Mikil uppbygging framundan á Borg í Grímsnesi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 7. júlí 2024 20:05 Iða Marsibil Jónsdóttir, sveitarstjóri Grímsnes- og Grafningshrepps, sem bindur miklar vonir við nýja íbúðahverfið á Borg og alla uppbygginguna á svæðinu sem framundan er. Magnús Hlynur Hreiðarsson Heitasti reiturinn á Suðurlandi hvað varðar uppbyggingu nýrrar íbúðabyggðar í dag er á Borg í Grímsnesi en þar er búið að skipuleggja stóra nýja íbúðabyggð fyrir 220 íbúðir, auk nokkurra stórra lóða undir verslun og þjónustu. Það má með sanni segja að það sé allt að gerast á Borg í Grímsnesi í Grímsnes- og Grafningshreppi því þar eru hafnar miklar gatnagerðarframkvæmdir vegna nýju íbúðabyggðarinnar, sem verður glæsileg í alla staði gangi allt eftir. Nöfnin á nýju götunum verða Miðtún, Lækjartún og Borgartún. „Og þar er gert ráð fyrir íbúðum, allt að 57 íbúðum að öllum stærðum og gerðum. Allar tegundir húsa, fjölbýlishús, einbýlishús, raðhús og parhús, eitthvað fyrir alla,” segir Iða Marsibil Jónsdóttir, sveitarstjóri Grímsnes- og Grafningshrepps. Nýja hverfið er rétt við Biskupstungnabrautina, sem er hluti af Gullna hringnum en þar fara að meðaltali um 2.500 bílar á dag fram hjá Borg og í sveitarfélaginu eru 3.300 sumarhús, „Við ákváðum bara að ríða á vaðið í þessu. Það er skylda okkar að skaffa lóðir og við viljum ekki skauta fram hjá því. Þetta er svo frábær staðsetning. Við erum 50 til 60 mínútur til Reykjavíkur og svona 20 mínútur á Selfoss,” segir Iða Marsibil. Iða sveitarstjóri segir að síminn stoppi ekki á skrifstofu sveitarfélagsins vegna nýju uppbyggingarinnar, fólk vill fá að vita meira um hverfið og fá allar helstu upplýsingar um það.Aðsend En er allt klárt fyrir svona mikla uppbyggingu? „Já, við viljum taka það skýrt fram að við erum skynsöm í þessu og þess vegna áfangaskiptum við þessu svæði hér, íbúðasvæðinu. Það er í rauninni komið rammaskipulag upp, sem getur farið undir 220 íbúðir af ýmsu tagi en við byrjum hér á 57 íbúðum og erum svo tilbúin að halda áfram í gatnagerðinni ef að þetta verður vinsælt,” segir sveitarstjórinn enn fremur. Nýja hverfið verður allt hið glæsilegasta ef öll áform sveitarfélagsins ganga eftir.Aðsend Verslun og Þjónusta verður hluti af nýja hverfinu eins og Ragnar Guðmundsson, umsjónarmaður framkvæmda og veitna hjá sveitarfélaginu sýnir. „Hér er sem sagt bensínstöð eða verslun og hraðhleðsla, sem á að geta tekið rútur, trukka og venjulega bíla, þannig að þarna verði bara allt til alls, einhver Þjónusta fyrir fólkið hérna en það er ótrúlega mikið af fólki, mörg þúsund manns allar helgar og umferðin hérna tvöfalt meiri en hjá Staðarskála hérna fram hjá,” segir Ragnar. Ragnar Guðmundsson, umsjónarmaður framkvæmda og veitna hjá sveitarfélaginu á mikinn heiður af allri vinnu og skipulagningu vegna nýju framkvæmdanna á Borg.Magnús Hlynur Hreiðarsson En af hverju ætti fólk að flytja í nýja hverfið á Borg? „Það er bara gott að vera hérna svolítið út af fyrir sig, endilega kynnið ykkur málið,” segir Iða Marsibil Jónsdóttir, sveitarstjóri Grímsnes- og Grafningshrepps. Kort af svæðinu.Aðsend Heimasíða verkefnisins Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Fleiri fréttir Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Sjá meira
Það má með sanni segja að það sé allt að gerast á Borg í Grímsnesi í Grímsnes- og Grafningshreppi því þar eru hafnar miklar gatnagerðarframkvæmdir vegna nýju íbúðabyggðarinnar, sem verður glæsileg í alla staði gangi allt eftir. Nöfnin á nýju götunum verða Miðtún, Lækjartún og Borgartún. „Og þar er gert ráð fyrir íbúðum, allt að 57 íbúðum að öllum stærðum og gerðum. Allar tegundir húsa, fjölbýlishús, einbýlishús, raðhús og parhús, eitthvað fyrir alla,” segir Iða Marsibil Jónsdóttir, sveitarstjóri Grímsnes- og Grafningshrepps. Nýja hverfið er rétt við Biskupstungnabrautina, sem er hluti af Gullna hringnum en þar fara að meðaltali um 2.500 bílar á dag fram hjá Borg og í sveitarfélaginu eru 3.300 sumarhús, „Við ákváðum bara að ríða á vaðið í þessu. Það er skylda okkar að skaffa lóðir og við viljum ekki skauta fram hjá því. Þetta er svo frábær staðsetning. Við erum 50 til 60 mínútur til Reykjavíkur og svona 20 mínútur á Selfoss,” segir Iða Marsibil. Iða sveitarstjóri segir að síminn stoppi ekki á skrifstofu sveitarfélagsins vegna nýju uppbyggingarinnar, fólk vill fá að vita meira um hverfið og fá allar helstu upplýsingar um það.Aðsend En er allt klárt fyrir svona mikla uppbyggingu? „Já, við viljum taka það skýrt fram að við erum skynsöm í þessu og þess vegna áfangaskiptum við þessu svæði hér, íbúðasvæðinu. Það er í rauninni komið rammaskipulag upp, sem getur farið undir 220 íbúðir af ýmsu tagi en við byrjum hér á 57 íbúðum og erum svo tilbúin að halda áfram í gatnagerðinni ef að þetta verður vinsælt,” segir sveitarstjórinn enn fremur. Nýja hverfið verður allt hið glæsilegasta ef öll áform sveitarfélagsins ganga eftir.Aðsend Verslun og Þjónusta verður hluti af nýja hverfinu eins og Ragnar Guðmundsson, umsjónarmaður framkvæmda og veitna hjá sveitarfélaginu sýnir. „Hér er sem sagt bensínstöð eða verslun og hraðhleðsla, sem á að geta tekið rútur, trukka og venjulega bíla, þannig að þarna verði bara allt til alls, einhver Þjónusta fyrir fólkið hérna en það er ótrúlega mikið af fólki, mörg þúsund manns allar helgar og umferðin hérna tvöfalt meiri en hjá Staðarskála hérna fram hjá,” segir Ragnar. Ragnar Guðmundsson, umsjónarmaður framkvæmda og veitna hjá sveitarfélaginu á mikinn heiður af allri vinnu og skipulagningu vegna nýju framkvæmdanna á Borg.Magnús Hlynur Hreiðarsson En af hverju ætti fólk að flytja í nýja hverfið á Borg? „Það er bara gott að vera hérna svolítið út af fyrir sig, endilega kynnið ykkur málið,” segir Iða Marsibil Jónsdóttir, sveitarstjóri Grímsnes- og Grafningshrepps. Kort af svæðinu.Aðsend Heimasíða verkefnisins
Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Fleiri fréttir Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Sjá meira