Af hættustigi niður á óvissustig Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 22. júní 2024 18:15 Drónamyndir frá í dag sýna að engin virkni sé lengur í gígnum. Veðurstofa Íslands Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum, hefur ákveðið að færa almannavarnastig af hættustigi á óvissustig vegna umbrota á Reykjanesi. Gosórói hefur farið minnkandi á síðustu sólarhringum en svæðið verður áfram vaktar af Veðurstofunni og lögreglunni á Suðurnesjum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavörnum. Þar segir að ákvörðunin hafi verið tekin í ljósi þess að eldgosinu við Sýlingarfell sé lokið og ástandið stöðugra. Drónamyndir hafi verið teknar fyrr í dag og á þeim sást að virkni í gígnum sé engin. Áfram sé þó rennsli í þeim hrauntungum sem fóru yfir varnargarð norðan Sýlingarfells en búast megi við að rennslið stöðvist á næstunni. „Vinna við að hemja hraunrennslið hefur nú staðið yfir í nokkra daga, bæði með vinnuvélum og hraunkælinu. Þar sem aðstæður hafa breyst þá hefur hraunkælingunni verið hætt og fara næstu dagar og vikur í að meta hvort og þá mögulega hvernig hún virkaði. Óhætt er að segja að vinnan við hraunkælinguna hefur skilað mikilli reynslu sem nýtist ef til hennar kemur aftur í framtíðinni,“ segir í tilkynningunni. Í henni segir einnig að þau sem starfað hafi á svæðinu fái kærkomna hvíld á morgun en að strax á mánudagsmorgun hefjist vinna á ný við að klára það verk sem hafið var, að verja Svartsengi enn frekar með varnargarðavinnu. Búið sé að gera minni varnargarð fyrir innan þann sem fyrir var og hraunið sé komið að honum en þó ekki öllum. „Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra langar að koma á framfæri þakklæti til allra sem komu að þessari vinnu síðustu daga og nætur,“ segir í tilkynningunni. Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Almannavarnir Mest lesið Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Árásarmaðurinn keyrði um tuttugu húsaraðir eftir stígnum Erlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavörnum. Þar segir að ákvörðunin hafi verið tekin í ljósi þess að eldgosinu við Sýlingarfell sé lokið og ástandið stöðugra. Drónamyndir hafi verið teknar fyrr í dag og á þeim sást að virkni í gígnum sé engin. Áfram sé þó rennsli í þeim hrauntungum sem fóru yfir varnargarð norðan Sýlingarfells en búast megi við að rennslið stöðvist á næstunni. „Vinna við að hemja hraunrennslið hefur nú staðið yfir í nokkra daga, bæði með vinnuvélum og hraunkælinu. Þar sem aðstæður hafa breyst þá hefur hraunkælingunni verið hætt og fara næstu dagar og vikur í að meta hvort og þá mögulega hvernig hún virkaði. Óhætt er að segja að vinnan við hraunkælinguna hefur skilað mikilli reynslu sem nýtist ef til hennar kemur aftur í framtíðinni,“ segir í tilkynningunni. Í henni segir einnig að þau sem starfað hafi á svæðinu fái kærkomna hvíld á morgun en að strax á mánudagsmorgun hefjist vinna á ný við að klára það verk sem hafið var, að verja Svartsengi enn frekar með varnargarðavinnu. Búið sé að gera minni varnargarð fyrir innan þann sem fyrir var og hraunið sé komið að honum en þó ekki öllum. „Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra langar að koma á framfæri þakklæti til allra sem komu að þessari vinnu síðustu daga og nætur,“ segir í tilkynningunni.
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Almannavarnir Mest lesið Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Árásarmaðurinn keyrði um tuttugu húsaraðir eftir stígnum Erlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira