Tvö þúsund skora á Guðrúnu að hætta við brottvísunina Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 4. júlí 2024 22:44 Til stendur að vísa Yazan og fjölskyldu hans úr landi eftir verslunarmannahelgi. Vilhelm/Arnar Meira en tvö þúsund manns hafa skrifað undir undirskriftalista á vef Ísland.is þar sem skorað er á Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra að grípa inn í svo Yazan Tamimi og fjölskyldu hans verða ekki vísað úr landi. Kærunefnd útlendingamála úrskurðaði í síðast mánuði að hinum ellefu ára gamla Yazan Tamini og fjölskyldu hans verði vísað úr landi. Yazan glímir við hrörnunarsjúkdóminn Duchenne og kom hingað fyrir tæpu ári síðan ásamt fjölskyldu sinni, sem er frá Hebron á Vesturbakkanum í Palestínu. Fjölskyldan flúði Palestínu vegna versnandi ástands í landinu og aðkasts yfirvalda og vegna skorts á þjónustu fyrir Yazan. Efnt hefur verið til tveggja mótmæla vegna brottvísunarinnar, sem verður að óbreyttu framkvæmd eftir verslunarmannahelgi. Þá efndu stuðningsmenn Yazans til gjörnings síðasta föstudag með því að koma fyrir hjólastól við Lækjartorg og skiptast á að sitja í honum. Úr stólnum liðuðust rætur, sem táknuðu ræturnar sem Yazan og fjölskylda hafa skotið hér á landi. Nú hefur að auki verið settur af stað undirskriftalisti. Ört fjölgar í hópi þeirra sem hafa skrifað undir, en á meðan fréttin var skrifuð fjölgaði um rúmlega hundrað í honum. „Flestum er okkur misboðið. Flest okkar eru komin með nóg af afmennskun og óskiljanlegum aðförum stjórnvalda að einstaklingum í viðkvæmri stöðu,“ segir meðal annars í lýsingu á listanum. Þá eru orð dómsmálaráðherra um að málið hafi verið tekið fyrir hjá Útlendingastofnun og kærunefnd og að niðurstaða sé komin í málið gagnrýnd. „Nei Guðrún, það er ekki komin niðurstaða. Við viljum hjálpa þessum yndis dreng og hans fjölskyldu,“ segir jafnframt við listann. Flóttafólk á Íslandi Palestína Innflytjendamál Mál Yazans Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir „Nöturlegt“ ef Barnasáttmálinn grípur ekki Yazan Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra segir nöturlegt ef réttindi barna og barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna grípi ekki fatlaðan ellefu ára dreng sem hefur verið vísað frá landinu. Brottvísun drengsins hefur verið frestað fram yfir verslunarmannahelgi og lögmaður fjölskyldu hans hefur óskað eftir endurupptöku á máli hans. 2. júlí 2024 15:11 Yazan vísað úr landi eftir Verslunarmannahelgi Brottvísun Yazans Tamimi og fjölskyldu hans hefur verið frestað þar til eftir Verslunarmannahelgina. Lögmaður fjölskyldunnar mun seinna í dag senda inn beiðni til kærunefndar útlendingamála um að taka málið aftur upp. 2. júlí 2024 13:01 Mest lesið Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Kvikuhlaup hafið í Svartsengi Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Fleiri fréttir Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Sjá meira
Kærunefnd útlendingamála úrskurðaði í síðast mánuði að hinum ellefu ára gamla Yazan Tamini og fjölskyldu hans verði vísað úr landi. Yazan glímir við hrörnunarsjúkdóminn Duchenne og kom hingað fyrir tæpu ári síðan ásamt fjölskyldu sinni, sem er frá Hebron á Vesturbakkanum í Palestínu. Fjölskyldan flúði Palestínu vegna versnandi ástands í landinu og aðkasts yfirvalda og vegna skorts á þjónustu fyrir Yazan. Efnt hefur verið til tveggja mótmæla vegna brottvísunarinnar, sem verður að óbreyttu framkvæmd eftir verslunarmannahelgi. Þá efndu stuðningsmenn Yazans til gjörnings síðasta föstudag með því að koma fyrir hjólastól við Lækjartorg og skiptast á að sitja í honum. Úr stólnum liðuðust rætur, sem táknuðu ræturnar sem Yazan og fjölskylda hafa skotið hér á landi. Nú hefur að auki verið settur af stað undirskriftalisti. Ört fjölgar í hópi þeirra sem hafa skrifað undir, en á meðan fréttin var skrifuð fjölgaði um rúmlega hundrað í honum. „Flestum er okkur misboðið. Flest okkar eru komin með nóg af afmennskun og óskiljanlegum aðförum stjórnvalda að einstaklingum í viðkvæmri stöðu,“ segir meðal annars í lýsingu á listanum. Þá eru orð dómsmálaráðherra um að málið hafi verið tekið fyrir hjá Útlendingastofnun og kærunefnd og að niðurstaða sé komin í málið gagnrýnd. „Nei Guðrún, það er ekki komin niðurstaða. Við viljum hjálpa þessum yndis dreng og hans fjölskyldu,“ segir jafnframt við listann.
Flóttafólk á Íslandi Palestína Innflytjendamál Mál Yazans Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir „Nöturlegt“ ef Barnasáttmálinn grípur ekki Yazan Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra segir nöturlegt ef réttindi barna og barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna grípi ekki fatlaðan ellefu ára dreng sem hefur verið vísað frá landinu. Brottvísun drengsins hefur verið frestað fram yfir verslunarmannahelgi og lögmaður fjölskyldu hans hefur óskað eftir endurupptöku á máli hans. 2. júlí 2024 15:11 Yazan vísað úr landi eftir Verslunarmannahelgi Brottvísun Yazans Tamimi og fjölskyldu hans hefur verið frestað þar til eftir Verslunarmannahelgina. Lögmaður fjölskyldunnar mun seinna í dag senda inn beiðni til kærunefndar útlendingamála um að taka málið aftur upp. 2. júlí 2024 13:01 Mest lesið Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Kvikuhlaup hafið í Svartsengi Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Fleiri fréttir Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Sjá meira
„Nöturlegt“ ef Barnasáttmálinn grípur ekki Yazan Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra segir nöturlegt ef réttindi barna og barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna grípi ekki fatlaðan ellefu ára dreng sem hefur verið vísað frá landinu. Brottvísun drengsins hefur verið frestað fram yfir verslunarmannahelgi og lögmaður fjölskyldu hans hefur óskað eftir endurupptöku á máli hans. 2. júlí 2024 15:11
Yazan vísað úr landi eftir Verslunarmannahelgi Brottvísun Yazans Tamimi og fjölskyldu hans hefur verið frestað þar til eftir Verslunarmannahelgina. Lögmaður fjölskyldunnar mun seinna í dag senda inn beiðni til kærunefndar útlendingamála um að taka málið aftur upp. 2. júlí 2024 13:01