Finna vel fyrir fækkun ferðamanna en láta ekki deigan síga Vésteinn Örn Pétursson skrifar 10. júlí 2024 13:30 Dagmar Ýr er framkvæmdastjóri Austurbrúar. Gistinætur á Íslandi í maí voru færri en á sama tíma á síðasta ári. Hlutfallslega mestur samdráttur í gistinóttum var á Austurlandi, en framkvæmdastjóri hagsmunastofnunar þar segist þrátt fyrir það bjartsýn, og sér tækifæri í veðrinu sem leikur nú við Austfirðinga. Samkvæmt tölum Hagstofunnar um skráðar gistinætur í maí voru þær 611 þúsund á þessu ári, og fækkaði um 15 prósent miðað við sama mánuð á síðasta ári. Gistinætur á hótelum voru 385.800, og fækkaði um 7,1 prósent milli ára. Hlutfallslega mestur er samdrátturinn á Austurlandi, þar sem gistinóttum fækkaði um 24 prósent milli ára, en þær fóru úr ríflega 15 þúsund niður í tæplega 12 þúsund. Bjartsýn þrátt fyrir allt Framkvæmdastjóri Austurbrúar, sem vinnur að hagsmunamálum íbúa á Austurlandi, segir tölurnar vonbrigði, sem komi þó ekki á óvart. „Við finnum alveg fyrir því að það er færra ferðafólk, og sjáum það meðal annars á því að fólk sem kemur til landsins virðist vera að fara í styttri ferðir. Við erum náttúrulega lengst frá Keflavíkurflugvelli, þannig að það kemur kannski ekki á óvart að það skili sér ekki eins mikið af fólki hingað austur,“ segir Dagmar Ýr Stefánsdóttir framkvæmdastjóri. Þrátt fyrir þetta sé bjartsýnin ríkjandi á Austurlandi. „Að menn muni að einhverju leyti ná vopnum sínum þegar líður á sumarið og það muni rétta úr kútnum. Það eru líka tækifæri í þessu fyrir Íslendinga, að koma austur þar sem veðrið er gott og nýta sér að bóka sig á hótel sem eru mörg með tilboð núna.“ Blíðviðrið geti hjálpað Samkvæmt veðurspá Veðurstofunnar eru tveggja stafa hitatölur í kortunum á Egilsstöðum fram í næstu viku, en um helgina er spáð rúmlega 20 stiga hita þar. Dagmar telur að veðursældina þurfi að markaðssetja fyrir erlendum ferðamönnum. „Við þurfum að tryggja það að þegar verið er að markaðssetja Ísland erlendis, þá sé verið að markaðssetja landsbyggðina og tækifærin sem eru þar,“ segir Dagmar. Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Veður Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Fleiri fréttir Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Sjá meira
Samkvæmt tölum Hagstofunnar um skráðar gistinætur í maí voru þær 611 þúsund á þessu ári, og fækkaði um 15 prósent miðað við sama mánuð á síðasta ári. Gistinætur á hótelum voru 385.800, og fækkaði um 7,1 prósent milli ára. Hlutfallslega mestur er samdrátturinn á Austurlandi, þar sem gistinóttum fækkaði um 24 prósent milli ára, en þær fóru úr ríflega 15 þúsund niður í tæplega 12 þúsund. Bjartsýn þrátt fyrir allt Framkvæmdastjóri Austurbrúar, sem vinnur að hagsmunamálum íbúa á Austurlandi, segir tölurnar vonbrigði, sem komi þó ekki á óvart. „Við finnum alveg fyrir því að það er færra ferðafólk, og sjáum það meðal annars á því að fólk sem kemur til landsins virðist vera að fara í styttri ferðir. Við erum náttúrulega lengst frá Keflavíkurflugvelli, þannig að það kemur kannski ekki á óvart að það skili sér ekki eins mikið af fólki hingað austur,“ segir Dagmar Ýr Stefánsdóttir framkvæmdastjóri. Þrátt fyrir þetta sé bjartsýnin ríkjandi á Austurlandi. „Að menn muni að einhverju leyti ná vopnum sínum þegar líður á sumarið og það muni rétta úr kútnum. Það eru líka tækifæri í þessu fyrir Íslendinga, að koma austur þar sem veðrið er gott og nýta sér að bóka sig á hótel sem eru mörg með tilboð núna.“ Blíðviðrið geti hjálpað Samkvæmt veðurspá Veðurstofunnar eru tveggja stafa hitatölur í kortunum á Egilsstöðum fram í næstu viku, en um helgina er spáð rúmlega 20 stiga hita þar. Dagmar telur að veðursældina þurfi að markaðssetja fyrir erlendum ferðamönnum. „Við þurfum að tryggja það að þegar verið er að markaðssetja Ísland erlendis, þá sé verið að markaðssetja landsbyggðina og tækifærin sem eru þar,“ segir Dagmar.
Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Veður Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Fleiri fréttir Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Sjá meira