„Þetta er nánast allt eins og við áttum von á“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 8. júní 2024 12:29 Jón Haukur Steingrímsson, jarðverkfræðingur hjá Eflu var mættur á svæðið um klukkan 7 í morgun. Vísir/Vilhelm Jarðverkfræðingur hjá Eflu segir atburðarrás morgunsins við Svartsengi hafa verið viðbúna. Helstu vandræðin núna séu gróðureldar sem kviknað hafa út frá hrauninu og slökkviliðið berst við. Hann segir Bláa lónið ekki í hættu. Síðustu daga hefur hraun runnið hægt norðan við og meðfram Sýlingarfelli í átt að Grindavíkurvegi. Í morgun jókst hraðinn skyndilega og hraun tók að renna með mun meiri krafti í átt að veginum norðan varnargarðanna við Svartsengi. Hraunið náði yfir Grindavíkurveg um klukkan 11. Almannavarnir „Þetta er hraun sem er búið að vera bunkast upp síðan gosið byrjaði austan við Sýlingarfellið og pakkaði sér meðfram því," segir Jón Haukur Steingrímsson, jarðverkfræðingur hjá Eflu. Þetta er svona eins mjög þykkt, seigfljótandi, ekki eins hratt og þunnfljótandi eins og við höfum séð þegar gosin eru að byrja.Tungan var komin meðfram varnargarðinum fyrir helgi. Atburðarrásin hófst um klukkan fimm í morgun og viðbragðsaðilar voru mættir á svæðið um klukkan sjö. Klukkan tíu var búið að loka gati í varnargarðinum sem hafði verið haldið opnu vegna samgangna. Hraunið var komið yfir Grindavíkurveg klukkan 11. Jón Haukur segir atburðarrás morgunsins hafa verið viðbúna. „Við erum búnir að vera með augun á þessu mjög grannt alla vikuna. Þessi uppsöfnun er búin að vera frá því að eldgosið hófst en það er ómögulegt með þessa seigu massa að segja hvenær þeir vilja leggja af stað. Svo ákveður hann að leggja af stað þarna. Þetta er nánast allt eins og við áttum von á.“ Jón Haukur hefur leitt vinnu við varnargarða og vegvinnu á Reykjanesi síðustu mánuði.Vísir/Vilhelm Ákveðið var að opna Bláa lónið ekki í morgun og gestum hótelsins auks starfsfólks gert að yfirgefa svæðið. Jón Haukur segir lónið þó ekki í hættu. „Bláa lónið er innan varnagarða og vel farið. Þetta er ekkert að fara ná þangað. Þetta truflar umferð gesta í lónið fyrst og síðast.“ Gróðureldar helsta vandamálið Aðspurður um hvort hætta sé á að hraunið fari yfir varnargarðana við Grindavík segir Jón Haukur að steinar séu farnir að rúlla yfir en hann eigi ekki von að massinn úr hrauninu fari langt. „Hann rennur samhliða garðinum og í raun töluvert fyrir utan hann. Þetta er þykkt og mikið og á meðan þetta hefur þennan slagkraft og þetta flæði þá er ekki að fara myndast gríðarlegt yfirflæði.“ Hins vegar séu steinarnir sem rúlla yfir að kveikja í gróðri handan varnargarðarins. „Það er helsta vesenið sem er verið að eiga við núna,“ segir Jón Haukur en slökkviliðið er að eiga við eldana. Hann segir grannt fylgst með stöðunni og að helstu verkefni dagsins snúist um að vinna í samgöngum á svæðinu fyrir veitufyrirtæki, verktaka og viðbragðsaðila. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Bláa lónið Tengdar fréttir Hraun runnið að Grindavíkurvegi Hraun úr eldgosinu á Reykjanesskaga er komið að Grindavíkurvegi norðan varnargarðanna við Svartsengi. Búið er að loka gati í varnargarðinum auk þess sem búið er að loka Bláa lóninu. 8. júní 2024 09:54 Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Aron Can heill á húfi Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Síðustu daga hefur hraun runnið hægt norðan við og meðfram Sýlingarfelli í átt að Grindavíkurvegi. Í morgun jókst hraðinn skyndilega og hraun tók að renna með mun meiri krafti í átt að veginum norðan varnargarðanna við Svartsengi. Hraunið náði yfir Grindavíkurveg um klukkan 11. Almannavarnir „Þetta er hraun sem er búið að vera bunkast upp síðan gosið byrjaði austan við Sýlingarfellið og pakkaði sér meðfram því," segir Jón Haukur Steingrímsson, jarðverkfræðingur hjá Eflu. Þetta er svona eins mjög þykkt, seigfljótandi, ekki eins hratt og þunnfljótandi eins og við höfum séð þegar gosin eru að byrja.Tungan var komin meðfram varnargarðinum fyrir helgi. Atburðarrásin hófst um klukkan fimm í morgun og viðbragðsaðilar voru mættir á svæðið um klukkan sjö. Klukkan tíu var búið að loka gati í varnargarðinum sem hafði verið haldið opnu vegna samgangna. Hraunið var komið yfir Grindavíkurveg klukkan 11. Jón Haukur segir atburðarrás morgunsins hafa verið viðbúna. „Við erum búnir að vera með augun á þessu mjög grannt alla vikuna. Þessi uppsöfnun er búin að vera frá því að eldgosið hófst en það er ómögulegt með þessa seigu massa að segja hvenær þeir vilja leggja af stað. Svo ákveður hann að leggja af stað þarna. Þetta er nánast allt eins og við áttum von á.“ Jón Haukur hefur leitt vinnu við varnargarða og vegvinnu á Reykjanesi síðustu mánuði.Vísir/Vilhelm Ákveðið var að opna Bláa lónið ekki í morgun og gestum hótelsins auks starfsfólks gert að yfirgefa svæðið. Jón Haukur segir lónið þó ekki í hættu. „Bláa lónið er innan varnagarða og vel farið. Þetta er ekkert að fara ná þangað. Þetta truflar umferð gesta í lónið fyrst og síðast.“ Gróðureldar helsta vandamálið Aðspurður um hvort hætta sé á að hraunið fari yfir varnargarðana við Grindavík segir Jón Haukur að steinar séu farnir að rúlla yfir en hann eigi ekki von að massinn úr hrauninu fari langt. „Hann rennur samhliða garðinum og í raun töluvert fyrir utan hann. Þetta er þykkt og mikið og á meðan þetta hefur þennan slagkraft og þetta flæði þá er ekki að fara myndast gríðarlegt yfirflæði.“ Hins vegar séu steinarnir sem rúlla yfir að kveikja í gróðri handan varnargarðarins. „Það er helsta vesenið sem er verið að eiga við núna,“ segir Jón Haukur en slökkviliðið er að eiga við eldana. Hann segir grannt fylgst með stöðunni og að helstu verkefni dagsins snúist um að vinna í samgöngum á svæðinu fyrir veitufyrirtæki, verktaka og viðbragðsaðila.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Bláa lónið Tengdar fréttir Hraun runnið að Grindavíkurvegi Hraun úr eldgosinu á Reykjanesskaga er komið að Grindavíkurvegi norðan varnargarðanna við Svartsengi. Búið er að loka gati í varnargarðinum auk þess sem búið er að loka Bláa lóninu. 8. júní 2024 09:54 Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Aron Can heill á húfi Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Hraun runnið að Grindavíkurvegi Hraun úr eldgosinu á Reykjanesskaga er komið að Grindavíkurvegi norðan varnargarðanna við Svartsengi. Búið er að loka gati í varnargarðinum auk þess sem búið er að loka Bláa lóninu. 8. júní 2024 09:54