Tvö þúsund skora á Guðrúnu að hætta við brottvísunina Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 4. júlí 2024 22:44 Til stendur að vísa Yazan og fjölskyldu hans úr landi eftir verslunarmannahelgi. Vilhelm/Arnar Meira en tvö þúsund manns hafa skrifað undir undirskriftalista á vef Ísland.is þar sem skorað er á Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra að grípa inn í svo Yazan Tamimi og fjölskyldu hans verða ekki vísað úr landi. Kærunefnd útlendingamála úrskurðaði í síðast mánuði að hinum ellefu ára gamla Yazan Tamini og fjölskyldu hans verði vísað úr landi. Yazan glímir við hrörnunarsjúkdóminn Duchenne og kom hingað fyrir tæpu ári síðan ásamt fjölskyldu sinni, sem er frá Hebron á Vesturbakkanum í Palestínu. Fjölskyldan flúði Palestínu vegna versnandi ástands í landinu og aðkasts yfirvalda og vegna skorts á þjónustu fyrir Yazan. Efnt hefur verið til tveggja mótmæla vegna brottvísunarinnar, sem verður að óbreyttu framkvæmd eftir verslunarmannahelgi. Þá efndu stuðningsmenn Yazans til gjörnings síðasta föstudag með því að koma fyrir hjólastól við Lækjartorg og skiptast á að sitja í honum. Úr stólnum liðuðust rætur, sem táknuðu ræturnar sem Yazan og fjölskylda hafa skotið hér á landi. Nú hefur að auki verið settur af stað undirskriftalisti. Ört fjölgar í hópi þeirra sem hafa skrifað undir, en á meðan fréttin var skrifuð fjölgaði um rúmlega hundrað í honum. „Flestum er okkur misboðið. Flest okkar eru komin með nóg af afmennskun og óskiljanlegum aðförum stjórnvalda að einstaklingum í viðkvæmri stöðu,“ segir meðal annars í lýsingu á listanum. Þá eru orð dómsmálaráðherra um að málið hafi verið tekið fyrir hjá Útlendingastofnun og kærunefnd og að niðurstaða sé komin í málið gagnrýnd. „Nei Guðrún, það er ekki komin niðurstaða. Við viljum hjálpa þessum yndis dreng og hans fjölskyldu,“ segir jafnframt við listann. Flóttafólk á Íslandi Palestína Innflytjendamál Mál Yazans Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir „Nöturlegt“ ef Barnasáttmálinn grípur ekki Yazan Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra segir nöturlegt ef réttindi barna og barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna grípi ekki fatlaðan ellefu ára dreng sem hefur verið vísað frá landinu. Brottvísun drengsins hefur verið frestað fram yfir verslunarmannahelgi og lögmaður fjölskyldu hans hefur óskað eftir endurupptöku á máli hans. 2. júlí 2024 15:11 Yazan vísað úr landi eftir Verslunarmannahelgi Brottvísun Yazans Tamimi og fjölskyldu hans hefur verið frestað þar til eftir Verslunarmannahelgina. Lögmaður fjölskyldunnar mun seinna í dag senda inn beiðni til kærunefndar útlendingamála um að taka málið aftur upp. 2. júlí 2024 13:01 Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
Kærunefnd útlendingamála úrskurðaði í síðast mánuði að hinum ellefu ára gamla Yazan Tamini og fjölskyldu hans verði vísað úr landi. Yazan glímir við hrörnunarsjúkdóminn Duchenne og kom hingað fyrir tæpu ári síðan ásamt fjölskyldu sinni, sem er frá Hebron á Vesturbakkanum í Palestínu. Fjölskyldan flúði Palestínu vegna versnandi ástands í landinu og aðkasts yfirvalda og vegna skorts á þjónustu fyrir Yazan. Efnt hefur verið til tveggja mótmæla vegna brottvísunarinnar, sem verður að óbreyttu framkvæmd eftir verslunarmannahelgi. Þá efndu stuðningsmenn Yazans til gjörnings síðasta föstudag með því að koma fyrir hjólastól við Lækjartorg og skiptast á að sitja í honum. Úr stólnum liðuðust rætur, sem táknuðu ræturnar sem Yazan og fjölskylda hafa skotið hér á landi. Nú hefur að auki verið settur af stað undirskriftalisti. Ört fjölgar í hópi þeirra sem hafa skrifað undir, en á meðan fréttin var skrifuð fjölgaði um rúmlega hundrað í honum. „Flestum er okkur misboðið. Flest okkar eru komin með nóg af afmennskun og óskiljanlegum aðförum stjórnvalda að einstaklingum í viðkvæmri stöðu,“ segir meðal annars í lýsingu á listanum. Þá eru orð dómsmálaráðherra um að málið hafi verið tekið fyrir hjá Útlendingastofnun og kærunefnd og að niðurstaða sé komin í málið gagnrýnd. „Nei Guðrún, það er ekki komin niðurstaða. Við viljum hjálpa þessum yndis dreng og hans fjölskyldu,“ segir jafnframt við listann.
Flóttafólk á Íslandi Palestína Innflytjendamál Mál Yazans Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir „Nöturlegt“ ef Barnasáttmálinn grípur ekki Yazan Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra segir nöturlegt ef réttindi barna og barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna grípi ekki fatlaðan ellefu ára dreng sem hefur verið vísað frá landinu. Brottvísun drengsins hefur verið frestað fram yfir verslunarmannahelgi og lögmaður fjölskyldu hans hefur óskað eftir endurupptöku á máli hans. 2. júlí 2024 15:11 Yazan vísað úr landi eftir Verslunarmannahelgi Brottvísun Yazans Tamimi og fjölskyldu hans hefur verið frestað þar til eftir Verslunarmannahelgina. Lögmaður fjölskyldunnar mun seinna í dag senda inn beiðni til kærunefndar útlendingamála um að taka málið aftur upp. 2. júlí 2024 13:01 Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
„Nöturlegt“ ef Barnasáttmálinn grípur ekki Yazan Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra segir nöturlegt ef réttindi barna og barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna grípi ekki fatlaðan ellefu ára dreng sem hefur verið vísað frá landinu. Brottvísun drengsins hefur verið frestað fram yfir verslunarmannahelgi og lögmaður fjölskyldu hans hefur óskað eftir endurupptöku á máli hans. 2. júlí 2024 15:11
Yazan vísað úr landi eftir Verslunarmannahelgi Brottvísun Yazans Tamimi og fjölskyldu hans hefur verið frestað þar til eftir Verslunarmannahelgina. Lögmaður fjölskyldunnar mun seinna í dag senda inn beiðni til kærunefndar útlendingamála um að taka málið aftur upp. 2. júlí 2024 13:01