Jón sat hjá Árni Sæberg skrifar 20. júní 2024 12:50 Jón Gunnarsson greiddi ekki atkvæði um tillöguna. Vísir Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, greiddi ekki atkvæði um vantrauststillögu á hendur Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra. Tillagan var felld með talsverðum meirihluta greiddra atkvæða. Talsverð eftirvænting var eftir því hvernig Jón myndi haga atkvæði sínu enda hefur hann verið mjög harðorður í garð Bjarkeyjar í kjölfar ákvörðunar hennar um að leyfa hvalveiðar. Jón var ekki óánægður með ákvörðunina sem slíka en gagnrýndi stjórnsýsluhætti Bjarkeyjar harðlega. Jón gerði grein fyrir atkvæði sínu í pontu Alþingis þegar atkvæði voru greidd um tillöguna. Hann sagði eðlilega kröfu að ráðherra víki úr embætti ef rétt reynist að hann hafi misbeitt valdi sínu. Vinstri græn eigi ekki erindi á Alþingi „Ábyrgðin liggur þó fyrst og fremst hjá þingflokki þeim sem ráðherrann situr í umboði fyrir. Flókin staða VG í þeim efnum, tveir af þremur ráðherrum eru með hæstaréttardóm á bakinu fyrir að brjóta á réttindum sveitarfélaga og almennings og nú má segja að fleiri dómar séu væntanlegir. Staðreyndin er augljóslega sú að stjórnmálaflokkur sem styður og lætur slík vinnubrögð átölulaus á kannski takmarkað erindi á Alþingi Íslendinga. Virðulegur forseti, það eru viðsjárverðir tímar í íslenskri pólitík og ábyrgðarhlutur að rjúfa ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar á þessum degi. Ég treysti forsætisráðherra og mörgum ráðherrum ríkisstjórnarinnar og ég greiði því ekki atkvæði.“ Óli Björn sagði nei en vildi helst hafa VG annars staðar Tveir aðrir þingmenn Sjálfstæðisflokks höfðu ekki farið í grafgötur með óánægju sína með stjórnsýsluhætti Bjarkeyjar. Teitur Björn Einarsson var fjarverandi vegna veikinda og þurfti því ekki að taka afstöðu á þingi í dag. Óli Björn Kárason ákvað að gera grein fyrir atkvæði sínu á þingfundinum. Hann sagði að hann telji það enn mistök að Sjálfstæðisflokkurinn hafi samþykkt að atvinnuvegaráðuneytið [matvælaráðuneytið] væri í höndum Vinstri grænna. „En eftir að hafa hlustað á þann málflutning stjórnarandstöðunnar og máltilbúnað, ef málatilbúnað skyldi kalla, þá get ég aldrei slegist í lið með slíku fólki. Ég mun aldrei vera í liði með þeim sem reyna að fella ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar. Og ég mun, þegar ég vakna í fyrramálið, líta glaður í spegil og sáttur við sjálfan mig eftir að hafa sagt nei.“ Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Talsverð eftirvænting var eftir því hvernig Jón myndi haga atkvæði sínu enda hefur hann verið mjög harðorður í garð Bjarkeyjar í kjölfar ákvörðunar hennar um að leyfa hvalveiðar. Jón var ekki óánægður með ákvörðunina sem slíka en gagnrýndi stjórnsýsluhætti Bjarkeyjar harðlega. Jón gerði grein fyrir atkvæði sínu í pontu Alþingis þegar atkvæði voru greidd um tillöguna. Hann sagði eðlilega kröfu að ráðherra víki úr embætti ef rétt reynist að hann hafi misbeitt valdi sínu. Vinstri græn eigi ekki erindi á Alþingi „Ábyrgðin liggur þó fyrst og fremst hjá þingflokki þeim sem ráðherrann situr í umboði fyrir. Flókin staða VG í þeim efnum, tveir af þremur ráðherrum eru með hæstaréttardóm á bakinu fyrir að brjóta á réttindum sveitarfélaga og almennings og nú má segja að fleiri dómar séu væntanlegir. Staðreyndin er augljóslega sú að stjórnmálaflokkur sem styður og lætur slík vinnubrögð átölulaus á kannski takmarkað erindi á Alþingi Íslendinga. Virðulegur forseti, það eru viðsjárverðir tímar í íslenskri pólitík og ábyrgðarhlutur að rjúfa ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar á þessum degi. Ég treysti forsætisráðherra og mörgum ráðherrum ríkisstjórnarinnar og ég greiði því ekki atkvæði.“ Óli Björn sagði nei en vildi helst hafa VG annars staðar Tveir aðrir þingmenn Sjálfstæðisflokks höfðu ekki farið í grafgötur með óánægju sína með stjórnsýsluhætti Bjarkeyjar. Teitur Björn Einarsson var fjarverandi vegna veikinda og þurfti því ekki að taka afstöðu á þingi í dag. Óli Björn Kárason ákvað að gera grein fyrir atkvæði sínu á þingfundinum. Hann sagði að hann telji það enn mistök að Sjálfstæðisflokkurinn hafi samþykkt að atvinnuvegaráðuneytið [matvælaráðuneytið] væri í höndum Vinstri grænna. „En eftir að hafa hlustað á þann málflutning stjórnarandstöðunnar og máltilbúnað, ef málatilbúnað skyldi kalla, þá get ég aldrei slegist í lið með slíku fólki. Ég mun aldrei vera í liði með þeim sem reyna að fella ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar. Og ég mun, þegar ég vakna í fyrramálið, líta glaður í spegil og sáttur við sjálfan mig eftir að hafa sagt nei.“
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira