800 nýjar íbúðir byggðar á Ásbrú Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 10. júní 2024 20:05 Pálmi Freyr Randversson, forstjóri Kadeco á Ásbrú, sem er að gera mjög spennandi hluti með sínu fólki. Magnús Hlynur Hreiðarsson Um átta hundruð nýjar íbúðir verða byggðar á Ásbrú í Reykjanesbæ á næstu árum, auk þess sem nokkrir nýir grunn- og leikskólar verða byggðir, ráðstefnuhöll, verslanir, veitingahús og hótel svo eitthvað sé nefnt. Framkvæmdirnar munu kosta um 140 milljarða króna. Það er Kadeco sem stýrir uppbyggingunni á Ásbrú en Kadeco er þróunarfélag í eigu fjármálaráðuneytisins, sem var upphaflega stofnað til að koma eigum varnarliðsins í borgaraleg not eins og það er kallað. „Við erum í samvinnu við Reykjanesbæ að bjóða út lóðir og við erum komin í deiliskipulagsverkefni sömuleiðis upp undir 800 íbúðir, sem á að byggja hérna á næstu árum,” segir Pálmi Freyr Randversson, forstjóri Kadeco og bætir við. „Þetta er virkilega spennandi verkefni og þarft verkefni. Íslenska ríkið tekur við þessum eignum hérna á Ásbrú fyrir næstum 20 árum og ýmislegt hefur gerst. Það er búið að selja allar eignirnar nú þegar og hérna býr fullt af fólki, hér er dásamlegt samfélag og núna ætlum við að taka næsta skref, þétta byggð og bjóða upp á meiri þjónustu, verslun, veitingahús og þess háttar.” Í dag búa um 5 þúsund íbúar á Ásbrú en eftir tuttugu ár verða þeir orðnir um 15 þúsund ef áætlanir Kadeco ganga eftir. En það á ekki bara að byggja íbúðarhús á Ásbrú. „Við erum náttúrulega mitt á milli Ameríku og Evrópu. Við sjáum möguleika hérna að byggja litla útgáfu af Hörpu þannig að það sé hægt að hittast á þessu svæði og halda ráðstefnur, fundi og þess háttar,” segir Pálmi. Ásbrú er bæjarhluti í Reykjanesbæ, sem byggist upp á fyrrum varnarsvæði bandaríska hersins við Keflavíkurflugvöll. Kadeco hefur leitt umbreytingu svæðisins úr varnarstöð í samfélag frumkvöðla, fræða og atvinnulífs, með um 5000 íbúum.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hver er kostnaður við verkefnið? „K 64 áætlunin okkar hjá Kadico hún gerir ráð fyrir 140 milljörðum til næstu 25 ára í fjárfestingum á svæðinu.” En af hverju ætti fólk að flytja á Ásbrú? „Hérna ertu steinsnar frá umheiminum, þú býrð við hliðina á flugvelli þannig að þú ert enga stund að fara hvert sem þig langar að fara. Hérna eru uppbyggingartækifærin gríðarleg og atvinnutækifærin eru ótrúlega og eiginlega hvergi meiri á landinu,” segir Pálmi Freyr. Heimasíða Kadeco Kadeco, hefur það meginmarkmið að leiða samstarf íslenska ríkisins, Isavia, Reykjanesbæjar og Suðurnesjabæjar um skipulag, þróun, hagnýtingu og markaðssetningu lands við Keflavíkurflugvöll.Magnús Hlynur Hreiðarsson Reykjanesbær Suðurnesjabær Húsnæðismál Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira
Það er Kadeco sem stýrir uppbyggingunni á Ásbrú en Kadeco er þróunarfélag í eigu fjármálaráðuneytisins, sem var upphaflega stofnað til að koma eigum varnarliðsins í borgaraleg not eins og það er kallað. „Við erum í samvinnu við Reykjanesbæ að bjóða út lóðir og við erum komin í deiliskipulagsverkefni sömuleiðis upp undir 800 íbúðir, sem á að byggja hérna á næstu árum,” segir Pálmi Freyr Randversson, forstjóri Kadeco og bætir við. „Þetta er virkilega spennandi verkefni og þarft verkefni. Íslenska ríkið tekur við þessum eignum hérna á Ásbrú fyrir næstum 20 árum og ýmislegt hefur gerst. Það er búið að selja allar eignirnar nú þegar og hérna býr fullt af fólki, hér er dásamlegt samfélag og núna ætlum við að taka næsta skref, þétta byggð og bjóða upp á meiri þjónustu, verslun, veitingahús og þess háttar.” Í dag búa um 5 þúsund íbúar á Ásbrú en eftir tuttugu ár verða þeir orðnir um 15 þúsund ef áætlanir Kadeco ganga eftir. En það á ekki bara að byggja íbúðarhús á Ásbrú. „Við erum náttúrulega mitt á milli Ameríku og Evrópu. Við sjáum möguleika hérna að byggja litla útgáfu af Hörpu þannig að það sé hægt að hittast á þessu svæði og halda ráðstefnur, fundi og þess háttar,” segir Pálmi. Ásbrú er bæjarhluti í Reykjanesbæ, sem byggist upp á fyrrum varnarsvæði bandaríska hersins við Keflavíkurflugvöll. Kadeco hefur leitt umbreytingu svæðisins úr varnarstöð í samfélag frumkvöðla, fræða og atvinnulífs, með um 5000 íbúum.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hver er kostnaður við verkefnið? „K 64 áætlunin okkar hjá Kadico hún gerir ráð fyrir 140 milljörðum til næstu 25 ára í fjárfestingum á svæðinu.” En af hverju ætti fólk að flytja á Ásbrú? „Hérna ertu steinsnar frá umheiminum, þú býrð við hliðina á flugvelli þannig að þú ert enga stund að fara hvert sem þig langar að fara. Hérna eru uppbyggingartækifærin gríðarleg og atvinnutækifærin eru ótrúlega og eiginlega hvergi meiri á landinu,” segir Pálmi Freyr. Heimasíða Kadeco Kadeco, hefur það meginmarkmið að leiða samstarf íslenska ríkisins, Isavia, Reykjanesbæjar og Suðurnesjabæjar um skipulag, þróun, hagnýtingu og markaðssetningu lands við Keflavíkurflugvöll.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Reykjanesbær Suðurnesjabær Húsnæðismál Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira