Mesta hviðan meira en fimmtíu metrar á sekúndu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. júní 2024 11:03 Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. Vísir Gular veðurviðvaranir eru í gildi vegna hvassviðris á Austfjörðum og Suðausturlandi, en vindhviður hafa náð allt að 54 metrum á sekúndu. Veðrið ætti að ganga niður í fyrramálið, en þá er útlit fyrir blíðskaparveður víðast hvar á landinu. Á miðnætti í dag, 28. júní, sem á að heita hásumar, tóku gildi gular veðurviðvaranir á Austfjörðum og Suðausturlandi. Í báðum landshlutum er von á norðvestan hvassviðri og 15 til 20 metrum á sekdúndu, en hviður geta náð allt að 35 metrum á sekúndu. Fólki á svæðinu er ráðlagt að huga að lausamunum og minnt á að aðstæður geti verið varasamar fyrir ökumenn með aftanívagna eða á ökutækjum sem taka á sig mikinn vind. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir orðið mjög hvasst á Austurlandi. „Þetta er að ná frá Eldhrauni austan Kirkjubæjarklausturs, frá Núpahóteli eins og við segjum, þar er vindmælir, og alveg austur í Berufjörð. Hvassast hefur verið á þessum þekktu stöðum eins og í Hamarsfirði. Þar fór hviða í 54 metra á sekúndu fyrr í morgun,“ segir Einar. Veðrið eigi ekki að ganga niður fyrr en seint í kvöld. Vonandi að erlendir ferðamenn fái skilaboðin Einar segir að ferðafólk á svæðinu ætti að íhuga að breyta ferðaáætlunum sínum. „Allavega að fara varlega. Þetta tekur vel í. Sérstaklega í stærri bíla, húsbíla og annað slíkt. Svo hefur maður alltaf áhyggjur af því að þessar upplýsingar sem skipta miklu máli komist ekki til ferðamannanna sem eru að ferðast á eigin vegum.“ Eftir að veðrinu slotar er útlit fyrir fínasta veður víðast hvar um landið um helgina. „Sérstaklega á morgun. Með vaxandi hlýindum. Svo fer að rigna vestanlands seinnipartinn á sunnudaginn.“ Þannig að landið allt má búast við ágætis veðri núna um helgina. „Já það lítur bara vel út með veður þegar þetta er gengið niður,“ sagði veðurfræðingurinn Einar Sveinbjörnsson. Veður Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Fleiri fréttir Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Sjá meira
Á miðnætti í dag, 28. júní, sem á að heita hásumar, tóku gildi gular veðurviðvaranir á Austfjörðum og Suðausturlandi. Í báðum landshlutum er von á norðvestan hvassviðri og 15 til 20 metrum á sekdúndu, en hviður geta náð allt að 35 metrum á sekúndu. Fólki á svæðinu er ráðlagt að huga að lausamunum og minnt á að aðstæður geti verið varasamar fyrir ökumenn með aftanívagna eða á ökutækjum sem taka á sig mikinn vind. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir orðið mjög hvasst á Austurlandi. „Þetta er að ná frá Eldhrauni austan Kirkjubæjarklausturs, frá Núpahóteli eins og við segjum, þar er vindmælir, og alveg austur í Berufjörð. Hvassast hefur verið á þessum þekktu stöðum eins og í Hamarsfirði. Þar fór hviða í 54 metra á sekúndu fyrr í morgun,“ segir Einar. Veðrið eigi ekki að ganga niður fyrr en seint í kvöld. Vonandi að erlendir ferðamenn fái skilaboðin Einar segir að ferðafólk á svæðinu ætti að íhuga að breyta ferðaáætlunum sínum. „Allavega að fara varlega. Þetta tekur vel í. Sérstaklega í stærri bíla, húsbíla og annað slíkt. Svo hefur maður alltaf áhyggjur af því að þessar upplýsingar sem skipta miklu máli komist ekki til ferðamannanna sem eru að ferðast á eigin vegum.“ Eftir að veðrinu slotar er útlit fyrir fínasta veður víðast hvar um landið um helgina. „Sérstaklega á morgun. Með vaxandi hlýindum. Svo fer að rigna vestanlands seinnipartinn á sunnudaginn.“ Þannig að landið allt má búast við ágætis veðri núna um helgina. „Já það lítur bara vel út með veður þegar þetta er gengið niður,“ sagði veðurfræðingurinn Einar Sveinbjörnsson.
Veður Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Fleiri fréttir Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Sjá meira