn sagði í samtali við fréttastofu árið 2021 að hann væri hættur að kaupa land á Íslandi. Þá átti Ratcliffe hlut í landi sem voru ríflega hundrað þúsund hektarar, eða um eitt prósent af öllu landsvæði Íslands. Nýjar reglur sem settu útlendingum skorður á jarðakaup urðu til þess að Ratcliffe kvaðst ekki vilja fá Íslendinga á móti sér. Á síðasta ári keypti hann 25 prósenta hlut í knattspyrnuliðinu Manchester United. Alls voru sex vélar staddar á Egilsstaðaflugvelli í gær, þar af tvær sem eru ekki í eigu Ratcliffe. Önnur þeirra N703RK, er skráð á Emergence Southwest í Flórída. Fyrirsvarsmaðurinn Alan Russel Pike á hlut í fyrirtæki sem hannaði Depla lúxushótelið í Fljótunum.Unnar erlingsson Frá Egilsstaðaflugvelli í gær.Unnar erlingsson Bílastæðið sem olli fjaðrafoki nýlega vegna gjaldtöku.Unnar erlingsson Vopnafjörður Egilsstaðaflugvöllur Fjarðabyggð Bretland Lax Umhverfismál Tengdar fréttir Ratcliffe telur ólíklegt að hægt verði að forða íslenska laxinum frá útrýmingu Breski auðkýfingurinn Jim Ratcliffe óttast að íslenski laxastofninn sé að deyja út. Hann er ekki bjartsýnn á að hægt verði að snúa þeirri þróun við. Banna gæti þurft veiðar á honum í sjó í einhver ár. 21. september 2021 21:16 Ratcliffe: „Ég mun ekki kaupa meira land“ Breski auðkýfingurinn Jim Ratcliffe mun ekki sækjast eftir því að kaupa meira land á Íslandi þó það sé að hans sögn fullkominn staður fyrir verkefni hans til að styrkja stofn Atlantshafslaxins. Hann segist ekki vilja fá Íslendinga upp á móti sér. 22. september 2021 11:35 Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Í gær voru sex einkaþotur staddar á Egilsstaðaflugvelli, þar af fjórar í eigu Ratcliffe. Austurfrétt greinir frá því að þotur á vegum Ineos hafi flogið víða að frá Evrópu og til Egilsstaða. Fram og til baka. Í gærmorgun hafi ein flogið frá Manchester í Bretlandi, önnur frá Nice í Frakklandi og enn önnur frá Brac í Króatíu, samkvæmt upplýsingum af FlightRadar. Ratcliffe hefur sjálfur verið hér á landi undanfarna daga og sendi enska landsliðinu í knattspyrnu kveðju á samfélagsmiðlum fyrir úrslitaleikinn á EM sem fór fram á sunnudag. Allar líkur eru á því að kveðjan hafi verið send úr veiðihúsi í Vopnafirði. Vélarnar merktar Ineos.Unnar erlingsson Sjá einnig: Sir Jim Ratcliffe sendi enska landsliðinu kveðju frá Íslandi Ratcliffe hefur um nokkurt skeið ásælst jarðir í Vopnafirði og Norðausturlandi ásamt viðskiptafélögum sínum. Þær eru flestar í umsjón Six Rivers Iceland, félags sem hann stendur að baki og hefur það að markmiði að vernda villta laxinn í Norður-Atlantshafi. Ratcliffe virðist ekki jafn umhugað um loftslagið, enda kolefnisfótspor einnar ferðar í einkaþotu allt að fjórtan sinnum meira en ferð með farþegaþotu. Auðkýfingurinn sagði í samtali við fréttastofu árið 2021 að hann væri hættur að kaupa land á Íslandi. Þá átti Ratcliffe hlut í landi sem voru ríflega hundrað þúsund hektarar, eða um eitt prósent af öllu landsvæði Íslands. Nýjar reglur sem settu útlendingum skorður á jarðakaup urðu til þess að Ratcliffe kvaðst ekki vilja fá Íslendinga á móti sér. Á síðasta ári keypti hann 25 prósenta hlut í knattspyrnuliðinu Manchester United. Alls voru sex vélar staddar á Egilsstaðaflugvelli í gær, þar af tvær sem eru ekki í eigu Ratcliffe. Önnur þeirra N703RK, er skráð á Emergence Southwest í Flórída. Fyrirsvarsmaðurinn Alan Russel Pike á hlut í fyrirtæki sem hannaði Depla lúxushótelið í Fljótunum.Unnar erlingsson Frá Egilsstaðaflugvelli í gær.Unnar erlingsson Bílastæðið sem olli fjaðrafoki nýlega vegna gjaldtöku.Unnar erlingsson
Vopnafjörður Egilsstaðaflugvöllur Fjarðabyggð Bretland Lax Umhverfismál Tengdar fréttir Ratcliffe telur ólíklegt að hægt verði að forða íslenska laxinum frá útrýmingu Breski auðkýfingurinn Jim Ratcliffe óttast að íslenski laxastofninn sé að deyja út. Hann er ekki bjartsýnn á að hægt verði að snúa þeirri þróun við. Banna gæti þurft veiðar á honum í sjó í einhver ár. 21. september 2021 21:16 Ratcliffe: „Ég mun ekki kaupa meira land“ Breski auðkýfingurinn Jim Ratcliffe mun ekki sækjast eftir því að kaupa meira land á Íslandi þó það sé að hans sögn fullkominn staður fyrir verkefni hans til að styrkja stofn Atlantshafslaxins. Hann segist ekki vilja fá Íslendinga upp á móti sér. 22. september 2021 11:35 Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Ratcliffe telur ólíklegt að hægt verði að forða íslenska laxinum frá útrýmingu Breski auðkýfingurinn Jim Ratcliffe óttast að íslenski laxastofninn sé að deyja út. Hann er ekki bjartsýnn á að hægt verði að snúa þeirri þróun við. Banna gæti þurft veiðar á honum í sjó í einhver ár. 21. september 2021 21:16
Ratcliffe: „Ég mun ekki kaupa meira land“ Breski auðkýfingurinn Jim Ratcliffe mun ekki sækjast eftir því að kaupa meira land á Íslandi þó það sé að hans sögn fullkominn staður fyrir verkefni hans til að styrkja stofn Atlantshafslaxins. Hann segist ekki vilja fá Íslendinga upp á móti sér. 22. september 2021 11:35