Ásakanir SFS um græðgi komi úr hörðustu átt Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. júlí 2024 11:53 Örn Pálsson er framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda. Vísir/Friðrik Framkvæmdastjóri landssambans smábátaeigenda segir strandveiðimenn gáttaða á að vera sakaðir um græðgi af Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi, eftir að matvælaráðherra jók við þorsskvóta þeirra í síðustu viku. Hann vísar því á bug að veiðarnar séu óarðbærar og óskynsamlegar. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra ákvað í síðustu viku að bæta tvö þúsund tonna þorskkvóta við strandveiðipottinn, með það að markmiði að fjölga strandveiðidögum. Í yfirlýsingu frá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi í gær var haft á orði að ráðherra hefði látið undan græðgi strandveiðimanna, sem kunni sér vart hóf í þeim ólympísku veiðum sem strandveiðar séu. Það sé þrátt fyrir að veiðarnar séu óskynsamlegar og óarðbærar, eins og fullyrt er í tilkynningunni. Framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda segist undrandi yfir þessu. „Þetta kemur nú úr hörðustu átt og við erum alveg gáttaðir á því. Við erum bara að reyna að bjarga okkur, og sjáum að sjórinn er fullur af fiski. Það er líka ljóst að þær veiðiheimildir sem var úthlutað 1. september síðastliðinn koma ekki til með að nást með veiðum á fiskveiðiárinu. Þannig að það er mjög eðlilegt að matvælaráðherra bregðist við og bæti við í það kerfi sem er mest lifandi núna,“ segir Örn Pálsson, framkvæmdastjóri LS. Vonar að meiru verði bætt við Strandveiðileyfin gilda frá maí til loka ágúst, en veiða má tólf daga í mánuði. Með viðbótinni sé útlit fyrir að hægt verði að stunda strandveiðar áfram vel inn í júlí, sem annars hefði ekki verið hægt. „Og vonandi að það verði bara bætt meiru við þegar þar að kemur. Örn vísar því til föðurhúsanna að strandveiðarnar séu óarðbærar, og segir hæsta verð fást fyrir fiskinn. „Þetta er eins góð vara og hægt er, eins og allir Íslendingar vita.“ Hann segist ekki átta sig á uppleggi SFS í tilkynningunni. Að tala um arðsemi, þá spyr maður líka: Arðsemi fyrir hvern, ef þau eru í svona miklu arðsamari veiðum en hjá okkur? Við getum allavega boðið upp á það að það eru 750 útgerðaraðilar sem stunda þessar veiðar. Þeir hafa tekjur af þessu og væru ekki að þessu nema þeir hefðu eitthvað í sinn vasa,“ segir Örn. Sjávarútvegur Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Sjá meira
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra ákvað í síðustu viku að bæta tvö þúsund tonna þorskkvóta við strandveiðipottinn, með það að markmiði að fjölga strandveiðidögum. Í yfirlýsingu frá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi í gær var haft á orði að ráðherra hefði látið undan græðgi strandveiðimanna, sem kunni sér vart hóf í þeim ólympísku veiðum sem strandveiðar séu. Það sé þrátt fyrir að veiðarnar séu óskynsamlegar og óarðbærar, eins og fullyrt er í tilkynningunni. Framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda segist undrandi yfir þessu. „Þetta kemur nú úr hörðustu átt og við erum alveg gáttaðir á því. Við erum bara að reyna að bjarga okkur, og sjáum að sjórinn er fullur af fiski. Það er líka ljóst að þær veiðiheimildir sem var úthlutað 1. september síðastliðinn koma ekki til með að nást með veiðum á fiskveiðiárinu. Þannig að það er mjög eðlilegt að matvælaráðherra bregðist við og bæti við í það kerfi sem er mest lifandi núna,“ segir Örn Pálsson, framkvæmdastjóri LS. Vonar að meiru verði bætt við Strandveiðileyfin gilda frá maí til loka ágúst, en veiða má tólf daga í mánuði. Með viðbótinni sé útlit fyrir að hægt verði að stunda strandveiðar áfram vel inn í júlí, sem annars hefði ekki verið hægt. „Og vonandi að það verði bara bætt meiru við þegar þar að kemur. Örn vísar því til föðurhúsanna að strandveiðarnar séu óarðbærar, og segir hæsta verð fást fyrir fiskinn. „Þetta er eins góð vara og hægt er, eins og allir Íslendingar vita.“ Hann segist ekki átta sig á uppleggi SFS í tilkynningunni. Að tala um arðsemi, þá spyr maður líka: Arðsemi fyrir hvern, ef þau eru í svona miklu arðsamari veiðum en hjá okkur? Við getum allavega boðið upp á það að það eru 750 útgerðaraðilar sem stunda þessar veiðar. Þeir hafa tekjur af þessu og væru ekki að þessu nema þeir hefðu eitthvað í sinn vasa,“ segir Örn.
Sjávarútvegur Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Sjá meira