Munir safnsins geyma merkilega sögu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 6. júlí 2024 09:53 Það eru ótrúlegustu hlutir til sýnis á Hérumbilsafni Gunna Jóns í Brákarey í Borgarnesi. Vísir/Elín Óvenjulegt safn sem legið hefur í kössum í nokkur ár er nú aftur sýnilegt almenningi í Borgarnesi. Munir safnsins geyma merkilega sögu svæðisins en safnstjórinn heldur mest upp á muni frá ömmu og afa. Um er að ræða Hérumbilsafn Gunna Jóns í Borgarnesi en þar er meðal annars atvinnulífs- og íþróttasaga Borgarness varðveitt í ýmsum munum. „Þetta eru gamlir munir. Þetta er sagan hérna, atvinnusagan í Borgarnesi, bæði Loftorka og Sparisjóðurinn og Kaupfélagið og fleiri fyrirtæki. Dót sem mér hefur áskotnast í gegnum tíðina,“ segir Gunnar Jónsson safnstjóri í Hérumbilsafninu sem opnaði nýverið í nýju húsnæði í Brákarey. „Ég var í helmingi minna húsnæði fyrir nokkrum árum síðan en seldi það og þá fór þetta í kassa og búið að vera það í nokkur ár. Núna er að flytja íþetta húsnæði sem er hundrað fermetrar en er eiginlega allt of lítið, þið sjáið að þetta er allt of þröngt, þétt á milli hluta hérna, maður hefði viljað hafa þetta aðeins rýmra,“ segir Gunnar. Þótt safnið sé stórt og mikið er safnstjórnin þó ekki aðal atvinna Gunnars. „Ég er smiður og múrari og hef verið að vinna í mörgum húsum þar sem fólk hefur ætlað að henda hlutum en ég hef fengið að hirða,“ segir Gunnar spurður hvernig það kom til að hann fór að safna þessum munum. Það kennir ýmissa grasa í safninu, en mest heldur Gunnar upp á muni úr afasmiðju. „Afi minn var bóndi hérna í sveitinni og hérna eru svona hlutir frá honum og ömmu. Mikið af smíðatengdu dóti, hélt mikið upp á þetta,“ segir Gunnar sem dáist af handverki afa síns frá því í gamla daga. Hann heldur einnig mikið upp á munina sem tengjast íþróttum, en sjálfur spilaði hann bæði fótbolta og körfubolta með Skallagrím. Búningar og aðrir íþróttatengdir muni eru úr safni Gunnars sjálfs sem eru ýmist frá honum sjálfum eða sem honum hefur áskotnast frá öðrum. Þrátt fyrir að treyjurnar spanni fleiri áratugi úr sögu knattspyrnu og körfubolta í Borgarnesi og sveitarfélaginu öllu, þá er aðeins um að ræða lítinn hluta úr sögunni allri.Vísir/Elín Borgarbyggð Menning Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Fleiri fréttir „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Sjá meira
„Þetta eru gamlir munir. Þetta er sagan hérna, atvinnusagan í Borgarnesi, bæði Loftorka og Sparisjóðurinn og Kaupfélagið og fleiri fyrirtæki. Dót sem mér hefur áskotnast í gegnum tíðina,“ segir Gunnar Jónsson safnstjóri í Hérumbilsafninu sem opnaði nýverið í nýju húsnæði í Brákarey. „Ég var í helmingi minna húsnæði fyrir nokkrum árum síðan en seldi það og þá fór þetta í kassa og búið að vera það í nokkur ár. Núna er að flytja íþetta húsnæði sem er hundrað fermetrar en er eiginlega allt of lítið, þið sjáið að þetta er allt of þröngt, þétt á milli hluta hérna, maður hefði viljað hafa þetta aðeins rýmra,“ segir Gunnar. Þótt safnið sé stórt og mikið er safnstjórnin þó ekki aðal atvinna Gunnars. „Ég er smiður og múrari og hef verið að vinna í mörgum húsum þar sem fólk hefur ætlað að henda hlutum en ég hef fengið að hirða,“ segir Gunnar spurður hvernig það kom til að hann fór að safna þessum munum. Það kennir ýmissa grasa í safninu, en mest heldur Gunnar upp á muni úr afasmiðju. „Afi minn var bóndi hérna í sveitinni og hérna eru svona hlutir frá honum og ömmu. Mikið af smíðatengdu dóti, hélt mikið upp á þetta,“ segir Gunnar sem dáist af handverki afa síns frá því í gamla daga. Hann heldur einnig mikið upp á munina sem tengjast íþróttum, en sjálfur spilaði hann bæði fótbolta og körfubolta með Skallagrím. Búningar og aðrir íþróttatengdir muni eru úr safni Gunnars sjálfs sem eru ýmist frá honum sjálfum eða sem honum hefur áskotnast frá öðrum. Þrátt fyrir að treyjurnar spanni fleiri áratugi úr sögu knattspyrnu og körfubolta í Borgarnesi og sveitarfélaginu öllu, þá er aðeins um að ræða lítinn hluta úr sögunni allri.Vísir/Elín
Borgarbyggð Menning Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Fleiri fréttir „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Sjá meira