Dauðþreyttur Jón eyddi átta milljónum króna Árni Sæberg skrifar 2. júní 2024 13:12 Jón er þakklátur fyrir Jógu sína. Vísir/Vilhelm Jón Gnarr segist aldrei á ævinni hafa verið jafnþreyttur og nú, daginn eftir lok strembinnar kosningabaráttu. Hann segir að framboðið hafi kostað um átta milljónir króna en hann hafi komið út á sléttu eftir styrki. Þetta kemur fram í færslu Jóns á Facebook. Þar segir að hann hafi verið hálfmeir síðan hann vaknaði í morgun, ekki vegna úrslita kosninganna þó. „Ég get nú bara mjög vel við unað og var nú búinn að átta mig á því hvert stefndi. Þetta er frekar svona spennufall.“ Tvö kíló af sílikoni Jón segir að undanfarnar fjórar vikur hafi verið skringilegasti tími sem hann hefur upplifað. Hann vakni á hverjum virkum degi klukkan 05:15 og sé mættur til vinnu klukkan 06. Vinnudagurinn byrji á fjögurra klukkustunda förðun þar sem andliti hans er umbreytt með um það bil tveimur kílóum af sílikoni og farða, hárkollu, gervitönnum og linsum. Þannig sé honum breytt í 79 ára gamlan mann sem heitir Felix. „Svona er ég svo allan daginn til 6. Þá er þetta allt rifið af mér og við tekur forsetaframboð. Þá hitti ég fólk sem ég sjálfur, fer í viðtöl, kappræður eða funda með stuðningsfólki mínu. Helgarnar hafa allar farið í flandur út á land.“ Vildi frekar vaxa en vinna Hann hafi aldrei á ævinni verið jafnþreyttur og hann er núna. „Þessi þreyta er alltumlykjandi og smýgur inní vöðva, bein og taugakerfi. Ég er þreyttur í hausnum. Sálinni líka.“ Hann hafi farið í framboð vegna þess að hann „langaði að reyna að uppfæra sjálfan“ sig með því að takast á við þá áskorun. Hann hafi viljað vaxa frekar en endilega vinna kosningarnar. „Ég var tilbúinn að vinna og vildi mjög gjarnan verða forseti okkar en mig langaði mest að þroskast og styrkja mig sem einstakling en líka sem opinber persóna á Íslandi. Það hefur kostað hugrekki, vinnu og fórnir en það hefur tekist. Ég er ákaflega stoltur af framgöngu minni og árangri.“ Fyrst og fremst þakklátur Jón segir að það sem umlykji hann mest núna sé auðmýkt og þakklæti. Hann sé þakklátur fyrir að hafa komist í gegnum kosningarnar, fyrir að vera sá sem hann er, þakklátur fyrir börnin sín, barnabörn og hundinn Klaka. Mest sé hann þó þakklátur fyrir Jógu, eiginkonu sína, þeirra samband og vináttu, sem hafi styrkst í kosningabaráttunni. Þá sé hann þakklátur öllum þeim sem lögðu honum lið, studdu hann og hvöttu áfram. „Ég þakka öllum sem styrktu mig fjárhagslega. Framboðið sýnist mér hafa kostað 8 milljónir og reiknast til að við höfum komið út á sléttu.“ Forsetakosningar 2024 Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Kjörsókn víða ívið betri en í síðustu kosningum Kjörsókn klukkan ellefu í morgun var aðeins meiri en í forsetakosningunum fyrir fjórum árum. 1. júní 2024 11:59 Halla Hrund með hjartað fullt af þakklæti Halla Hrund Logadóttir, forsetaframbjóðandi og orkumálastjóri, óskar nýkjörnum forseta til hamingju með niðurstöðuna. Hún þakkar stuðningsfólki sínu fyrir góða baráttu og segist halda áfram inn í daginn með hjartað fullt af þakklæti. Halla Hrund fékk tæp 16 prósent atkvæða í kosningunum í gær. 2. júní 2024 12:09 Fólk hafi kosið taktískt gegn Katrínu Friðjón Friðjónsson borgarfulltrúi og starfsmaður í kosningateymi Katrínar Jakobsdóttir segist telja alveg ljóst að ákveðinn hópur hafi kosið taktískt í forsetakosningunum í ár. Þá telur hann mögulegt að stór hópur kjósenda hafi ekki hugnast átökin í kringum Katrínu sem hafi þó alltaf keyrt sína baráttu á jákvæðni. 2. júní 2024 01:49 Myndaveisla: Rosaleg stemming í kosningavökunum Það er mikil spenna fyrir úrslitum forsetakosninganna og spennan er ef til vill mest í kosningavökum frambjóðendanna. 2. júní 2024 01:32 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum Sjá meira
