Hafnarfjarðarbær semur við HS orku um rannsóknar- og nýtingarrétt í Krýsuvík Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 6. júní 2024 08:47 Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar og Tómas Már Sigurðsson, forstjóri HS Orku við undirritun samnings í gær. Hafnarfjarðarbær Hafnarfjarðarbær og HS Orka hafa undirritað samkomulag um rannsóknir og nýtingu auðlindaréttinda í Krýsuvík til vinnslu á heitu vatni, ferskvatni og til raforkuframleiðslu. Markmiðið er að auka afhendingaröryggi á heitu vatni í Hafnarfirði og annars staðar á höfuðborgarsvæðinu ásamt því að mæta vaxandi raforkuþörf í landinu. Áætlað er að nýtt jarðvarmaver í Krýsuvík gæti hitað upp allt að 50.000 manna byggð. Samningurinn, sem byggir á viljayfirlýsingu frá nóvember 2022, var samþykktur af bæjarstjórn Hafnarfjarðar í gær. Í tilkynningu frá Hafnarfjarðarbæ kemur fram að markmið samningsins sé að kanna möguleika þess að virkja jarðvarma og vinna grunnvatn í landi Krýsuvíkur á hagkvæman og umhverfisvænan hátt, samhliða uppbyggingu auðlindagarðs þar sem frekari nýting vinnslustrauma fer fram. Stefnt er að því að jarðvarmaver rýsi á Sveifluhálsi á Krýsuvíkursvæðinu. Samhliða verður unnið að hugmyndum um auðlindagarð með áherslu á útivist, vistvæna ferðaþjónustu og græna atvinnustarfsemi. Mikilvæg tímamót fyrir Hafnarfjörð Hafnarfjarðarbær er eigandi Krýsuvíkur sem er verðmætt útivistarsvæði og vinsæll áfangastaður ferðafólks. „Krýsuvík býr auk þess yfir einum vænlegasta kosti sem býðst til framtíðaruppbyggingar hitaveitu á höfuðborgarsvæðinu,“ segir í tilkynningunni. „Með auðlindanýtingu í Krýsuvík mætti bæta afhendingaröryggi á heitu vatni til höfuðborgarsvæðisins til muna, en höfuðborgarsvæðið fær nú allt heitt vatn frá svæðum sem eru staðsett austur af svæðinu, það er frá Nesjavallavirkjun og Hellisheiðarvirkjun.“ Við undirritun samnings í gær. Kynningarfundur um áformin verður haldinn kl. 17, 12. júní í Bæjarbíói.Hafnarfjarðarbær Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar, segir það mikilvæg tímamót fyrir Hafnarfjörð að samið hafi verið um framtíðaruppbyggingu í Krýsuvík. Rannsóknar og nýtingarsamningurinn eigi sér mjög langan aðdraganda. Markmiðið með honum er að tryggja Hafnfirðingum og fleirum aðgang að heitu vatni og orku til framtíðar. Samhliða verður svæðið svo gert aðgengilegra til útivistar og nátturuskoðunar. Tómas Már Sigurðsson, forstjóri HS Orku, segir samninginn við Hafnarfjarðarbæ mikið fagnaðarefni. „Hann leggur grunninn að áframhaldandi jarðhitarannsóknum á Krýsuvíkursvæðinu. Við erum vongóð um að rannsóknirnar leiði til þess að jarðhitinn geti nýst jafnt til framleiðslu á heitu vatni fyrir Hafnfirðinga og nágranna sem og til framleiðslu á raforku. Samhliða hugsanlegri orkuvinnslu munu skapast spennandi tækifæri til uppbyggingar á margskonar grænni atvinnustarfsemi í Krýsuvík.“ Jarðvarmaver í Krýsuvík gæti hitað upp allt að 50.000 manna byggð Í tilkynningunni kemur fram að áætlað sé að nýtt jarðvarmaver í Krýsuvík gæti hitað upp allt að 50.000 manna byggð auk aflgetu til raforkuframleiðslu, allt að 100 MW. „Þá er stefnt að því að vinna að hugmyndum um auðlindagarð í Krýsuvík með áherslu á uppbyggingu vistvænnar ferðaþjónustu sem fellur vel að umhverfi og náttúru, aðstöðu til útivistar auk grænar atvinnustarfsemi, svo sem þörungaræktunar, náttúrulegrar efnavinnslu og ræktunar í gróðurhúsum. Lögð verður áhersla á að efnisnotkun, áferð og litir mannvirkja á svæðinu falli vel að umhverfinu og að sérstaða svæðisins haldist og fái að njóta sín.