Brynjar grætur ekki fylgistap Vg sem hann segir þeim sjálfum að kenna Jakob Bjarnar skrifar 5. júní 2024 16:39 Brynjar segir algjörlega galið að vilja kenna Sjálfstæðisflokknum um fylgishrun, Jódís geti bara kennt sjálfri sér og Vinstri grænum um það. vísir/vilhelm Brynjar Níelsson varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins gefur minna en ekkert fyrir það tal að Vinstri grænir séu nú búnir að gefa meira en nóg eftir, með vísan til fylgishruns. Brynjar vitnar í Facebookpistli til þess sem Jódís Skúladóttir vinstri grænum sagði og Vísir greindi frá að hreyfingin gæti ekki gefið meiri afslátt. Hún vill setja fyrirvara við frumvarp um afbrotavarnir sem enn á eftir að afgreiða úr nefnd. „Það hefur í ýmsum málum þurft að gera málamiðlanir sem ég held að hafa kostað okkur of mikið. En að sama skapi höfum við svo náð fram ýmsu sem samstarfsflokkar telja að hafi kostað þau talsvert,“ sagði Jódís í samtali við Vísi. Brynjar segir að Jódís hafi nefnt fylgishrun flokksins í skoðanakönnunum, og þá einkum í sambandi við útlendingafrumvarpið og breytingar á lögreglulögum um auknar heimildir til handa lögreglu. Að sögn Brynjars snúa þessi mál ekki einu sinni um vinstri og hægri heldur um raunsæi og skilningi á nauðsyn þess að bregðast við breyttum aðstæðum. Þýðir ekkert að kenna Sjálfstæðisflokki um fylgishrunið „Upplifun sjálfstæðismanna er ekki sú að Vg hafi þurft að gefa svo eftir í þessu stjórnarsamstarfi, öðru nær. Að vísu hefur Vg ekki fengið í gegn að hækka alla skatta en það er ekki eftirgjöf. Þó hafa þeir náð í gegn nýjum loftslagssköttum sem engu bjarga og gera ekkert annað en að skaða íslenskt atvinnulíf í samkeppni við heiminn, sem neytendur bera kostnaðinn af á endanum.“ Brynjar segir að Vinstri græn þurfi ekki að kvarta undan einu né neinu, þau hafi náð í gegn alls konar aukaútgjöldum fyrir ríkið, einkum til hagsmunahópa sem berjast fyrir sömu pólitík. „Fylgishrun Vg er ekki vegna eftirgjafar í stjórnarsamstarfinu. Frekar mætti segja að fylgistap hinna stjórnarflokkanna sé vegna eftirgjafar við Freka kallinn í samstarfinu. Rannsóknir sýna að það getur verið fjandanum erfiðara að vera í samstarfi með fólki sem lætur skynsemi og raunsæi víkja alfarið fyrir tilfinningum.“ Vinstri græn geta sjálfum sér um kennt Vandi Vinstri grænna er þannig fyrst og fremst sá, að mati Brynjars, að flokkurinn sé enn fastur í gjaldþrota hugmyndafræði, sem byggist að mestu á stækri andúð á einkaframtaki í atvinnulífinu og atvinnufrelsi almennt. „Frelsi einstaklingsins er þeim ekki hugleikið enda skilgreina þau sig sem sósíalista. Ríkisvæðing og útþensla báknsins er þeirra hjartans mál. Fylgistap Sjálfstæðisflokksins er vegna eftirgjafar og rænuleysis í þessum efnum. Fylgishrun Vg er hins vegar vegna þess að ungt fólk hefur lítinn áhuga á þessu stjórnlyndi í öllu og veit að tækifæri og sókn til betri lífskjara er ekki í gegnum stefnu og hugmyndafræði Vg. Þess vegna færist tapað fylgi Vg ekki til Sósíalistaflokksins.“ Af þessu má sjá að eftir brotthvarf Katrínar Jakobsdóttur úr forystu Vinstri grænna virðist fátt um varnir og skeytasendingarnar ganga á milli. Alþingi Skoðanakannanir Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Fleiri fréttir Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Sjá meira
Brynjar vitnar í Facebookpistli til þess sem Jódís Skúladóttir vinstri grænum sagði og Vísir greindi frá að hreyfingin gæti ekki gefið meiri afslátt. Hún vill setja fyrirvara við frumvarp um afbrotavarnir sem enn á eftir að afgreiða úr nefnd. „Það hefur í ýmsum málum þurft að gera málamiðlanir sem ég held að hafa kostað okkur of mikið. En að sama skapi höfum við svo náð fram ýmsu sem samstarfsflokkar telja að hafi kostað þau talsvert,“ sagði Jódís í samtali við Vísi. Brynjar segir að Jódís hafi nefnt fylgishrun flokksins í skoðanakönnunum, og þá einkum í sambandi við útlendingafrumvarpið og breytingar á lögreglulögum um auknar heimildir til handa lögreglu. Að sögn Brynjars snúa þessi mál ekki einu sinni um vinstri og hægri heldur um raunsæi og skilningi á nauðsyn þess að bregðast við breyttum aðstæðum. Þýðir ekkert að kenna Sjálfstæðisflokki um fylgishrunið „Upplifun sjálfstæðismanna er ekki sú að Vg hafi þurft að gefa svo eftir í þessu stjórnarsamstarfi, öðru nær. Að vísu hefur Vg ekki fengið í gegn að hækka alla skatta en það er ekki eftirgjöf. Þó hafa þeir náð í gegn nýjum loftslagssköttum sem engu bjarga og gera ekkert annað en að skaða íslenskt atvinnulíf í samkeppni við heiminn, sem neytendur bera kostnaðinn af á endanum.“ Brynjar segir að Vinstri græn þurfi ekki að kvarta undan einu né neinu, þau hafi náð í gegn alls konar aukaútgjöldum fyrir ríkið, einkum til hagsmunahópa sem berjast fyrir sömu pólitík. „Fylgishrun Vg er ekki vegna eftirgjafar í stjórnarsamstarfinu. Frekar mætti segja að fylgistap hinna stjórnarflokkanna sé vegna eftirgjafar við Freka kallinn í samstarfinu. Rannsóknir sýna að það getur verið fjandanum erfiðara að vera í samstarfi með fólki sem lætur skynsemi og raunsæi víkja alfarið fyrir tilfinningum.“ Vinstri græn geta sjálfum sér um kennt Vandi Vinstri grænna er þannig fyrst og fremst sá, að mati Brynjars, að flokkurinn sé enn fastur í gjaldþrota hugmyndafræði, sem byggist að mestu á stækri andúð á einkaframtaki í atvinnulífinu og atvinnufrelsi almennt. „Frelsi einstaklingsins er þeim ekki hugleikið enda skilgreina þau sig sem sósíalista. Ríkisvæðing og útþensla báknsins er þeirra hjartans mál. Fylgistap Sjálfstæðisflokksins er vegna eftirgjafar og rænuleysis í þessum efnum. Fylgishrun Vg er hins vegar vegna þess að ungt fólk hefur lítinn áhuga á þessu stjórnlyndi í öllu og veit að tækifæri og sókn til betri lífskjara er ekki í gegnum stefnu og hugmyndafræði Vg. Þess vegna færist tapað fylgi Vg ekki til Sósíalistaflokksins.“ Af þessu má sjá að eftir brotthvarf Katrínar Jakobsdóttur úr forystu Vinstri grænna virðist fátt um varnir og skeytasendingarnar ganga á milli.
Alþingi Skoðanakannanir Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Fleiri fréttir Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?