Þetta kemur fram í færslu Jóns á Facebook. Þar segir að hann hafi verið hálfmeir síðan hann vaknaði í morgun, ekki vegna úrslita kosninganna þó. „Ég get nú bara mjög vel við unað og var nú búinn að átta mig á því hvert stefndi. Þetta er frekar svona spennufall.“ Tvö kíló af sílikoni Jón segir að undanfarnar fjórar vikur hafi verið skringilegasti tími sem hann hefur upplifað. Hann vakni á hverjum virkum degi klukkan 05:15 og sé mættur til vinnu klukkan 06. Vinnudagurinn byrji á fjögurra klukkustunda förðun þar sem andliti hans er umbreytt með um það bil tveimur kílóum af sílikoni og farða, hárkollu, gervitönnum og linsum. Þannig sé honum breytt í 79 ára gamlan mann sem heitir Felix. „Svona er ég svo allan daginn til 6. Þá er þetta allt rifið af mér og við tekur forsetaframboð. Þá hitti ég fólk sem ég sjálfur, fer í viðtöl, kappræður eða funda með stuðningsfólki mínu. Helgarnar hafa allar farið í flandur út á land.“ Vildi frekar vaxa en vinna Hann hafi aldrei á ævinni verið jafnþreyttur og hann er núna. „Þessi þreyta er alltumlykjandi og smýgur inní vöðva, bein og taugakerfi. Ég er þreyttur í hausnum. Sálinni líka.“ Hann hafi farið í framboð vegna þess að hann „langaði að reyna að uppfæra sjálfan“ sig með því að takast á við þá áskorun. Hann hafi viljað vaxa frekar en endilega vinna kosningarnar. „Ég var tilbúinn að vinna og vildi mjög gjarnan verða forseti okkar en mig langaði mest að þroskast og styrkja mig sem einstakling en líka sem opinber persóna á Íslandi. Það hefur kostað hugrekki, vinnu og fórnir en það hefur tekist. Ég er ákaflega stoltur af framgöngu minni og árangri.“ Fyrst og fremst þakklátur Jón segir að það sem umlykji hann mest núna sé auðmýkt og þakklæti. Hann sé þakklátur fyrir að hafa komist í gegnum kosningarnar, fyrir að vera sá sem hann er, þakklátur fyrir börnin sín, barnabörn og hundinn Klaka. Mest sé hann þó þakklátur fyrir Jógu, eiginkonu sína, þeirra samband og vináttu, sem hafi styrkst í kosningabaráttunni. Þá sé hann þakklátur öllum þeim sem lögðu honum lið, studdu hann og hvöttu áfram. „Ég þakka öllum sem styrktu mig fjárhagslega. Framboðið sýnist mér hafa kostað 8 milljónir og reiknast til að við höfum komið út á sléttu.“
Forsetakosningar 2024 Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Kjörsókn víða ívið betri en í síðustu kosningum Kjörsókn klukkan ellefu í morgun var aðeins meiri en í forsetakosningunum fyrir fjórum árum. 1. júní 2024 11:59 Halla Hrund með hjartað fullt af þakklæti Halla Hrund Logadóttir, forsetaframbjóðandi og orkumálastjóri, óskar nýkjörnum forseta til hamingju með niðurstöðuna. Hún þakkar stuðningsfólki sínu fyrir góða baráttu og segist halda áfram inn í daginn með hjartað fullt af þakklæti. Halla Hrund fékk tæp 16 prósent atkvæða í kosningunum í gær. 2. júní 2024 12:09 Fólk hafi kosið taktískt gegn Katrínu Friðjón Friðjónsson borgarfulltrúi og starfsmaður í kosningateymi Katrínar Jakobsdóttir segist telja alveg ljóst að ákveðinn hópur hafi kosið taktískt í forsetakosningunum í ár. Þá telur hann mögulegt að stór hópur kjósenda hafi ekki hugnast átökin í kringum Katrínu sem hafi þó alltaf keyrt sína baráttu á jákvæðni. 2. júní 2024 01:49 Myndaveisla: Rosaleg stemming í kosningavökunum Það er mikil spenna fyrir úrslitum forsetakosninganna og spennan er ef til vill mest í kosningavökum frambjóðendanna. 2. júní 2024 01:32 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum Sjá meira
Kjörsókn víða ívið betri en í síðustu kosningum Kjörsókn klukkan ellefu í morgun var aðeins meiri en í forsetakosningunum fyrir fjórum árum. 1. júní 2024 11:59
Halla Hrund með hjartað fullt af þakklæti Halla Hrund Logadóttir, forsetaframbjóðandi og orkumálastjóri, óskar nýkjörnum forseta til hamingju með niðurstöðuna. Hún þakkar stuðningsfólki sínu fyrir góða baráttu og segist halda áfram inn í daginn með hjartað fullt af þakklæti. Halla Hrund fékk tæp 16 prósent atkvæða í kosningunum í gær. 2. júní 2024 12:09
Fólk hafi kosið taktískt gegn Katrínu Friðjón Friðjónsson borgarfulltrúi og starfsmaður í kosningateymi Katrínar Jakobsdóttir segist telja alveg ljóst að ákveðinn hópur hafi kosið taktískt í forsetakosningunum í ár. Þá telur hann mögulegt að stór hópur kjósenda hafi ekki hugnast átökin í kringum Katrínu sem hafi þó alltaf keyrt sína baráttu á jákvæðni. 2. júní 2024 01:49
Myndaveisla: Rosaleg stemming í kosningavökunum Það er mikil spenna fyrir úrslitum forsetakosninganna og spennan er ef til vill mest í kosningavökum frambjóðendanna. 2. júní 2024 01:32