“ Samtals er lóðaleigusvæðið um 200.000 fermetrar og athafnasvæði jarðhitasvæðis um tveir ferkílómetrar. Hafnarfjörður Orkumál Jarðhiti Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Samningurinn, sem byggir á viljayfirlýsingu frá nóvember 2022, var samþykktur af bæjarstjórn Hafnarfjarðar í gær. Í tilkynningu frá Hafnarfjarðarbæ kemur fram að markmið samningsins sé að kanna möguleika þess að virkja jarðvarma og vinna grunnvatn í landi Krýsuvíkur á hagkvæman og umhverfisvænan hátt, samhliða uppbyggingu auðlindagarðs þar sem frekari nýting vinnslustrauma fer fram. Stefnt er að því að jarðvarmaver rýsi á Sveifluhálsi á Krýsuvíkursvæðinu. Samhliða verður unnið að hugmyndum um auðlindagarð með áherslu á útivist, vistvæna ferðaþjónustu og græna atvinnustarfsemi. Mikilvæg tímamót fyrir Hafnarfjörð Hafnarfjarðarbær er eigandi Krýsuvíkur sem er verðmætt útivistarsvæði og vinsæll áfangastaður ferðafólks. „Krýsuvík býr auk þess yfir einum vænlegasta kosti sem býðst til framtíðaruppbyggingar hitaveitu á höfuðborgarsvæðinu,“ segir í tilkynningunni. „Með auðlindanýtingu í Krýsuvík mætti bæta afhendingaröryggi á heitu vatni til höfuðborgarsvæðisins til muna, en höfuðborgarsvæðið fær nú allt heitt vatn frá svæðum sem eru staðsett austur af svæðinu, það er frá Nesjavallavirkjun og Hellisheiðarvirkjun.“ Við undirritun samnings í gær. Kynningarfundur um áformin verður haldinn kl. 17, 12. júní í Bæjarbíói.Hafnarfjarðarbær Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar, segir það mikilvæg tímamót fyrir Hafnarfjörð að samið hafi verið um framtíðaruppbyggingu í Krýsuvík. Rannsóknar og nýtingarsamningurinn eigi sér mjög langan aðdraganda. Markmiðið með honum er að tryggja Hafnfirðingum og fleirum aðgang að heitu vatni og orku til framtíðar. Samhliða verður svæðið svo gert aðgengilegra til útivistar og nátturuskoðunar. Tómas Már Sigurðsson, forstjóri HS Orku, segir samninginn við Hafnarfjarðarbæ mikið fagnaðarefni. „Hann leggur grunninn að áframhaldandi jarðhitarannsóknum á Krýsuvíkursvæðinu. Við erum vongóð um að rannsóknirnar leiði til þess að jarðhitinn geti nýst jafnt til framleiðslu á heitu vatni fyrir Hafnfirðinga og nágranna sem og til framleiðslu á raforku. Samhliða hugsanlegri orkuvinnslu munu skapast spennandi tækifæri til uppbyggingar á margskonar grænni atvinnustarfsemi í Krýsuvík.“ Jarðvarmaver í Krýsuvík gæti hitað upp allt að 50.000 manna byggð Í tilkynningunni kemur fram að áætlað sé að nýtt jarðvarmaver í Krýsuvík gæti hitað upp allt að 50.000 manna byggð auk aflgetu til raforkuframleiðslu, allt að 100 MW. „Þá er stefnt að því að vinna að hugmyndum um auðlindagarð í Krýsuvík með áherslu á uppbyggingu vistvænnar ferðaþjónustu sem fellur vel að umhverfi og náttúru, aðstöðu til útivistar auk grænar atvinnustarfsemi, svo sem þörungaræktunar, náttúrulegrar efnavinnslu og ræktunar í gróðurhúsum. Lögð verður áhersla á að efnisnotkun, áferð og litir mannvirkja á svæðinu falli vel að umhverfinu og að sérstaða svæðisins haldist og fái að njóta sín.“ Samtals er lóðaleigusvæðið um 200.000 fermetrar og athafnasvæði jarðhitasvæðis um tveir ferkílómetrar.
Hafnarfjörður Orkumál Jarðhiti Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent