Brynjar grætur ekki fylgistap Vg sem hann segir þeim sjálfum að kenna Jakob Bjarnar skrifar 5. júní 2024 16:39 Brynjar segir algjörlega galið að vilja kenna Sjálfstæðisflokknum um fylgishrun, Jódís geti bara kennt sjálfri sér og Vinstri grænum um það. vísir/vilhelm Brynjar Níelsson varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins gefur minna en ekkert fyrir það tal að Vinstri grænir séu nú búnir að gefa meira en nóg eftir, með vísan til fylgishruns. Brynjar vitnar í Facebookpistli til þess sem Jódís Skúladóttir vinstri grænum sagði og Vísir greindi frá að hreyfingin gæti ekki gefið meiri afslátt. Hún vill setja fyrirvara við frumvarp um afbrotavarnir sem enn á eftir að afgreiða úr nefnd. „Það hefur í ýmsum málum þurft að gera málamiðlanir sem ég held að hafa kostað okkur of mikið. En að sama skapi höfum við svo náð fram ýmsu sem samstarfsflokkar telja að hafi kostað þau talsvert,“ sagði Jódís í samtali við Vísi. Brynjar segir að Jódís hafi nefnt fylgishrun flokksins í skoðanakönnunum, og þá einkum í sambandi við útlendingafrumvarpið og breytingar á lögreglulögum um auknar heimildir til handa lögreglu. Að sögn Brynjars snúa þessi mál ekki einu sinni um vinstri og hægri heldur um raunsæi og skilningi á nauðsyn þess að bregðast við breyttum aðstæðum. Þýðir ekkert að kenna Sjálfstæðisflokki um fylgishrunið „Upplifun sjálfstæðismanna er ekki sú að Vg hafi þurft að gefa svo eftir í þessu stjórnarsamstarfi, öðru nær. Að vísu hefur Vg ekki fengið í gegn að hækka alla skatta en það er ekki eftirgjöf. Þó hafa þeir náð í gegn nýjum loftslagssköttum sem engu bjarga og gera ekkert annað en að skaða íslenskt atvinnulíf í samkeppni við heiminn, sem neytendur bera kostnaðinn af á endanum.“ Brynjar segir að Vinstri græn þurfi ekki að kvarta undan einu né neinu, þau hafi náð í gegn alls konar aukaútgjöldum fyrir ríkið, einkum til hagsmunahópa sem berjast fyrir sömu pólitík. „Fylgishrun Vg er ekki vegna eftirgjafar í stjórnarsamstarfinu. Frekar mætti segja að fylgistap hinna stjórnarflokkanna sé vegna eftirgjafar við Freka kallinn í samstarfinu. Rannsóknir sýna að það getur verið fjandanum erfiðara að vera í samstarfi með fólki sem lætur skynsemi og raunsæi víkja alfarið fyrir tilfinningum.“ Vinstri græn geta sjálfum sér um kennt Vandi Vinstri grænna er þannig fyrst og fremst sá, að mati Brynjars, að flokkurinn sé enn fastur í gjaldþrota hugmyndafræði, sem byggist að mestu á stækri andúð á einkaframtaki í atvinnulífinu og atvinnufrelsi almennt. „Frelsi einstaklingsins er þeim ekki hugleikið enda skilgreina þau sig sem sósíalista. Ríkisvæðing og útþensla báknsins er þeirra hjartans mál. Fylgistap Sjálfstæðisflokksins er vegna eftirgjafar og rænuleysis í þessum efnum. Fylgishrun Vg er hins vegar vegna þess að ungt fólk hefur lítinn áhuga á þessu stjórnlyndi í öllu og veit að tækifæri og sókn til betri lífskjara er ekki í gegnum stefnu og hugmyndafræði Vg. Þess vegna færist tapað fylgi Vg ekki til Sósíalistaflokksins.“ Af þessu má sjá að eftir brotthvarf Katrínar Jakobsdóttur úr forystu Vinstri grænna virðist fátt um varnir og skeytasendingarnar ganga á milli. Alþingi Skoðanakannanir Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Sjá meira
Brynjar vitnar í Facebookpistli til þess sem Jódís Skúladóttir vinstri grænum sagði og Vísir greindi frá að hreyfingin gæti ekki gefið meiri afslátt. Hún vill setja fyrirvara við frumvarp um afbrotavarnir sem enn á eftir að afgreiða úr nefnd. „Það hefur í ýmsum málum þurft að gera málamiðlanir sem ég held að hafa kostað okkur of mikið. En að sama skapi höfum við svo náð fram ýmsu sem samstarfsflokkar telja að hafi kostað þau talsvert,“ sagði Jódís í samtali við Vísi. Brynjar segir að Jódís hafi nefnt fylgishrun flokksins í skoðanakönnunum, og þá einkum í sambandi við útlendingafrumvarpið og breytingar á lögreglulögum um auknar heimildir til handa lögreglu. Að sögn Brynjars snúa þessi mál ekki einu sinni um vinstri og hægri heldur um raunsæi og skilningi á nauðsyn þess að bregðast við breyttum aðstæðum. Þýðir ekkert að kenna Sjálfstæðisflokki um fylgishrunið „Upplifun sjálfstæðismanna er ekki sú að Vg hafi þurft að gefa svo eftir í þessu stjórnarsamstarfi, öðru nær. Að vísu hefur Vg ekki fengið í gegn að hækka alla skatta en það er ekki eftirgjöf. Þó hafa þeir náð í gegn nýjum loftslagssköttum sem engu bjarga og gera ekkert annað en að skaða íslenskt atvinnulíf í samkeppni við heiminn, sem neytendur bera kostnaðinn af á endanum.“ Brynjar segir að Vinstri græn þurfi ekki að kvarta undan einu né neinu, þau hafi náð í gegn alls konar aukaútgjöldum fyrir ríkið, einkum til hagsmunahópa sem berjast fyrir sömu pólitík. „Fylgishrun Vg er ekki vegna eftirgjafar í stjórnarsamstarfinu. Frekar mætti segja að fylgistap hinna stjórnarflokkanna sé vegna eftirgjafar við Freka kallinn í samstarfinu. Rannsóknir sýna að það getur verið fjandanum erfiðara að vera í samstarfi með fólki sem lætur skynsemi og raunsæi víkja alfarið fyrir tilfinningum.“ Vinstri græn geta sjálfum sér um kennt Vandi Vinstri grænna er þannig fyrst og fremst sá, að mati Brynjars, að flokkurinn sé enn fastur í gjaldþrota hugmyndafræði, sem byggist að mestu á stækri andúð á einkaframtaki í atvinnulífinu og atvinnufrelsi almennt. „Frelsi einstaklingsins er þeim ekki hugleikið enda skilgreina þau sig sem sósíalista. Ríkisvæðing og útþensla báknsins er þeirra hjartans mál. Fylgistap Sjálfstæðisflokksins er vegna eftirgjafar og rænuleysis í þessum efnum. Fylgishrun Vg er hins vegar vegna þess að ungt fólk hefur lítinn áhuga á þessu stjórnlyndi í öllu og veit að tækifæri og sókn til betri lífskjara er ekki í gegnum stefnu og hugmyndafræði Vg. Þess vegna færist tapað fylgi Vg ekki til Sósíalistaflokksins.“ Af þessu má sjá að eftir brotthvarf Katrínar Jakobsdóttur úr forystu Vinstri grænna virðist fátt um varnir og skeytasendingarnar ganga á milli.
Alþingi Skoðanakannanir Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Sjá meira