Hafa ekki lokið afgreiðslu á kæru í þrjú ár Tómas Arnar Þorláksson skrifar 6. júní 2024 14:38 Skúli Magnússon, umboðsmaður Alþingis, og Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menninga- og viðskiptaráðherra. Vísir/Arnar Umboðsmaður Alþingis gagnrýnir vinnubrögð menningar- og viðskiptaráðuneytisins en kvartað hefur verið yfir miklum töfum á afgreiðslu mála hjá ráðuneytinu. Ráðuneytið braut gegn málshraðareglu stjórnsýslulaga að mati umboðsmanns. Þetta kemur fram í tilkynningu á vefsíðu umboðsmanns Alþingis en þar er einnig tekið fram að ráðuneytið hafi svarað fyrirspurnum umboðsmanns seint og illa og seinagangurinn því töluverður í ráðuneytinu. Málin sem umboðsmaður vísar til varðar tafir á afgreiðslu ráðuneytisins á stjórnsýslukæru frá miðju ári 2021 og öðru máli frá upphafi síðasta árs. Hefur ráðuneytið því ekki afgreitt umrædda stjórnsýslukæru á þremur árum. Segja annir útskýra seinagang Umboðsmaður Alþingis lauk kvörtun varðandi eldra málið í millitíðinni í ljósi fyriráætlana ráðuneytisins um að úrskurða í því. Áður en umboðsmaður lauk áliti um kvörtunina hafði lögmaður málshefjanda stjórnsýslukærunnar margítrekað kæruna og óskað eftir upplýsingum um stöðu hennar. Í hvert skipti fékk lögmaðurinn þau svör frá ráðuneytinu að niðurstöðu væri að vænta innan skamms. Í málunum tveimur þurfti umboðsmaður síendurtekið að ganga eftir svörum frá ráðuneytinu en ráðuneytið bar fyrir sig að seinagangurinn væri vegna anna og álags. „Að sögn ráðuneytisins eru þessi tvö mál komin í forgang en úrskurðir liggi þó sennilega ekki fyrir fyrr en um mánaðamótin ágúst/september nk,“ segir í tilkynningu umboðsmanns. Í ljósi þessa ítrekar umboðsmaður að samkvæmt málshraðareglu stjórnsýslulaga eigi ákvarðanir að vera teknar svo fljótt sem unnt er. Krefur ráðuneytið um úrbætur „Margra mánaða og jafnvel áralangar óútskýrðar tafir verði ekki réttlættar með vísan til anna og álags,“ segir í tilkynningu og umboðsmaður beinir því til ráðuneytisins að gera ráðstafanir til að bæta úr núverandi fyrirkomulagi. „Óskað er eftir svörum frá ráðuneytinu um hvort ábendingarnar leiði til einhverra viðbragða og þá hverra. Jafnframt að veittar verði upplýsingar um fjölda úrskurða sem það hafi kveðið upp frá 23. apríl 2023 og, sé þeim til að dreifa, hvað líði birtingu þeirra á vef Stjórnarráðsins.“ Umboðsmaður Alþingis Stjórnsýsla Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Stórbruni í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fleiri fréttir Stórbruni í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vefsíðu umboðsmanns Alþingis en þar er einnig tekið fram að ráðuneytið hafi svarað fyrirspurnum umboðsmanns seint og illa og seinagangurinn því töluverður í ráðuneytinu. Málin sem umboðsmaður vísar til varðar tafir á afgreiðslu ráðuneytisins á stjórnsýslukæru frá miðju ári 2021 og öðru máli frá upphafi síðasta árs. Hefur ráðuneytið því ekki afgreitt umrædda stjórnsýslukæru á þremur árum. Segja annir útskýra seinagang Umboðsmaður Alþingis lauk kvörtun varðandi eldra málið í millitíðinni í ljósi fyriráætlana ráðuneytisins um að úrskurða í því. Áður en umboðsmaður lauk áliti um kvörtunina hafði lögmaður málshefjanda stjórnsýslukærunnar margítrekað kæruna og óskað eftir upplýsingum um stöðu hennar. Í hvert skipti fékk lögmaðurinn þau svör frá ráðuneytinu að niðurstöðu væri að vænta innan skamms. Í málunum tveimur þurfti umboðsmaður síendurtekið að ganga eftir svörum frá ráðuneytinu en ráðuneytið bar fyrir sig að seinagangurinn væri vegna anna og álags. „Að sögn ráðuneytisins eru þessi tvö mál komin í forgang en úrskurðir liggi þó sennilega ekki fyrir fyrr en um mánaðamótin ágúst/september nk,“ segir í tilkynningu umboðsmanns. Í ljósi þessa ítrekar umboðsmaður að samkvæmt málshraðareglu stjórnsýslulaga eigi ákvarðanir að vera teknar svo fljótt sem unnt er. Krefur ráðuneytið um úrbætur „Margra mánaða og jafnvel áralangar óútskýrðar tafir verði ekki réttlættar með vísan til anna og álags,“ segir í tilkynningu og umboðsmaður beinir því til ráðuneytisins að gera ráðstafanir til að bæta úr núverandi fyrirkomulagi. „Óskað er eftir svörum frá ráðuneytinu um hvort ábendingarnar leiði til einhverra viðbragða og þá hverra. Jafnframt að veittar verði upplýsingar um fjölda úrskurða sem það hafi kveðið upp frá 23. apríl 2023 og, sé þeim til að dreifa, hvað líði birtingu þeirra á vef Stjórnarráðsins.“
Umboðsmaður Alþingis Stjórnsýsla Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Stórbruni í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fleiri fréttir Stórbruni í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Sjá meira