Skora á Sjúkratryggingar að semja við tvo heimilislækna Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 17. júní 2024 13:00 Akureyri Vísir/Vilhelm Yfir fimm hundruð manns hafa skrifað undir lista þar sem skorað er á Sjúkratryggirnar Íslands að semja um læknisþjónustu á Akureyri við heimilislæknana Guðrúnu Dóru Clarke og Val Helga Kristinsson eftir að starfsemi þeirra í bænum var stöðvuð tímabundið. Skjólstæðingur annars þeirra til margra ára segir út í hött að nýta ekki þá starfskrafta sem séu íbúum til boða. Valur Helgi og Guðrún Dóra störfuðu lengi á heilsugæslu Heilbrigðisstofnunar Norðurlands á Akureyri en fyrir nokkrum mánuðum réðu þau sig til starfa hjá heilsugæslunni í Urðarhvarfi í Kópavogi. Þau höfðu áfram aðstöðu á Læknastofum Akureyrar þar sem þau ætluðu sér að sinna skjólstæðingum sínum sem búa á Akureyri og í nágreni. Í febrúar fóru Sjúkratryggingar Íslands hins vegar fram á það að læknarnir tveir hefðu eingöngu aðsetur á Urðarhvarfi og starfsemin á Akureyri var stöðvuð tímabundið. Þetta eru sjúklingar þeirra fyrir norðan afar ósáttir með og ein þeirra, Steinunn Benna Hreiðarsdóttir, stofnaði undurskriftalista á Ísland.is þar sem skorað er á Sjúkratryggingar að endurskoða ákvörðunina. Farið langt fram úr væntingun „Það er nú bara þannig að ég var sjálf búin að fá nóg af heilbrigðisþjónustunni. Mín heilsa er þannig að ég þarf að hafa góðan lækni. Mér finnst líka svolítið út í hött að nýta ekki þá starfskrafta sem eru í bænum. Þessir læknar eru alveg framúrskarandi góðir,“ segir Steinunn Benna. Guðrún Dóra hefur verið heimilislæknir hennar og fjölskyldunnnar í mörg ár. „Eins og ég segi með mitt heilsufar og dóttir mín og hennar börn, þau þurfa bara að hafa lækni sem þekkir söguna okkar og veit hvað á að gera.“ Yfir 500 manns hafa nú skrifað undir listann sem Steinunn segir að sé langt fram ur hennar væntingum. Hún skorar á Sjúkratryggingar Íslands að semja við Guðrúnu Dóru og Val Helga þannig að þau geti áfram tekið á móti sjúklingum sínum á Akureyri. „Bara gefa þeim leyfi til að starfa hér á Akureyri bara strax sko. Einn tveir og tíu.“ Akureyri Sjúkratryggingar Sjúkrahúsið á Akureyri Heilbrigðismál Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
Valur Helgi og Guðrún Dóra störfuðu lengi á heilsugæslu Heilbrigðisstofnunar Norðurlands á Akureyri en fyrir nokkrum mánuðum réðu þau sig til starfa hjá heilsugæslunni í Urðarhvarfi í Kópavogi. Þau höfðu áfram aðstöðu á Læknastofum Akureyrar þar sem þau ætluðu sér að sinna skjólstæðingum sínum sem búa á Akureyri og í nágreni. Í febrúar fóru Sjúkratryggingar Íslands hins vegar fram á það að læknarnir tveir hefðu eingöngu aðsetur á Urðarhvarfi og starfsemin á Akureyri var stöðvuð tímabundið. Þetta eru sjúklingar þeirra fyrir norðan afar ósáttir með og ein þeirra, Steinunn Benna Hreiðarsdóttir, stofnaði undurskriftalista á Ísland.is þar sem skorað er á Sjúkratryggingar að endurskoða ákvörðunina. Farið langt fram úr væntingun „Það er nú bara þannig að ég var sjálf búin að fá nóg af heilbrigðisþjónustunni. Mín heilsa er þannig að ég þarf að hafa góðan lækni. Mér finnst líka svolítið út í hött að nýta ekki þá starfskrafta sem eru í bænum. Þessir læknar eru alveg framúrskarandi góðir,“ segir Steinunn Benna. Guðrún Dóra hefur verið heimilislæknir hennar og fjölskyldunnnar í mörg ár. „Eins og ég segi með mitt heilsufar og dóttir mín og hennar börn, þau þurfa bara að hafa lækni sem þekkir söguna okkar og veit hvað á að gera.“ Yfir 500 manns hafa nú skrifað undir listann sem Steinunn segir að sé langt fram ur hennar væntingum. Hún skorar á Sjúkratryggingar Íslands að semja við Guðrúnu Dóru og Val Helga þannig að þau geti áfram tekið á móti sjúklingum sínum á Akureyri. „Bara gefa þeim leyfi til að starfa hér á Akureyri bara strax sko. Einn tveir og tíu.“
Akureyri Sjúkratryggingar Sjúkrahúsið á Akureyri Heilbrigðismál Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira