Fyllist stolti við að líta til fyrri fjallkvenna Ólafur Björn Sverrisson skrifar 17. júní 2024 18:34 Ebba Katrín er fjallkonan í Reykjavík árið 2024. stjórnarráðið Ebba Katrín Finnsdóttir, fjallkona ársins 2024 í Reykjavík, kveðst full af stolti og þakklæti eftir daginn. Ávarp hennar var samið af Bergi Ebba Benediktssyni, rithöfundi og uppistandara. Ebba segir ávarpið ádeilu á hraða samfélagsins og vanrækslu náttúrunnar. „Þetta er bara einstök upplifun. Ótrúleg og ógleymanleg. Mjög hátíðlegt og talar inn í svo stórt samhengi að ég fylltist bara stolti og þakklæti fyrir að vera treyst fyrir þessu hlutverki.“ Ebba Katrín hefur undanfarið ár farið á kostum í Þjóðleikhúsinu í sýningunni Orð gegn orði þar sem hún fer með einleik. Sýningin var sú næstvinsælasta á síðasta leikári. Ásamt þeirri sýningu lék hún í Frosti og Ellen B. Ebba var nýbúin að sýna þegar hún fékk símtal þar sem hennar krafta var óskað á þjóðhátíðardaginn í hlutverki fjallkonunnar. „Ég hélt fyrst að ég ætti að vera með eitthvað atriði áður en ég áttaði mig á því að það væri að biðja mig um að vera fjallkonan. Þá náttúrulega sagði ég bara strax já. Ég horfi bara á allar konurnar sem hafa gert þetta á undan mér og fyllist heiðri og stolti. Þetta eru auðvitað allt mínar fyrirmyndir og bara frábært að fá að vera í hópi þessara kvenna.“ Ávarp Ebbu var samið af Bergi Ebba Benediktssyni, og er nokkurs konar samtal við þjóðina sem er máluð upp í alls kyns myndum, hversdagslegum og hátíðlegum. Upptöku af ávarpi Ebbu má nálgast hér. Begur Ebbi og Ebba Katrín.stjórnarráðið „Mér fannst það bara frábært,“ segir Ebba um ljóðið eftir Berg Ebba. „Þetta er mjög skemmtilegur texti, mér fannst hann renna vel. Myndrænn og djúpur á sama tíma, ég er ótrúlega ánægð með textann og höfundinn. Bergur er alveg yndislegur.“ Hún segir hægt að túlka ljóðið á ýmsan hátt. „Mér finnst þetta deila á allskonar. Hraðann í samfélaginu og mögulega vanræktu tengslin við náttúruna. Margt kom til mín. Við erum að fljóta aðeins langt frá náttúrunni sem er samt móðir okkar allra. Það er erfitt að velja eitthvað eitt.“ Hún viðurkennir að hafa verið örlítið stressuð fyrir flutninginn. „En svo varð eitthvað logn, rétt áður en ég labbaði inn á Austurvöll. Ég held að það hafi bara verið einhverjir englar eða vættir með mér. Ég vildi bara njóta augnabliksins og það tókst.“ Ebba Katrín flytur ávarpið.stjórnarráðið 17. júní Menning Tengdar fréttir Fjallkonan í ár er Ebba Katrín Ebba Katrín Finnsdóttir leikkona er fjallkonan í ár. Hún flutti ávarp á hátíðarathöfn á Austurvelli í dag. 17. júní 2024 11:42 Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Sjá meira
„Þetta er bara einstök upplifun. Ótrúleg og ógleymanleg. Mjög hátíðlegt og talar inn í svo stórt samhengi að ég fylltist bara stolti og þakklæti fyrir að vera treyst fyrir þessu hlutverki.“ Ebba Katrín hefur undanfarið ár farið á kostum í Þjóðleikhúsinu í sýningunni Orð gegn orði þar sem hún fer með einleik. Sýningin var sú næstvinsælasta á síðasta leikári. Ásamt þeirri sýningu lék hún í Frosti og Ellen B. Ebba var nýbúin að sýna þegar hún fékk símtal þar sem hennar krafta var óskað á þjóðhátíðardaginn í hlutverki fjallkonunnar. „Ég hélt fyrst að ég ætti að vera með eitthvað atriði áður en ég áttaði mig á því að það væri að biðja mig um að vera fjallkonan. Þá náttúrulega sagði ég bara strax já. Ég horfi bara á allar konurnar sem hafa gert þetta á undan mér og fyllist heiðri og stolti. Þetta eru auðvitað allt mínar fyrirmyndir og bara frábært að fá að vera í hópi þessara kvenna.“ Ávarp Ebbu var samið af Bergi Ebba Benediktssyni, og er nokkurs konar samtal við þjóðina sem er máluð upp í alls kyns myndum, hversdagslegum og hátíðlegum. Upptöku af ávarpi Ebbu má nálgast hér. Begur Ebbi og Ebba Katrín.stjórnarráðið „Mér fannst það bara frábært,“ segir Ebba um ljóðið eftir Berg Ebba. „Þetta er mjög skemmtilegur texti, mér fannst hann renna vel. Myndrænn og djúpur á sama tíma, ég er ótrúlega ánægð með textann og höfundinn. Bergur er alveg yndislegur.“ Hún segir hægt að túlka ljóðið á ýmsan hátt. „Mér finnst þetta deila á allskonar. Hraðann í samfélaginu og mögulega vanræktu tengslin við náttúruna. Margt kom til mín. Við erum að fljóta aðeins langt frá náttúrunni sem er samt móðir okkar allra. Það er erfitt að velja eitthvað eitt.“ Hún viðurkennir að hafa verið örlítið stressuð fyrir flutninginn. „En svo varð eitthvað logn, rétt áður en ég labbaði inn á Austurvöll. Ég held að það hafi bara verið einhverjir englar eða vættir með mér. Ég vildi bara njóta augnabliksins og það tókst.“ Ebba Katrín flytur ávarpið.stjórnarráðið
17. júní Menning Tengdar fréttir Fjallkonan í ár er Ebba Katrín Ebba Katrín Finnsdóttir leikkona er fjallkonan í ár. Hún flutti ávarp á hátíðarathöfn á Austurvelli í dag. 17. júní 2024 11:42 Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Sjá meira
Fjallkonan í ár er Ebba Katrín Ebba Katrín Finnsdóttir leikkona er fjallkonan í ár. Hún flutti ávarp á hátíðarathöfn á Austurvelli í dag. 17. júní 2024 11:42