Ofurkarlmennska geti reynst ávísun á hómófóbíu og kvenfyrirlitningu Jakob Bjarnar skrifar 14. júní 2024 14:35 Þórdís Elva Þorvaldsdóttir veltir upp þeirri spurningu hvort verið geti að tengsl séu milli atvinnumennsku í íþróttum og kynferðisofbeldis. vísir/vilhelm Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, rithöfundur og stjórnarformaður og framkvæmdastjóri Nordref Foundation, veltir því upp í pistli hvort verið geti að tengsl séu milli atvinnumennsku í íþróttum og kynferðisofbeldis? Þórdís Elva segir hugleiðingar sínar að gefnu tilefni en rannsóknir bendi til að slík tengsl séu fyrir hendi. Hún nefnir úttekt frá Brock University á tíu ára tímabili sem sýni að 23 prósent þeirra nemenda við skólann sem kærðir voru fyrir kynferðisofbeldi voru atvinnumenn á íþróttastyrk – þrátt fyrirað þeir væru einungis tvö prósent nemenda við skólann. Þórdís Elva vitnar í samtökin Teach Us Consent sem hafi sett fram kenningar eins og um tilkall. „Ein ástæðan gæti verið tilkall (e: entitlement), þ.e.a.s. að finnast maður eiga rétt eða heimtingu á einhverju. Atvinnuíþróttamennsku fylgir oft frægð og frami, með tilheyrandi forréttindastöðu í samfélaginu og aðdáun samferðafólks sins. Þetta getur leitt af sér hugmyndir um tilkall, þar á meðal tilkall til líkama kvenna, sér í lagi í ljósi þeirrar karlmennsku sem samfélagið býst við af atvinnuíþróttamönnum.“ Þá nefnir Þórdís menningu sem skapist meðal atvinnuíþróttamanna, að vera sífellt í hópi annarra karla við æfingar, keppnir og ferðalög. Um sé að ræða einsleitan og lokaðan hóp þar sem hópsálin litar dómgreind og þurrkar út einstaklingseðli við ákvarðanatöku. „Að vera atvinnuíþróttamaður gerir þig að fyrirmynd fyrir aðra karlmenn, sökum líkamlegs atgervis og styrks. Hópíþróttir eru sér í lagi álitnar uppspretta karlmennskuímynda (Messerschmidt & Connell, 2005) sem í sinni ýktustu mynd þróast út í ofurkarlmennsku, sem er álitin æðsta takmarkið. Þar sem ofurkarlmennska vex fram verður oft til menning þar sem önnur kyn og kynhneigðir eru álitin annars flokks, með tilheyrandi hómófóbíu og kvenfyrirlitningu,“ segir Þórdís meðal annars en lesa má pistil hennar í heild í meðfylgjandi hlekk hér ofar. Kynferðisofbeldi Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Þórdís Elva segir hugleiðingar sínar að gefnu tilefni en rannsóknir bendi til að slík tengsl séu fyrir hendi. Hún nefnir úttekt frá Brock University á tíu ára tímabili sem sýni að 23 prósent þeirra nemenda við skólann sem kærðir voru fyrir kynferðisofbeldi voru atvinnumenn á íþróttastyrk – þrátt fyrirað þeir væru einungis tvö prósent nemenda við skólann. Þórdís Elva vitnar í samtökin Teach Us Consent sem hafi sett fram kenningar eins og um tilkall. „Ein ástæðan gæti verið tilkall (e: entitlement), þ.e.a.s. að finnast maður eiga rétt eða heimtingu á einhverju. Atvinnuíþróttamennsku fylgir oft frægð og frami, með tilheyrandi forréttindastöðu í samfélaginu og aðdáun samferðafólks sins. Þetta getur leitt af sér hugmyndir um tilkall, þar á meðal tilkall til líkama kvenna, sér í lagi í ljósi þeirrar karlmennsku sem samfélagið býst við af atvinnuíþróttamönnum.“ Þá nefnir Þórdís menningu sem skapist meðal atvinnuíþróttamanna, að vera sífellt í hópi annarra karla við æfingar, keppnir og ferðalög. Um sé að ræða einsleitan og lokaðan hóp þar sem hópsálin litar dómgreind og þurrkar út einstaklingseðli við ákvarðanatöku. „Að vera atvinnuíþróttamaður gerir þig að fyrirmynd fyrir aðra karlmenn, sökum líkamlegs atgervis og styrks. Hópíþróttir eru sér í lagi álitnar uppspretta karlmennskuímynda (Messerschmidt & Connell, 2005) sem í sinni ýktustu mynd þróast út í ofurkarlmennsku, sem er álitin æðsta takmarkið. Þar sem ofurkarlmennska vex fram verður oft til menning þar sem önnur kyn og kynhneigðir eru álitin annars flokks, með tilheyrandi hómófóbíu og kvenfyrirlitningu,“ segir Þórdís meðal annars en lesa má pistil hennar í heild í meðfylgjandi hlekk hér ofar.
Kynferðisofbeldi Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira