Fyllist stolti við að líta til fyrri fjallkvenna Ólafur Björn Sverrisson skrifar 17. júní 2024 18:34 Ebba Katrín er fjallkonan í Reykjavík árið 2024. stjórnarráðið Ebba Katrín Finnsdóttir, fjallkona ársins 2024 í Reykjavík, kveðst full af stolti og þakklæti eftir daginn. Ávarp hennar var samið af Bergi Ebba Benediktssyni, rithöfundi og uppistandara. Ebba segir ávarpið ádeilu á hraða samfélagsins og vanrækslu náttúrunnar. „Þetta er bara einstök upplifun. Ótrúleg og ógleymanleg. Mjög hátíðlegt og talar inn í svo stórt samhengi að ég fylltist bara stolti og þakklæti fyrir að vera treyst fyrir þessu hlutverki.“ Ebba Katrín hefur undanfarið ár farið á kostum í Þjóðleikhúsinu í sýningunni Orð gegn orði þar sem hún fer með einleik. Sýningin var sú næstvinsælasta á síðasta leikári. Ásamt þeirri sýningu lék hún í Frosti og Ellen B. Ebba var nýbúin að sýna þegar hún fékk símtal þar sem hennar krafta var óskað á þjóðhátíðardaginn í hlutverki fjallkonunnar. „Ég hélt fyrst að ég ætti að vera með eitthvað atriði áður en ég áttaði mig á því að það væri að biðja mig um að vera fjallkonan. Þá náttúrulega sagði ég bara strax já. Ég horfi bara á allar konurnar sem hafa gert þetta á undan mér og fyllist heiðri og stolti. Þetta eru auðvitað allt mínar fyrirmyndir og bara frábært að fá að vera í hópi þessara kvenna.“ Ávarp Ebbu var samið af Bergi Ebba Benediktssyni, og er nokkurs konar samtal við þjóðina sem er máluð upp í alls kyns myndum, hversdagslegum og hátíðlegum. Upptöku af ávarpi Ebbu má nálgast hér. Begur Ebbi og Ebba Katrín.stjórnarráðið „Mér fannst það bara frábært,“ segir Ebba um ljóðið eftir Berg Ebba. „Þetta er mjög skemmtilegur texti, mér fannst hann renna vel. Myndrænn og djúpur á sama tíma, ég er ótrúlega ánægð með textann og höfundinn. Bergur er alveg yndislegur.“ Hún segir hægt að túlka ljóðið á ýmsan hátt. „Mér finnst þetta deila á allskonar. Hraðann í samfélaginu og mögulega vanræktu tengslin við náttúruna. Margt kom til mín. Við erum að fljóta aðeins langt frá náttúrunni sem er samt móðir okkar allra. Það er erfitt að velja eitthvað eitt.“ Hún viðurkennir að hafa verið örlítið stressuð fyrir flutninginn. „En svo varð eitthvað logn, rétt áður en ég labbaði inn á Austurvöll. Ég held að það hafi bara verið einhverjir englar eða vættir með mér. Ég vildi bara njóta augnabliksins og það tókst.“ Ebba Katrín flytur ávarpið.stjórnarráðið 17. júní Menning Tengdar fréttir Fjallkonan í ár er Ebba Katrín Ebba Katrín Finnsdóttir leikkona er fjallkonan í ár. Hún flutti ávarp á hátíðarathöfn á Austurvelli í dag. 17. júní 2024 11:42 Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Lífið samstarf Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Sjá meira
„Þetta er bara einstök upplifun. Ótrúleg og ógleymanleg. Mjög hátíðlegt og talar inn í svo stórt samhengi að ég fylltist bara stolti og þakklæti fyrir að vera treyst fyrir þessu hlutverki.“ Ebba Katrín hefur undanfarið ár farið á kostum í Þjóðleikhúsinu í sýningunni Orð gegn orði þar sem hún fer með einleik. Sýningin var sú næstvinsælasta á síðasta leikári. Ásamt þeirri sýningu lék hún í Frosti og Ellen B. Ebba var nýbúin að sýna þegar hún fékk símtal þar sem hennar krafta var óskað á þjóðhátíðardaginn í hlutverki fjallkonunnar. „Ég hélt fyrst að ég ætti að vera með eitthvað atriði áður en ég áttaði mig á því að það væri að biðja mig um að vera fjallkonan. Þá náttúrulega sagði ég bara strax já. Ég horfi bara á allar konurnar sem hafa gert þetta á undan mér og fyllist heiðri og stolti. Þetta eru auðvitað allt mínar fyrirmyndir og bara frábært að fá að vera í hópi þessara kvenna.“ Ávarp Ebbu var samið af Bergi Ebba Benediktssyni, og er nokkurs konar samtal við þjóðina sem er máluð upp í alls kyns myndum, hversdagslegum og hátíðlegum. Upptöku af ávarpi Ebbu má nálgast hér. Begur Ebbi og Ebba Katrín.stjórnarráðið „Mér fannst það bara frábært,“ segir Ebba um ljóðið eftir Berg Ebba. „Þetta er mjög skemmtilegur texti, mér fannst hann renna vel. Myndrænn og djúpur á sama tíma, ég er ótrúlega ánægð með textann og höfundinn. Bergur er alveg yndislegur.“ Hún segir hægt að túlka ljóðið á ýmsan hátt. „Mér finnst þetta deila á allskonar. Hraðann í samfélaginu og mögulega vanræktu tengslin við náttúruna. Margt kom til mín. Við erum að fljóta aðeins langt frá náttúrunni sem er samt móðir okkar allra. Það er erfitt að velja eitthvað eitt.“ Hún viðurkennir að hafa verið örlítið stressuð fyrir flutninginn. „En svo varð eitthvað logn, rétt áður en ég labbaði inn á Austurvöll. Ég held að það hafi bara verið einhverjir englar eða vættir með mér. Ég vildi bara njóta augnabliksins og það tókst.“ Ebba Katrín flytur ávarpið.stjórnarráðið
17. júní Menning Tengdar fréttir Fjallkonan í ár er Ebba Katrín Ebba Katrín Finnsdóttir leikkona er fjallkonan í ár. Hún flutti ávarp á hátíðarathöfn á Austurvelli í dag. 17. júní 2024 11:42 Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Lífið samstarf Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Sjá meira
Fjallkonan í ár er Ebba Katrín Ebba Katrín Finnsdóttir leikkona er fjallkonan í ár. Hún flutti ávarp á hátíðarathöfn á Austurvelli í dag. 17. júní 2024 11:42